Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 66
Seltjarnarneshrepp og Kópavogs-
kaupstað.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 15. febrúar 1933, þ. e. strax á
stofnfundi.
Þegar A.S.B. var stofnað, áttu
stúlkur þær, sem unnu í brauða-
og mj ólkurbúðum, við ótrúlega lé-
leg kjör að búa, þó að nokkuð væri
það misjafnt eftir því, hvað vinnu-
veitandanum þóknaðist að borga.
Félagið gerði ítrekaðar tilraunir á
þessum fyrstu árum, til að fá samn-
inga við Alþýðubrauðgerðina og
Bakarameistarafélag Reykjavíkur
um kaup og kjör meðlima sinna,
en án árangurs. Meðal annars var
lokunartíminn í brauða- og mjólk-
urbúðunum mikið ágreiningsefni.
Fyrstu samningar, sem félagið
gerði, voru við Mjólkursamsöluna,
en það fyrirtæki tók til starfa 15.
janúar 1935. Var A.S.B. þá búið að
starfa í rétt tvö ár. Tvímælalaust
má telja þessa samninga stærsta
sporið, sem stigið hefur verið í
kjarabaráttu félagsins í einum á-
fanga. Þeir fólu í sér allt að 100%
kauphækkun hjá þeim stúlkum,
sem lægst voru launaðar, auk þess
sem samið var um 6 vikna veik-
indafrí, hálfs mánaðar sumarfrí,
þriggja mánaða uppsagnarfrest og
frían sloppaþvott.
Fyrstu samningar félagsins við
Alþýðubrauðgerðina og Bakara-
meistarafélag Reykjavíkur tókust
ekki fyrr en vorið 1937. Voru þeir
í öllum aðalatriðum samhljóða þá-
gildandi samningum við Mjólkur-
samsöluna. Alþýðusamband íslands
aðstoðaði félagið við báðar þessar
samningagerðir.
Síðan hafa samningar félagsins
verið endurnýjaðir með tilliti til
breyttra aðstæðna hverju sinni.
A. S. B. hefur verið þátttakandi i
sameiginlegri kjarabaráttu verka-
lýðsfélaganna, og í verkföllum, er
þau hafa háð, svo sem í júní 1951,
desember 1952, verkfallinu mikla
1955 og desemberverkfallinu 1963.
Það helzta, sem náðst hefur fram
með samningum við atvinnurek-
endur, auk verulegra launabóta, er
aðild að atvinnuleysistrygginga-
sjóði 1955, stofnun sjúkrasjóðs 1961,
aukið orlof og stytting vinnutím-
ans.
Árið 1944 gerði stjórn félagsins
athugun á kaupum sumarbústaða í
Mosfellssveit til afnota fyrir fé-
lagskonur. Ekki varð af fram-
kvæmdum í það sinn, en með til-
---------- winnan ---------------
komu Orlofsheimilis A.S.Í. að Ölf-
usborgum, — en þar á A.S.B. eitt
hús — rættist þessi gamli draumur
f élagsstj órnarinnar.
í félaginu eru nú um 350 konur.
Núverandi stjórn A.S.B. skipa
þessar konur:
Birgitta Guðmundsdóttir, form.,
Auðbjörg Jónsdóttir, Jóhanna
Kristjánsdóttir, Sigríður Guð-
mundsdóttir og Valborg K. Jónas-
son.
Loftur Bjarnason
Guðjón Jónsson
Félag járniðnaðarmanna, Reykjavík
Félagið var stofnað 11. apríl ár-
ið 1920 í litlu timburhúsi neðar-
lega við Hverfisgötu, þar sem nú
stendur Alþýðuhús Reykjavíkur.
Fyrsti formaður þess var Loftur
Bjarnason. Að öðru leyti voru
stjórn og varastjórn svo skipaðar:
Ritari: Árni Jónsson. Gjaldkeri:
Sigurður Sigurþórsson. Varaform.:
Einar Bjarnason. Vararitari: Guð-
mundur E. Guðmundsson. Vara-
gjaldkeri: Sigurhans Hannesson.
Meðal þeirra, sem stofnuðu fé-
lagið og höfðu forgöngu um stofn-
un þess, kunna menn að nefna:
Ágúst Friðriksson, Árna Jónsson,
Bjarna Bjarnason, Björn Stephen-
sen, Bror Westerlund, Einar
Bjarnason, Eirík Jónsson, Guðjón
Sigurðsson, Guðmund E. Guð-
mundsson, Filipus Ámundason,
Kristófer Egilsson, Loft Bjarna-
son, Loft Þorsteinsson, Óskar Hed-
lund, Sigurð Sigurþórsson, Sigur-
hans Hannesson og Þórarin Bjarna-
son.
Formenn hafa verið: Loftur
Bjarnason 1 ár, Filipus Ámunda-
son 6 ár, Einar Bjarnason 2 ár,
Loftur Þorsteinsson 9 ár, Þorvaldur
Brynjólfsson 4 ár, Sigurjón Jóns-
son 5 ár, Snorri Jónsson 18 ár og
Guðjón Jónsson 1 ár.
Lengst allra hefur verið formað-
ur Snorri Jónsson, eins og ljóst er
af framansögðu.
Félagssvæðið nær samkvæmt lög-
um félagsins staðfestum af A.S.Í.
yfir lögsagnarumdæmi Reykjavík-
ur, Kópavogskaupstað, Garðahrepp,
Mosfellssveit og Seltjarnarnes-
hrepp.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands á árinu 1933.
Félagið er forustufélag á sviði
járniðnaðarins og hefur haft náið
samstarf við hin ýmsu stéttarfélög
á sviði málmiðnaðarins svo og
skipasmíði.
Með háum félagsgjöldum hefur
Járniðnaðarmannafélagið byggt
upp sterkan fjárhag sinn og í skjóli
þess og traustrar félagsstarfsemi
orðið styrkur forsvari járniðnaðar-
manna í kjarabaráttunni.
Félag járniðnaðarmanna hafði
aðalforgöngu um stofnun Málm-
iðnaðar- og skipasmiðasambands
íslands.
Félagið hefur ekki hjá því kom-
izt að heyja harðar og langar deil-
ur og verkföll fyrir kjarabótum,
auknum réttindum og félagslegum
umbótum, og er margra slíkra at-
burða að minnast.
Eitt harðasta og lengsta verk-
fall (Andradeilan 1935) háði fé-
lagið til þess að koma í veg fyrir,
að járniðnaðarvinna, sem hægt var
að inna af hendi innan lands, yrði
unnin erlendis.
Nokkrum róttækum forystu-
mönnum, þ. á. m. tveimur formönn-
um félagsins, var á sínum tíma sagt
upp starfi af atvinnurekendum,
vegna starfa þessara manna í þágu
félagsins.