Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 33

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 33
V innan 31 Alþýðusambandsþing 1962 að störfum. þykkti stefnuyfirlýsingu í skipulagsmálum samtak- anna, þar sem heildarstefnan í þeim málum væri mörkuð og þar með reynt að koma í veg fyrir hluti, sem gætu gert erfiðara fyrir um skipulagsbreytingar síðar. Samþykkti þingið tillöguna með samhljóða atkvæðum. Höfuðatriði samþykktarinnar eru þessi: Að skipulagsbreyting væri knýjandi nauðsyn. Að uppistaða í uppbyggingu verkalýðssamtakanna skyldi vera vinnustaðurinn. Að verkalýðssamtökin skyldu eftir því, sem fram- kvæmanlega væri, reyna að koma á því skipulags- kerfi, að í hverri starfsgrein væri aðeins eitt félag í hverjum bæ eða á sama stað, og skyldu allir á sama vinnustað vera í sama starfsgreinar- félagi. Að á fámennum stöðum, þar sem atvinnuhættir gerðu slíkt nauðsynlegt, skyldi A.S.Í. geta ákveðið, aö staðurinn skyldi teljast einn vinnustaður. Skuli þar aðeins vera eitt félag. Á tímabilinu 1958—1960 hélt nefndin áfram störf- um að skipulagsmálunum og var hún skipuð þeim sömu mönnum og fyrr greinir. Á 27. þingi A.S.Í. lagði hún fram tillögur um skipulagsbreytingarnar. Taldi hún að tvær leiðir kæmu þar til greina. Staðbundin starfsgreinafélög, er séu beinir aðilar að A.S.Í. í hverjum bæ og á hverjum þeim stað, er til- tækilegt þætti, yrði ákveðin tala starfsgreinafélaga. Fjöldi þeirra færi eftir því hve mikil ástæða þætti til að flokka starfsgreinarnar. Mætti hugsa sér 8—10 starfsgreinar á hverjum stað og félög þá jafnmörg. Á fámennum stöðum yrði aðeins eitt félag. Þetta fyrirkomulag hefur þá tvo höfuðkosti, að allir, sem vinna á sama stað yrðu að vera í sama félagi, og sam- bandsfélögum fækkaði verulega en þau yrðu fjöl- mennari og meira samræmi á milli þeirra. En hins- vegar hefur það þann ókost að þetta fyrirkomulag tryggir ekki nauðsynleg tengsl milli samstæðra starfs- greina. Hin leiðin, er nefndin taldi heppilegri, er sú, að mynduð yrðu landssambönd starfsgreinafélaga eftir nánar ákveðinni starfsgreinaskiptingu. Tala starfs- greina yrði 8—10 og yrðu landssamböndin jafnmörg. Hin staðbundnu félög yrðu þá hvert um sig aðili að landssambandi sinnar starfsgreinar, en landssam- böndin aðilar að A.S.Í. Starfsgreinasamböndin héldu sín landsþing; yrðu þar rædd sérmál starfsgreinarinnar og mótuð afstaða til sameiginlegra hagsmunamála verkalýðssamtak- anna. Á þing A.S.Í. kysu þau fulltrúa í hlutfalli við tölu félagsmanna. Þar yrðu sameiginleg mál rædd og heildarstefnan ákveðin. Þingið féllst á tillögu nefndarinnar um að stofnuð yrðu landssambönd starfsgreina og skyldi A.S.Í. sam- anstanda af slikum landssamböndum. Ákvað þingið og að stefnt skyldi að því að koma skipulagsbreytingunni í framkvæmd svo fljótt sem unnt væri. Til þess að annast framkvæmd skipulagsbreytingarinnar kaus þingið 12 manna nefnd. Á 28. þingi A.S.Í. 1962 var samþykkt að fela mið- stjórn sambandsins að tilnefna 9 menn í milliþinga- nefnd, er skyldi starfa að skipulagsbreytingunni. Framkvæmd skipulagsbreytingarinnar hefur enn sem komið er reynzt erfið í verki. Liggja að því margar orsakir. Eru margir tregir til þess að leysa hin gömlu félög upp, vegna þess að þeir telja að áhrifa þeirra muni gæta minna í fjölmennum félögum en í hinum fámennu, er nú eru starfandi. Nokkur ágrein- ingur er og milli forystumanna hinna ýmsu félaga og starfsgreina, sumpart af pólitískum toga spunninn. Tekizt hefur þó sameining Verkamannafélags Akur- eyrar og Verkakvennafélags sama staðar. Samskonar sameining hefur orðið á Húsavík. Allt útlit er fyrir, að skipulagsbreytingin taki alllangan tíma. Á stjórn verkalýðssamtakanna þar við mikla erfiðleika að stríða, en mikið er undir því komið fyrir framtíð A.S.Í. að framkvæmdin takist giftusamlega og dragist ekki um of á langinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.