Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 33
V
innan
31
Alþýðusambandsþing 1962 að störfum.
þykkti stefnuyfirlýsingu í skipulagsmálum samtak-
anna, þar sem heildarstefnan í þeim málum væri
mörkuð og þar með reynt að koma í veg fyrir hluti,
sem gætu gert erfiðara fyrir um skipulagsbreytingar
síðar. Samþykkti þingið tillöguna með samhljóða
atkvæðum.
Höfuðatriði samþykktarinnar eru þessi:
Að skipulagsbreyting væri knýjandi nauðsyn.
Að uppistaða í uppbyggingu verkalýðssamtakanna
skyldi vera vinnustaðurinn.
Að verkalýðssamtökin skyldu eftir því, sem fram-
kvæmanlega væri, reyna að koma á því skipulags-
kerfi, að í hverri starfsgrein væri aðeins eitt
félag í hverjum bæ eða á sama stað, og skyldu
allir á sama vinnustað vera í sama starfsgreinar-
félagi.
Að á fámennum stöðum, þar sem atvinnuhættir gerðu
slíkt nauðsynlegt, skyldi A.S.Í. geta ákveðið, aö
staðurinn skyldi teljast einn vinnustaður. Skuli
þar aðeins vera eitt félag.
Á tímabilinu 1958—1960 hélt nefndin áfram störf-
um að skipulagsmálunum og var hún skipuð þeim
sömu mönnum og fyrr greinir. Á 27. þingi A.S.Í. lagði
hún fram tillögur um skipulagsbreytingarnar. Taldi
hún að tvær leiðir kæmu þar til greina.
Staðbundin starfsgreinafélög, er séu beinir aðilar að
A.S.Í. í hverjum bæ og á hverjum þeim stað, er til-
tækilegt þætti, yrði ákveðin tala starfsgreinafélaga.
Fjöldi þeirra færi eftir því hve mikil ástæða þætti til
að flokka starfsgreinarnar. Mætti hugsa sér 8—10
starfsgreinar á hverjum stað og félög þá jafnmörg.
Á fámennum stöðum yrði aðeins eitt félag. Þetta
fyrirkomulag hefur þá tvo höfuðkosti, að allir, sem
vinna á sama stað yrðu að vera í sama félagi, og sam-
bandsfélögum fækkaði verulega en þau yrðu fjöl-
mennari og meira samræmi á milli þeirra. En hins-
vegar hefur það þann ókost að þetta fyrirkomulag
tryggir ekki nauðsynleg tengsl milli samstæðra starfs-
greina.
Hin leiðin, er nefndin taldi heppilegri, er sú, að
mynduð yrðu landssambönd starfsgreinafélaga eftir
nánar ákveðinni starfsgreinaskiptingu. Tala starfs-
greina yrði 8—10 og yrðu landssamböndin jafnmörg.
Hin staðbundnu félög yrðu þá hvert um sig aðili að
landssambandi sinnar starfsgreinar, en landssam-
böndin aðilar að A.S.Í.
Starfsgreinasamböndin héldu sín landsþing; yrðu
þar rædd sérmál starfsgreinarinnar og mótuð afstaða
til sameiginlegra hagsmunamála verkalýðssamtak-
anna. Á þing A.S.Í. kysu þau fulltrúa í hlutfalli við
tölu félagsmanna. Þar yrðu sameiginleg mál rædd og
heildarstefnan ákveðin.
Þingið féllst á tillögu nefndarinnar um að stofnuð
yrðu landssambönd starfsgreina og skyldi A.S.Í. sam-
anstanda af slikum landssamböndum. Ákvað þingið og
að stefnt skyldi að því að koma skipulagsbreytingunni
í framkvæmd svo fljótt sem unnt væri. Til þess að
annast framkvæmd skipulagsbreytingarinnar kaus
þingið 12 manna nefnd.
Á 28. þingi A.S.Í. 1962 var samþykkt að fela mið-
stjórn sambandsins að tilnefna 9 menn í milliþinga-
nefnd, er skyldi starfa að skipulagsbreytingunni.
Framkvæmd skipulagsbreytingarinnar hefur enn
sem komið er reynzt erfið í verki. Liggja að
því margar orsakir. Eru margir tregir til þess að leysa
hin gömlu félög upp, vegna þess að þeir telja að áhrifa
þeirra muni gæta minna í fjölmennum félögum en í
hinum fámennu, er nú eru starfandi. Nokkur ágrein-
ingur er og milli forystumanna hinna ýmsu félaga og
starfsgreina, sumpart af pólitískum toga spunninn.
Tekizt hefur þó sameining Verkamannafélags Akur-
eyrar og Verkakvennafélags sama staðar. Samskonar
sameining hefur orðið á Húsavík. Allt útlit er fyrir, að
skipulagsbreytingin taki alllangan tíma. Á stjórn
verkalýðssamtakanna þar við mikla erfiðleika að
stríða, en mikið er undir því komið fyrir framtíð
A.S.Í. að framkvæmdin takist giftusamlega og dragist
ekki um of á langinn.