Vinnan - 01.05.1966, Side 50

Vinnan - 01.05.1966, Side 50
i/innan indafélagsins var skörungurinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Upp úr þessum umræðum sprett- ur það, að nokkrar kvenréttinda- konur undir forustu frú Jónínu Jónatsdóttur fara á fund útgerð- armanna í Reykjavík og fá því fram komið, að tímakaup kvenna hækki úr 15 aurum í 17—18 aura. Verður þetta að teljast nokkuð sér- kennilegur aðdragandi að félags- stofnun. Síðan eru haldnir nokkrir und- irbúningsfundir á árinu 1914, og á fundi í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík 25. október, þar sem mættar eru 68 konur, er fyrsta verkakvennafélag á íslandi stofn- að og bráðabirgðastjórn kosin. Á fundum 28. nóvember og 13. desember 1914 er svo gengið frá félagslögum og aukalögum (þ. e. kauptaxta). Voru félagskonur þá orðnar 98. Bráðabirgðastj órn var þannig skipuð: Jónína Jónatansdóttir, formaður, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritari, Karólína Siemsen, varaform., Jón- ína Jósefsdóttir, fjárm.ritari, María Pjetursdóttir, gjaldkeri. Lengst allra hefur frú Jóhanna Egiisdóttir verið formaður félags- ins, eða í full 27 ár, en í stjórn þess átti hún sæti í 49 ár. Félagssvæði Verkakvennafélags- Jóhanna Egilsdóttir Jóna Guðjónsdóttir ins Framsóknar er samkvæmt lög- um þess Reykjavík og nágrenni, og hefur svo verið frá öndverðu. Félagið er eitt al stofnfélögum Alþýðusambands íslands. í undir- búningsnefndinni haustið 1915 áttu þær Jónína Jónatansdóttir og Karólína Siemsen sæti. Þegar spurt er um, hvers sé sér- staklega að minnast úr sögu fé- lagsins í meira en hálfa öld, kemur auðvitað mýmargt fram í hugann. En margar félagskonur mundu sjálfsagt staldra við Kveldúlfsdeil- una 1926. Þá var garnadeilan líka allhörð og söguleg deila, og þá ekki síður verkfallið mikla 1952, sem fé- lagið tók þátt í ásamt fjölda ann- ara stéttarfélaga. Þá verður ekki komizt hjá að minna á þátt Verkakvennafélags- ins Framsóknar í starfrækslu Barnaheimilisins „Vorboðans" á- samt með Mæðrafélaginu og Þvottakvennafélaginu Freyju, með- an það félag starfaði og nú sein- ast þátttöku félagsins í rekstri or- lofsheimilisins „Ölfusborgir“, sem nú er að hefjast. Hin síðari ár er það þó óefað merkast, sem fram er þokað í friðsemd hins daglega starfs og við samningaborðið. Núverandi formaður félagsins er frú Jóna Guðjónsdóttir. Hún tók við formennsku á aðalfundi 18.marz 1962, en hún hefur verið varafor- maður í 27 ár og í stjórninni sam- fellt í 30 ár. Þá var hún einnig fastur starfsmaður félagsins um margra ára skeið. Núverandi starfsmaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar er Þórunn Valdimarsdóttir. Félagskonur eru nú um 1650. Núverandi stjórn skipa: Jóna Guðjónsdóttir, form., Þór- unn Valdimarsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðbjörg Þorsteins- dóttir, Ingibjörg Örnólfsdóttir. Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði Félagið er stofnað laugardaginn 1. apríl árið 1916 á ísafirði. Það hét í fyrstu Verkamannafélag ís- firðinga. En 17. febrúar 1917 var nafninu breytt í Verkamannafélag- ið Baldur. En á aðalfundi 11. jan- úar 1925, er nokkrar verkakonur höfðu gengið í félagið, var nafni þess enn breytt í núverandi form: Verkalýðsfélagið Baldur. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður H. Þorsteinsson múrari. Aðrir í stjórninni voru: Magnús Jónsson gjaldkeri, Gunnar Hall- grímsson ritari og Kristján Dýr- fjörð varaformaður. Þeir, menn, sem nú eru nefndir, munu hafa verið aðalhvatamenn að stofnun félagsins. Lengst hefur verið formaður fé- lagsins Finnur Jónsson alþingis- maður og ráðherra — eða í 11 ár. Félagssvæðið er lögsagnarum- dæmi ísafjarðarkaupstaðar. Baldur gekk í Alþýðusambandið árið 1917 hinn 30. apríl. Sigurður H. Þorsteinsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.