Vinnan - 01.05.1966, Síða 46
44
U
innan
Haukur Hansen
í Alþýðusambandið gekk félagið
1. marz 1948.
Þann 1. janúar 1950 lýsti félagið
yfir vinnustöðvun, og lauk henni
ekki fyrr en 18. aoríl sama ár. Þetta
langa verkfall reyndi talsvert á
styrk félagsins, en það þjappaði
félagsmönnum betur saman og varð
félaginu til styrktar.
Eftir þetta verkfall kom í fyrsta
skipti sú nýjung inn í samninga,
að atvinnurekendur skyldu greiða
í sjúkrasjóð félagsins.
í félaginu eru nú um 100 flug-
virkjar.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Haukur Hansen, formaður, Lárus
Gunnarsson, Ásgrímur Gunnarsson,
Ásmundur Danielsson.
Félag íslenzkra kjötiðnaSarmanna
Félagið er stofnað 5. febrúar
1947 í húsi Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, Vonarstræti 4.
Fyrsti formaður og aðalhvata-
maður að stofnun þess var Sigurð-
ur Hilmar Ólafsson.
í fyrstu stjórn félagsins auk hans
voru Arnþór Einarsson og Ragnar
Pétursson.
Lengst allra hefur Arnþór Einars-
son verið formaður félagsins, eða
nánar tiltekið frá 26. febrúar 1951
og ávallt síðan.
Félagssvæðið er landið allt.
í Alþýðusambandið gekk félagið
24. nóvember 1949.
Höfuðverkefni félagsins fyrstu
árin var að fá kjötiðnað lögfestan
sem sérstaka iðngrein, og komst
það mál farsællega í höfn með
samþykkt Iðnþings árið 1949.
Fyrstu kjarasamningum náði fé-
lagið við atvinnurekendur þann 24.
júní árið 1953.
Að tilhlutan félagsins hafa ver-
ið haldin tvö námskeið, hið fyrra
stóð frá 20. ágúst til 13. september
1951, og hið síðara frá 16. júlí til
14. ágúst 1962. Að þessum nám-
skeiðum loknum gaf félagið út fjöl-
ritaða handbók í kjötiðnaði.
Þá hefur félagið stofnað sjúkra-
sjóð fyrir félagsmenn, og tók sjóð-
urinn til starfa 12. júlí árið 1963.
Félagsmenn eru rúmlega 40.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Arnþór Einarsson, formaður, Jens
C. Klein, Geir M. Jónsson, Ólafur
B. Þórðarson, Þórir Jóhannesson.
Sigurður H. Ólafsson
Ólafur L. Jónsson
Félag sýningarmanna við kvik-
myndahús
Félagið var stofnað 29. marz 1945
að Hótel Borg í Reykjavík.
Fyrsti formaður var Ólafur L.
Jónsson og í stjórn með honum
Karl Guðmundsson og Ólafur
Árnason.
Stofnendur voru 14.
Aðalhvatamenn félagsstofnunar
voru þeir þrír, sem fyrr voru nefnd-
ir.
Lengst hefur gegnt formanns-
störfum Óskar Steindórsson.
Félagssvæðið er landið allt.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið árið 1952.
Aðalmál félagsins í upphafi var
að fá settar reglur af hálfu hins
Arnþór Einarsson