Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 66

Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 66
Seltjarnarneshrepp og Kópavogs- kaupstað. í Alþýðusambandið gekk félag- ið 15. febrúar 1933, þ. e. strax á stofnfundi. Þegar A.S.B. var stofnað, áttu stúlkur þær, sem unnu í brauða- og mj ólkurbúðum, við ótrúlega lé- leg kjör að búa, þó að nokkuð væri það misjafnt eftir því, hvað vinnu- veitandanum þóknaðist að borga. Félagið gerði ítrekaðar tilraunir á þessum fyrstu árum, til að fá samn- inga við Alþýðubrauðgerðina og Bakarameistarafélag Reykjavíkur um kaup og kjör meðlima sinna, en án árangurs. Meðal annars var lokunartíminn í brauða- og mjólk- urbúðunum mikið ágreiningsefni. Fyrstu samningar, sem félagið gerði, voru við Mjólkursamsöluna, en það fyrirtæki tók til starfa 15. janúar 1935. Var A.S.B. þá búið að starfa í rétt tvö ár. Tvímælalaust má telja þessa samninga stærsta sporið, sem stigið hefur verið í kjarabaráttu félagsins í einum á- fanga. Þeir fólu í sér allt að 100% kauphækkun hjá þeim stúlkum, sem lægst voru launaðar, auk þess sem samið var um 6 vikna veik- indafrí, hálfs mánaðar sumarfrí, þriggja mánaða uppsagnarfrest og frían sloppaþvott. Fyrstu samningar félagsins við Alþýðubrauðgerðina og Bakara- meistarafélag Reykjavíkur tókust ekki fyrr en vorið 1937. Voru þeir í öllum aðalatriðum samhljóða þá- gildandi samningum við Mjólkur- samsöluna. Alþýðusamband íslands aðstoðaði félagið við báðar þessar samningagerðir. Síðan hafa samningar félagsins verið endurnýjaðir með tilliti til breyttra aðstæðna hverju sinni. A. S. B. hefur verið þátttakandi i sameiginlegri kjarabaráttu verka- lýðsfélaganna, og í verkföllum, er þau hafa háð, svo sem í júní 1951, desember 1952, verkfallinu mikla 1955 og desemberverkfallinu 1963. Það helzta, sem náðst hefur fram með samningum við atvinnurek- endur, auk verulegra launabóta, er aðild að atvinnuleysistrygginga- sjóði 1955, stofnun sjúkrasjóðs 1961, aukið orlof og stytting vinnutím- ans. Árið 1944 gerði stjórn félagsins athugun á kaupum sumarbústaða í Mosfellssveit til afnota fyrir fé- lagskonur. Ekki varð af fram- kvæmdum í það sinn, en með til- ---------- winnan --------------- komu Orlofsheimilis A.S.Í. að Ölf- usborgum, — en þar á A.S.B. eitt hús — rættist þessi gamli draumur f élagsstj órnarinnar. í félaginu eru nú um 350 konur. Núverandi stjórn A.S.B. skipa þessar konur: Birgitta Guðmundsdóttir, form., Auðbjörg Jónsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir og Valborg K. Jónas- son. Loftur Bjarnason Guðjón Jónsson Félag járniðnaðarmanna, Reykjavík Félagið var stofnað 11. apríl ár- ið 1920 í litlu timburhúsi neðar- lega við Hverfisgötu, þar sem nú stendur Alþýðuhús Reykjavíkur. Fyrsti formaður þess var Loftur Bjarnason. Að öðru leyti voru stjórn og varastjórn svo skipaðar: Ritari: Árni Jónsson. Gjaldkeri: Sigurður Sigurþórsson. Varaform.: Einar Bjarnason. Vararitari: Guð- mundur E. Guðmundsson. Vara- gjaldkeri: Sigurhans Hannesson. Meðal þeirra, sem stofnuðu fé- lagið og höfðu forgöngu um stofn- un þess, kunna menn að nefna: Ágúst Friðriksson, Árna Jónsson, Bjarna Bjarnason, Björn Stephen- sen, Bror Westerlund, Einar Bjarnason, Eirík Jónsson, Guðjón Sigurðsson, Guðmund E. Guð- mundsson, Filipus Ámundason, Kristófer Egilsson, Loft Bjarna- son, Loft Þorsteinsson, Óskar Hed- lund, Sigurð Sigurþórsson, Sigur- hans Hannesson og Þórarin Bjarna- son. Formenn hafa verið: Loftur Bjarnason 1 ár, Filipus Ámunda- son 6 ár, Einar Bjarnason 2 ár, Loftur Þorsteinsson 9 ár, Þorvaldur Brynjólfsson 4 ár, Sigurjón Jóns- son 5 ár, Snorri Jónsson 18 ár og Guðjón Jónsson 1 ár. Lengst allra hefur verið formað- ur Snorri Jónsson, eins og ljóst er af framansögðu. Félagssvæðið nær samkvæmt lög- um félagsins staðfestum af A.S.Í. yfir lögsagnarumdæmi Reykjavík- ur, Kópavogskaupstað, Garðahrepp, Mosfellssveit og Seltjarnarnes- hrepp. Félagið gekk í Alþýðusamband íslands á árinu 1933. Félagið er forustufélag á sviði járniðnaðarins og hefur haft náið samstarf við hin ýmsu stéttarfélög á sviði málmiðnaðarins svo og skipasmíði. Með háum félagsgjöldum hefur Járniðnaðarmannafélagið byggt upp sterkan fjárhag sinn og í skjóli þess og traustrar félagsstarfsemi orðið styrkur forsvari járniðnaðar- manna í kjarabaráttunni. Félag járniðnaðarmanna hafði aðalforgöngu um stofnun Málm- iðnaðar- og skipasmiðasambands íslands. Félagið hefur ekki hjá því kom- izt að heyja harðar og langar deil- ur og verkföll fyrir kjarabótum, auknum réttindum og félagslegum umbótum, og er margra slíkra at- burða að minnast. Eitt harðasta og lengsta verk- fall (Andradeilan 1935) háði fé- lagið til þess að koma í veg fyrir, að járniðnaðarvinna, sem hægt var að inna af hendi innan lands, yrði unnin erlendis. Nokkrum róttækum forystu- mönnum, þ. á. m. tveimur formönn- um félagsins, var á sínum tíma sagt upp starfi af atvinnurekendum, vegna starfa þessara manna í þágu félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.