Vinnan - 01.05.1966, Page 58
56
u
innan
Auk framanritaðra er vitað um
þessa menn í hópi stofnenda:
Erlendur Erlendsson, Sigurður
Eiríksson, Hallur Magnússon, Guð-
mundur Magnússon, Óli Hallgríms-
son, Magnús Sigurðsson, Bjarni
Bjarnason og Guðjón Hermanns-
son, en hann virðist hafa gengið
úr félaginu 11. marz sama ár.
Ekki er gott að sjá, hverjir hafi
verið aðalhvatamenn að stofnun
félagsins, en trúlega hafa það ver-
ið einhverjir þessara manna.
Fram er tekið í fundargjörðum,
að fundurinn hafi verið fjölmenn-
ur.
Lengst hefur verið formaður
Sveinbjörn Hjálmarsson, eða í 12
ár;
í Alþýðusambandið gengur fé-
lagið á Alþýðusambandsþingi 1930.
Sveinbjörn Hjálmarsson
Margt hefur að sjálfsögðu á daga
félagsins drifið á langri æfi, og
vísast um það til gjörðabóka, sem
eru til frá upphafi.
Félagsmenn eru nú rúmlega 100.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Sveinbjörn Hjálmarsson form.,
Sigmar Friðriksson, Níels Jónsson,
Ari Bogason og Hans Clementsen.
Verkalýðsfélag Patreksfjarðar
Félagið er stofnað 16. október
1928 í Góðtemplarahúsinu á Pat-
reksfirði.
Fyrsti formaður þess var Árni
Gunnar Þorsteinsson síðar póst-
meistari. Aðrir í stjórninni voru:
Benedikt Einarsson varaformaður,
Ragnar Kristjánsson ritari, Kristj-
án Jóhannesson féhirðir og Davíð
Friðlaugsson og Guðfinnur Einars-
son meðstj órnendur.
Árni Gunnar Þorsteinsson
Vararitari var Páll Ó. Guðfinns-
son og varaféhirðir Hans P. Christ-
iansen.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Halldór Ólafsson rit-
stjóri á ísafirði. Stofnendur urðu
allmargir eða milli 50 og 60 manns.
Lengst hefur verið formaður
Gunnlaugur Kristófersson, eða í
10 ár.
Félagssvæðið er Patrekshreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1930.
Fyrstu ár félagsins hafa verið
allerfið uppdráttar bæði fyrir fé-
lagið og félagsmenn.
Oft lá við verkföllum og stundum
urðu þau ekki umflúin til að knýja
fram nokkra kjarabót fyrir félags-
Jens Líndal Bjarnason
fólk og halda uppi virðingu fé-
lagsins.
Til er fyrsti kauptaxti félagsins
frá 1928.
Tímakaup karla var 80 aurar. —
Aukavinna kl. 19—22 kr. 1.20. —
Nætur- og helgidagavinna kr. 1.50.
Kaup kvenna í dagvinnu 50 au.
Aukavinna kl. 19—22 75 au. Nætur-
og helgidagavinna kr. 1.00.
Eitthvert allra sögulegasta tíma-
bil í sögu félagsins var skömmu
eftir 1930. Þá var félagið klofið í
tvo hluta. Tvær stjórnir voru í fé-
laginu, og var Benedikt Einarsson
formaður annarrar, Árni Gunnar
Þorsteinsson formaður hinnar. —
Annar hluti félagsins var í verk-
falli. Hinn hlutinn var verkfallinu
andvígur.
Þá var Hannibal Valdimarsson
sendur af Alþýðusambandinu til að
reyna að koma á friði og sáttum
innbyrðis í félaginu og ná samn-
ingum við aðalatvinnurekandann,
Ólaf Jóhannesson.
Þetta var erfitt hlutverk, því að
hiti var mikill í mönnum.
En hvorttveggja tókst eftir mikil
fundarhöld og margvíslegar sátta-
tilraunir. Þá varð Benedikt Einars-
son á Kambi formaður félagsins og
var hann lengi forsvarsmaður
þess.
Frá 1943—1953 starfaði kvenna-
deild innan félagsins, en þá var
hún sameinuð félagsheildinni.
Einnig var um skeið starfandi sjó-
mannadeild innan félagsins, en
einnig hún sameinaðist félaginu
fyrir nokkrum árum.
Lengi var Hermann Bjarni
Finnbogason formaður félagsins.
Fyrsta starfsárið voru félags-
menn nálægt einu hundraði. Nú
eru félagsmenn rétt um 250.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Jens Líndal Bjarnason, formað-
ur, Ólafur Bæringsson, Kristinn
Jósepsson, Snorri Gunnlaugsson,
Hannes Ágústsson og Högni Hall-
dórsson.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Hnífsdælinga
Félagið var stofnað 24. desember
1924.
Fyrsti formaður þess var Ingi-
mar Bjarnason skipstjóri. Með hon-
um voru í fyrstu stjórn Magnús
Guðmundsson vélstjóri, ritari og