Vinnan - 01.05.1966, Side 32

Vinnan - 01.05.1966, Side 32
30 u innan Starfsíólk 29. sambandsþings 1964. og fjármála ennþá miklum mun minni en réttmætt væri, þar eð félagsmenn A.S.Í. og fjölskyldur þeirra eru um það bil helmingur þjóðarinnar. Hér að framan er einvörðungu fjallað um stjórn- mála- og verkamálastarfsemi A.S.Í. en starfs sam- bandsins í menningarmálum hefur ekki verið getið. Það er þó ekki svo að skilja, að engin starfsemi í menningarmálum liggi eftir það. Að vísu hefur fé- leysi sambandsins tálmað mjög slíkri starfsemi. Þó hafa verið gerð mikil átök í þeim efnum. Má þair nefna Menningar- og fræðslusamband alþýðu, er um skeið rak bókaútgáfu. Stóð það fyrirtæki um nokk- urra ára skeið og gaf út ýmsar góðar bækur. Nú á síðustu árum hefur Alþýðusambandið komið sér upp eigin húsi fyrir starfsemi sína. Auk þess hefur það byggt sumardvalarheimili fyrir verkamenn austur í Ölfusi. Eitt helzta baráttumál þess nú á sviði menn- ingarmála er að koma upp gagnfræðaskóla fyrir verkamenn. Starf A.S.Í. í menningarmálum er merkur þáttur í sögu þess, en hann verður því miður ekki rakinn hér. Skipulagsvandamál Breyting sú, er gerð var á skipulagi Alþýðusam- bandsins árið 1940, var einungis í því fólgin að sam- bandið hætti að vera pólitískur flokkur. Að öðru leyti hefur það allt frá stofnun þess nú í hálfa öld búið við það skipulag, sem í öndverðu var upp tekið. Á þessu tímabili, einkum þó á síðasta aldarfjórð- ungi, hefur átt sér stað hér á landi hin mesta atvinnu- bylting í sögu þjóðarinnar. Fjöldi nýrra starfsgreina hefur orðið til og fjölmörg ný starfsgreinafélög ver- ið stofnuð innan sambandsins. Skipulag þess er því orðið algerlega úrelt og hæfir enganveginn núverandi aðstæðum. í stað skipulags kemur í raun og veru skipulagsleysi. Þó hefur sú breyting orðið á skipulaginu nú síðari árin, að landssambönd hafa myndazt innan einstakra starfsgreina. Eru þau beinir aðilar að Alþýðusamband- inu. Þessi landssambönd eru: Landssamband vöru- bifreiðarstjóra, Samband matreiðslu- og framreiðslu- manna, Sjómannasamband íslands, Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna. Hin einstöku félög innan þessara landssambanda eru því beinir aðilar að sínum eigin landssambönd- um, en óbeinir aðilar að Alþýðusambandinu. Tilkoma þessara landssambanda sýnir ljóslega, að stakkur sá, er Alþýðusambandinu var sniðinn í fyrstu og hafði farið vel lengi framan af, er nú óðum að springa utan af því. Er óhjákvæmilegt að sníða því nýjan stakk, sem hæfir því nú. Hinn mikli ruglingur og glundroði, sem hinar mörgu starfsgreinar innan sambandsins hafa valdið, einkum í sambandi við vinnustöðvanir, hefur og sýnt það oft og áþreifanlega að eigi má lengur við svo búið standa. Forystumenn samtakanna hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þessum staðreyndum. Samþykkti því 25. þing A.S.Í. 1956 að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að athuga hugsanlegar breytingar á lögum og skipulagi samtakanna. í nefndina voru kjörnir: Eðvarð Sig- urðsson, ritari Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Snorri Jónsson, formaður félags járniðnaðarmanna, Eggert G. Þorsteinsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur og Tryggvi Helgason, formaður Sjó- mannafélags Akureyrar. Síðar tók sæti í nefndinni, Óskar Hallgrímsson, formaður Félags íslenzkra raf- virkja. Álit nefndar þessarar var lagt fyrir 26. þing A.S.Í. 1958. Taldi hún eigi timabært, að gera tillögur um skipulag A.S.Í. í einstökum atriðum né breytingar á lögum þess. í þess stað lagði hún til, að þingið sam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.