Vinnan - 01.05.1966, Síða 45
uinnan
voru stofnendur þessir: Ólafur
Jónsson, Guðmundur Guðmunds-
son, Thorvald Sörensen. Preben
Sigurðsson, Mangor Mikkelsen,
Börge Hillers, Henny S. Jakobsen,
Helgi Mogensen, Hans D. Hansen,
Henrik S. Chaarup.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Sigurður Runólfsson.
Það vekur sjálfsagt athygli að
mikill hluti stofnenda og hvata-
manna að þessum samtökum er út-
lendingar.
Þetta á sína skýringu í því að ís-
lenzka mjólkurfræðinga áttum við
enga lengi vel, og að sérmenntaða
menn í þessari grein sóttum við
yfirleitt til Danmerkur.
Þegar félagið var stofnað voru
Danir enn í raunverulegum meiri-
hluta hér á landi meðal lærðra
mjólkurfræðinga.
Pélagssvæðið er landið allt.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið í janúar árið 1946.
Merkasti áfanginn í sögu félags-
ins er tvímælalaust árangurinn af
baráttu félagsins fyrir því að fá
mjólkuriðju viðurkennda í lögum
landsins sem iðngrein.
Þetta tókst með tilkomu nýrrar
iðnlöggjafar árið 1952.
Það skal fram tekið, að mjólk-
uriðn er ekki lögfest annarsstað-
ar á Norðurlöndum. í því er ísland
á undan bræðraþjóðunum. Þá hafa
félagsmenn komið upp styrktar-
sjóði.
Félagsmenn eru nú 32.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Þórarinn Sigmundsson, formað-
ur, Sigurður Runólfsson, Bergur
Þórmundsson og Erik Ingvarsson.
Jens S. Halldórsson
Samkvæmt lögum félagsins er
félagssvæðið landið allt. Það er því
landsfélag, og geta meðlimir þess
verið búsettir hvar sem er á land-
inu, enda ekki líklegt í bráð, að
margir prentmyndasmiðir verði á
hverjum stað, nema þá í Reykjavík
og allra stærstu kaupstöðum lands-
ins.
Félagið gekk í Alþýðusambandið
27. febrúar árið 1948.
Á þessu ári eignaðist félagið eig-
ið húsnæði ásamt 8 stéttarfélögum
öðrum, og hyggja prentmynda-
smiðir gott til þeirrar breyttu og
bættu aðstöðu til félagsstarfa.
Félagsmenn munu nú vera 17.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Jens Halldórsson, form., Gunnar
Heiðdal, Geir Þórðarson og Einar
Sigurðsson.
Fyrsta stjórn Mjólkurfræðingafélags íslands. Frá vinstri: Sigurður Run-
ólfsson formaður, Skúli Bergstað gjaldkeri, Malling Andreassen ritari.
Flugvirkjafélag íslands
Flugvirkjafélagið er stofnað 21.
janúar árið 1947 að Hótel Winston,
Reykjavík.
Fyrsti formaður var kosinn Jón
N. Pálsson. Með honum í fyrstu
stjórn voru: Dagur Óskarsson
ritari, Sigurður Ingólfsson gjald-
keri.
Undirbúning félagsstofnunar
höfðu þeir á hendi, sem kosnir
voru í fyrstu stjórn, en stofnend-
ur urðu 33 flugvirkjar.
Lengst hefur verið formaður Ól-
afur A. Jónsson, eða í 4 ár.
Félagssvæðið er landið allt, það
er með öðrum orðum landsfélag.
Eggert Laxdal
Prentmyndasmiðafélag Tslands
Prentmyndasmiðafélagið var
stofnað mánudaginn 25. ágúst ár-
ið 1947 í Félagsheimili Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Vonar-
stræti 4.
Fyrsti formaður félagsins var
Eggert Laxdal. í stjórn með honum
voru Sigurbjcrn Þórðarson ritari og
Sveinn Ingvarsson gjaldkeri.
Stofnendur og aðalforgöngumenn
að félagsstofnun voru: Benedikt
Gíslason, Einar Jónsson, Grétar
Sigurðsson, Geir Þórðarson, Gunnar
Heiðdal, Jón Björgvinsson, Eggert
Laxdal, Sigurbjörn Þórðarson,
Sveinn Ingvarsson og Þorsteinn
Oddsson.
Lengst allra hefur Sverrir M.
Gíslason verið formaður félagsins,
eða í full 9 ár.