Vinnan - 01.05.1966, Síða 43
u
inncin
41
Sigurjón Jónsson Guðmundur Bjarnason
Nót, sveinafélag netageröarmanna
Félagið er stofnað 14. júní ár-
ið 1938 í fundarherbergi Alþýðu-
sambandsins í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
Fyrsti formaður þess var Sigur-
jón Jónsson.
Með honum voru í stjórninni
Sigríður Brynjólfsdóttir og Bryndís
Sigurðardóttir.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Ingólfur Theódórsson.
Lengst allra hefur verið formað-
ur félagsins Halldóra Ó. Guð-
mundsdóttir frá Mosvöllum.
Félagssvæðið nær samkvæmt lög-
um félagsins yfir landið allt. Það
er því eitt af hinum svonefndu
landsfélögum innan Alþýðusam-
bands íslands.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1938.
Langt er síðan launajafnrétti
kvenna og karla varð að veruleika
í þessu félagi, enda voru konur með
í stjórninni frá öndverðu, og for-
maðurinn, sem lengst hefur setið á
valdastóli, kona.
Ákvæðisvinna hefur lengi við-
gengizt í félaginu.
Félagar í Nót eru nú 28.
Núverandi félagsstjórn er svo
skipuð:
Guðmundur Bjarnason, formað-
ur, Halldóra Guðmundsdóttir, Hall-
dór Einarsson og Þórður Bjarnason.
Félag íslenzkra rafvirkja
Félagið er stofnað 4. júni 1926
í húsi KFUM við Amtmannsstíg í
Reykjavík.
Fyrsti formaður þess var Hall-
grímur Backmann, síðar ljósa-
meistari Þjóðleikhússins.
Með honum voru í fyrstu stjórn-
inni Guðmundur Þorsteinsson og
Ögmundur Sigurðsson.
Helztu hvatamenn að stofnun
félagsins voru þeir Hallgrímur
Backmann og Jón Guðmundsson.
Auk þeirra voru í undirbúnings-
nefnd Ögmundur Sigurðsson,
Jónas Guðmundsson og Sæmundur
Runólfsson.
Fram til ársins 1943 hét félagið
Rafmagnssveinafélag Reykjavíkur.
Lengst hefur verið formaður
Óskar Hallgrímsson, eða allt frá
1949.
Félagssvæðið var upphaflega
Reykjavík, en síðan 1943 landið
Hallgrímur Backmann
'allt. Þá var nafninu jafnframt
breytt í Félag íslenzkra rafvirkja.
í Alþýðusambandið gekk félagið
18. apríl 1942.
Stefna og tilgangur félagsins er
skýrt mörkuð og skörulega á
stofnfundi þannig:
„1. Að rafmagnsvirkjun verði
viðurkennd sem iðngrein.
2. Að koma föstu formi á náms-
tilhögunina og fá námið bætt.
3. Að afla meðlimunum lífvæn-
legra kjara.“
Árið 1927 eru sett ný lög um
iðnaðarnám, og í reglugerð með
þeim lögum er ákveðið hvaða
starfsgreinar skuli vera viður-
kenndar iðngreinar. Þar var raf-
magnsvirkjun viðurkennd sem iðn-
grein og jafnframt sett ákvæði um
námstíma og prófverkefni til
sveinsprófs.
Atvinnurekendur neituðu í
fyrstu að viðurkenna félagið sem
samningsaðila. Eftir stofnun Raf-
virkj ameistarafélags Reykjavíkur í
ársbyrjun 1927, nær félagið sínum
fyrstu samningum, og voru þeir
undirritaðir 1. maí 1927. Lágmarks-
kaup rafvirkja skv. þeim samn-
ingi var kr. 1.70 á klst.
Á fyrstu 25 árunum lenti félag-
ið fimm sinnum í verkfalli. Fyrsta
verkfall félagsins hófst 27. júní
1936 og stóð til 8. júlí sama ár.
Þá var barátta félagsins gegn
gerðardómslögunum 1942 all sögu-
leg.
Á aðalfundi 1947 voru settar fram
miklar kröfur. Þær helztu voru:
Vinnuvikan verði stytt í 48 stund-
ir, kaup verði greitt í veikindatil-
Óskar Hallgrímsson