Vinnan - 01.05.1966, Side 64

Vinnan - 01.05.1966, Side 64
62 Vi uintiii Verkalýðsfélagið Víkingur Vík í Mýrdal Félagið er stofnað 15. des. 1932. Fyrsti formaður félagsins var Oddur Jónsson. í stjórn með honum voru Ósk- ar Jónsson ritari og Guðjón Guð- mundsson gjaldkeri. — Meðstjórn- endur voru Óskar Sæmundsson og Haraldur Einarsson. Varastjórnina skipuðu: Guð- mundur Guðmundsson varaform., Þórður Stefánsson vararitari, Þor- steinn ísleifsson varagjaldkeri. Tildrög að stofnun félagsins voru þau, að Gunnar Benediktsson hélt fyrirlestur í Vík. Síðar að kvöldi sama dags komu menn saman í kjallaraherbergi í húsinu Sandur og ræddu um stofnun verkalýðsfé- lags. Á þessum fundi var Guðlaug- ur G. Jónsson fundarstjóri og Bárð- ur Jónsson fundarritari. Voru nöfn þeirra manna skráð á fundinum, sem taka vildu þátt í fyrirhugaðri félagsstofnun. Kosin var 5 manna undirbúningsnefnd. Hún starfaði fljótt og vel og boðaði til stofn- fundar 15. desember í barnaskóla- húsinu í Vík. Fundinn setti Guð- mundur Guðmundsson skósmiður í Vík og gat þess að verkefni fund- arins væri það að stofnsetja verka- lýðsfélag. Fundarritari var Óskar Jónsson. Á þessum fundi var félagið stofn- að og hlaut nafnið „Vikingur". Félagssvæðið var ákveðið Mýr- dalur, Hvamms- og Dyrhólahrepp- ar. — Nú er það Hvammshreppur. Stofnendur Víkings voru 48 og munu nú (1966) vera um 30 á llfi, flestir búsettir á félagssvæðinu. Óefað má telja Guðmund heitinn Guðmundsson aðalhvatamann að stofnun félagsins, þótt fleiri ættu þar góðan hlut að. En hins ber að minnast, að Guðmundur var alltaf reiðubúinn til sóknar, ef um hags- munamál verkalýðs var að ræða. Enda ávann hann sér almennt traust innan félagsins, sem bezt sést af því að honum var falin forysta félagsins hátt í 30 ár. Samkvæmt skýrslum Alþýðu- sambandsins er Víkingur tekinn í sambandið 28. janúar 1933. Hér skal nú aðeins vikið að ein- um þætti í sögu félagsins. Vorið 1934 hóf Alþýðusambandið harða baráttu fyrir hækkun vega- vinnukaups. Var tímakaup verka- manna í Vík þá 65 aurar á klst. Mun það kaup þá hafa verið al- gengt í sveitum landsins. Þetta sumar var mikið unnið á þjóðveg- um i Mýrdal, og hafði Víkingur farið fram á, að tímakaup á fé- lagssvæðinu hækkaði í 80 aura á tímann. Fól það Alþýðusamband- inu að semja um þessa hækkun við ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin reynd- ist hin þverasta og tók ekki í mál meiri hækkun en í 70 aura. Þá fyrirskipaði Alþýðusambandið verkfall v vegavinnu — ekki aðeins í Mýrdal, heldur mjög víða um land. Verkfallstilkynningin barst stjórn Víkings að morgni þess 6. júní (1934). Þar eð formaður fé- lagsins, Óskar Sæmundsson var þennan morgun staddur á Selfossi, kom það í hlut varaformanns Guð- mundar Guðmundssonar að fara út Sigurður Gunnarsson á vinnustaðina og tilkynna verka- mönnum verkfallsskipunina. Að kvöldi næsta dags, 7. júní, var fjölmennur fundur haldinn í fé- laginu og þar rædd kaupgjalds- og verkfallsmálin, og voru skoðanir ræðumanna mjög skiptar og tals- verður hiti í mönnum. Eftir miklar umræður og langar fundasetur kvaðst formaður geta skýrt frá fregn, sem stytta mundi umræður um þetta mál. — Sam- komulagi væri þegar náð milli rík- isstjórnarinnar og Alþýðusam- bandsins um 80 aura tímakaup frá 1. júlí. Eftir alþingiskosningarnar, sem fram fóru skömmu síðar, mynd- aði Framsóknarflokkurinn ríkis- stjórn með þátttöku Alþýðuflokks- ins. — Hin nýja ríkisstjórn samdi um það við Alþýðusambandið, að kaup í vegavinnu yrði 90 aurar á tímann frá 1. ágúst. Þessari kauphækkun fylgdu og nokkur hlunnindi, meðal annars þau, að flytja skyldi verkamenn heim og heiman þeim að kostnað- arlausu. Eftir að samningar þessir höfðu tekið gildi, var kaupgjald óbreytt á félagssvækðinu fram yfir 1940. Þannig lauk þessari deilu með fullum sigri samtakanna, og mun hennar lengi minnzt hér um slóðir. Félagsmenn eru nú um 80 talsins. Stjórn Víkings skipa nú: Sigurður Gunnarsson, formaður, Björn H. Sigurjónsson, Þórður Stef- ánsson og Einar Báðarson. Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar- hrepps Félagið er stofnað 1. apríl árið 1933 í barnaskóla Reyðarfjarðar. Sama ár gekk félagið í Alþýðusam- bandið. Fyrsti formaður þess var Eðvald Sigurjónsson Bakkagerði. Aðrir i stjórninni voru: Jóhann Björnsson Seljateigi ritari og Guð- jón Jónsson Ásbyrgi, gjaldkeri. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins voru þeir Jóhann Björns- son, Eðvald Sigurðsson og Ferdinand Magnússon. Lengst hef- ur Ferdinand Magnússon verið for- maður félagsins. Félagssvæðið er Reyðarfjarðar- hreppur. Félagið hefur eðlilega látið kaup- gjaldsmál mest til sín taka. Til vinnustöðvunar hefur þó sjaldan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.