Vinnan - 01.05.1966, Side 50
i/innan
indafélagsins var skörungurinn
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Upp úr þessum umræðum sprett-
ur það, að nokkrar kvenréttinda-
konur undir forustu frú Jónínu
Jónatsdóttur fara á fund útgerð-
armanna í Reykjavík og fá því
fram komið, að tímakaup kvenna
hækki úr 15 aurum í 17—18 aura.
Verður þetta að teljast nokkuð sér-
kennilegur aðdragandi að félags-
stofnun.
Síðan eru haldnir nokkrir und-
irbúningsfundir á árinu 1914, og
á fundi í Góðtemplarahúsinu í
Reykjavík 25. október, þar sem
mættar eru 68 konur, er fyrsta
verkakvennafélag á íslandi stofn-
að og bráðabirgðastjórn kosin.
Á fundum 28. nóvember og 13.
desember 1914 er svo gengið frá
félagslögum og aukalögum (þ. e.
kauptaxta). Voru félagskonur þá
orðnar 98.
Bráðabirgðastj órn var þannig
skipuð:
Jónína Jónatansdóttir, formaður,
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritari,
Karólína Siemsen, varaform., Jón-
ína Jósefsdóttir, fjárm.ritari, María
Pjetursdóttir, gjaldkeri.
Lengst allra hefur frú Jóhanna
Egiisdóttir verið formaður félags-
ins, eða í full 27 ár, en í stjórn þess
átti hún sæti í 49 ár.
Félagssvæði Verkakvennafélags-
Jóhanna Egilsdóttir
Jóna Guðjónsdóttir
ins Framsóknar er samkvæmt lög-
um þess Reykjavík og nágrenni,
og hefur svo verið frá öndverðu.
Félagið er eitt al stofnfélögum
Alþýðusambands íslands. í undir-
búningsnefndinni haustið 1915 áttu
þær Jónína Jónatansdóttir og
Karólína Siemsen sæti.
Þegar spurt er um, hvers sé sér-
staklega að minnast úr sögu fé-
lagsins í meira en hálfa öld, kemur
auðvitað mýmargt fram í hugann.
En margar félagskonur mundu
sjálfsagt staldra við Kveldúlfsdeil-
una 1926. Þá var garnadeilan líka
allhörð og söguleg deila, og þá ekki
síður verkfallið mikla 1952, sem fé-
lagið tók þátt í ásamt fjölda ann-
ara stéttarfélaga.
Þá verður ekki komizt hjá að
minna á þátt Verkakvennafélags-
ins Framsóknar í starfrækslu
Barnaheimilisins „Vorboðans" á-
samt með Mæðrafélaginu og
Þvottakvennafélaginu Freyju, með-
an það félag starfaði og nú sein-
ast þátttöku félagsins í rekstri or-
lofsheimilisins „Ölfusborgir“, sem
nú er að hefjast.
Hin síðari ár er það þó óefað
merkast, sem fram er þokað í
friðsemd hins daglega starfs og við
samningaborðið.
Núverandi formaður félagsins er
frú Jóna Guðjónsdóttir. Hún tók
við formennsku á aðalfundi 18.marz
1962, en hún hefur verið varafor-
maður í 27 ár og í stjórninni sam-
fellt í 30 ár. Þá var hún einnig
fastur starfsmaður félagsins um
margra ára skeið.
Núverandi starfsmaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar er
Þórunn Valdimarsdóttir.
Félagskonur eru nú um 1650.
Núverandi stjórn skipa:
Jóna Guðjónsdóttir, form., Þór-
unn Valdimarsdóttir, Ingibjörg
Bjarnadóttir, Guðbjörg Þorsteins-
dóttir, Ingibjörg Örnólfsdóttir.
Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði
Félagið er stofnað laugardaginn
1. apríl árið 1916 á ísafirði. Það
hét í fyrstu Verkamannafélag ís-
firðinga. En 17. febrúar 1917 var
nafninu breytt í Verkamannafélag-
ið Baldur. En á aðalfundi 11. jan-
úar 1925, er nokkrar verkakonur
höfðu gengið í félagið, var nafni
þess enn breytt í núverandi form:
Verkalýðsfélagið Baldur.
Fyrsti formaður félagsins var
Sigurður H. Þorsteinsson múrari.
Aðrir í stjórninni voru: Magnús
Jónsson gjaldkeri, Gunnar Hall-
grímsson ritari og Kristján Dýr-
fjörð varaformaður.
Þeir, menn, sem nú eru nefndir,
munu hafa verið aðalhvatamenn að
stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Finnur Jónsson alþingis-
maður og ráðherra — eða í 11 ár.
Félagssvæðið er lögsagnarum-
dæmi ísafjarðarkaupstaðar.
Baldur gekk í Alþýðusambandið
árið 1917 hinn 30. apríl.
Sigurður H. Þorsteinsson