Vinnan - 01.05.1966, Page 58

Vinnan - 01.05.1966, Page 58
56 u innan Auk framanritaðra er vitað um þessa menn í hópi stofnenda: Erlendur Erlendsson, Sigurður Eiríksson, Hallur Magnússon, Guð- mundur Magnússon, Óli Hallgríms- son, Magnús Sigurðsson, Bjarni Bjarnason og Guðjón Hermanns- son, en hann virðist hafa gengið úr félaginu 11. marz sama ár. Ekki er gott að sjá, hverjir hafi verið aðalhvatamenn að stofnun félagsins, en trúlega hafa það ver- ið einhverjir þessara manna. Fram er tekið í fundargjörðum, að fundurinn hafi verið fjölmenn- ur. Lengst hefur verið formaður Sveinbjörn Hjálmarsson, eða í 12 ár; í Alþýðusambandið gengur fé- lagið á Alþýðusambandsþingi 1930. Sveinbjörn Hjálmarsson Margt hefur að sjálfsögðu á daga félagsins drifið á langri æfi, og vísast um það til gjörðabóka, sem eru til frá upphafi. Félagsmenn eru nú rúmlega 100. Núverandi stjórn félagsins skipa: Sveinbjörn Hjálmarsson form., Sigmar Friðriksson, Níels Jónsson, Ari Bogason og Hans Clementsen. Verkalýðsfélag Patreksfjarðar Félagið er stofnað 16. október 1928 í Góðtemplarahúsinu á Pat- reksfirði. Fyrsti formaður þess var Árni Gunnar Þorsteinsson síðar póst- meistari. Aðrir í stjórninni voru: Benedikt Einarsson varaformaður, Ragnar Kristjánsson ritari, Kristj- án Jóhannesson féhirðir og Davíð Friðlaugsson og Guðfinnur Einars- son meðstj órnendur. Árni Gunnar Þorsteinsson Vararitari var Páll Ó. Guðfinns- son og varaféhirðir Hans P. Christ- iansen. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Halldór Ólafsson rit- stjóri á ísafirði. Stofnendur urðu allmargir eða milli 50 og 60 manns. Lengst hefur verið formaður Gunnlaugur Kristófersson, eða í 10 ár. Félagssvæðið er Patrekshreppur. í Alþýðusambandið gekk félagið árið 1930. Fyrstu ár félagsins hafa verið allerfið uppdráttar bæði fyrir fé- lagið og félagsmenn. Oft lá við verkföllum og stundum urðu þau ekki umflúin til að knýja fram nokkra kjarabót fyrir félags- Jens Líndal Bjarnason fólk og halda uppi virðingu fé- lagsins. Til er fyrsti kauptaxti félagsins frá 1928. Tímakaup karla var 80 aurar. — Aukavinna kl. 19—22 kr. 1.20. — Nætur- og helgidagavinna kr. 1.50. Kaup kvenna í dagvinnu 50 au. Aukavinna kl. 19—22 75 au. Nætur- og helgidagavinna kr. 1.00. Eitthvert allra sögulegasta tíma- bil í sögu félagsins var skömmu eftir 1930. Þá var félagið klofið í tvo hluta. Tvær stjórnir voru í fé- laginu, og var Benedikt Einarsson formaður annarrar, Árni Gunnar Þorsteinsson formaður hinnar. — Annar hluti félagsins var í verk- falli. Hinn hlutinn var verkfallinu andvígur. Þá var Hannibal Valdimarsson sendur af Alþýðusambandinu til að reyna að koma á friði og sáttum innbyrðis í félaginu og ná samn- ingum við aðalatvinnurekandann, Ólaf Jóhannesson. Þetta var erfitt hlutverk, því að hiti var mikill í mönnum. En hvorttveggja tókst eftir mikil fundarhöld og margvíslegar sátta- tilraunir. Þá varð Benedikt Einars- son á Kambi formaður félagsins og var hann lengi forsvarsmaður þess. Frá 1943—1953 starfaði kvenna- deild innan félagsins, en þá var hún sameinuð félagsheildinni. Einnig var um skeið starfandi sjó- mannadeild innan félagsins, en einnig hún sameinaðist félaginu fyrir nokkrum árum. Lengi var Hermann Bjarni Finnbogason formaður félagsins. Fyrsta starfsárið voru félags- menn nálægt einu hundraði. Nú eru félagsmenn rétt um 250. Núverandi félagsstjórn skipa þessir menn: Jens Líndal Bjarnason, formað- ur, Ólafur Bæringsson, Kristinn Jósepsson, Snorri Gunnlaugsson, Hannes Ágústsson og Högni Hall- dórsson. Verkalýðs- og sjómannafélag Hnífsdælinga Félagið var stofnað 24. desember 1924. Fyrsti formaður þess var Ingi- mar Bjarnason skipstjóri. Með hon- um voru í fyrstu stjórn Magnús Guðmundsson vélstjóri, ritari og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.