Vinnan - 01.05.1966, Síða 70
68
U
uuicin
Óskar Garibaldason Guðmundur Jónsson
ur atvinnumálin og flesta þætti
í þróun almennra félagsmála á
Siglufirði. — Sú saga verður hér
ekki rakin.
Félagsmenn eru nú um 400.
Núverandi stjórn skipa:
Óskar Garibaldason formaður,
Þorvaldur Þorleifsson, Kolbeinn
Friðbjarnarson, Hólm Dýrfjörð, Páll
S. Jónsson, Anton Sigurbjörnsson
og Þorkell Benónýsson.
Verkalýðsfélag Hólmavíkur
Félagið er stofnað 8. marz árið
1934 í braggabyggingu Kaupfélags
Steingrímsfjarðar á Hólmavík —
svonefndum Klossastöðum.
Fyrsti formaður þess var Guð-
mundur Jónsson.
Með honum í stjórn voru Þor-
kell Jónsson ritari, Jón Ottósson
gjaldkeri, Magnea Guðmundsdótt-
ir og Guðbjörn Bjarnason með-
stjórnendur.
Guðmundur Jónsson mun hafa
verið aðalhvatamaður að stofnun
félagsins. Hefur hann þá og æ síð-
an unnið mikið og gott starf í þágu
félagsins, og stendur félagið í mik-
illi þakkarskuld við hann.
Á stofnfundinum mætti erindreki
Alþýðusambandsins, Jón Sigurðs-
son, og gekk hann formlega frá
stofnun þess.
Lengst hefur Guðmundur Jóns-
son verið formaður félagsins, eða
í 9 ár alls.
Félagssvæðið er í félagslögum
ákveðið Hólmavíkurhreppur, og
nær hann frá Hrófá að sunnan að
Ósá að norðan.
í Alþýðusambandið gekk félagið
7. júní árið 1934.
Á fyrstu 20 árunum er kjarabar-
áttan svo að segja einasta viðfangs-
efni félagsins.
Árið 1955 gerist félagið aðili að
væntanlegri félagsheimilisbygg-
ingu, en vegna fjárskorts komst
það aldrei lengra en að grunnur
var steyptur, og þar við situr enn
í dag.
Þann 7. febrúar gerðist félagið
aðili að Alþýðusambandi Vest-
fjarða, og hafa heildarsamningar
þess gilt hér á félagssvæðinu síð-
an.
Á aðalfundi félagsins 1964 veitti
félagið 25 þúsund krónur til Hólma-
víkurkirkju, sem er í byggingu.
Sigurður Kristinsson
Félagsmenn eru nú um 100.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Sigurður Kristinsson form., Bene-
dikt Sæmundsson, Þórhallur Hall-
dórsson, Benedikt Sigurðsson og
Kári Sumarliðason.
Verkalýðsfélag Skagastrandar
Félagið er stofnað 10. desember
1933 að Garði, Skagaströnd.
Fyrsti formaður þess var Páll
Jóhannesson og með honum í
stjórn Björn Þorleifsson ritari og
Hjörtur Klemenzson gjaldkeri.
Sem aðalhvatamenn að stofnun
félagsins má nefna þessa heima-
menn: Pál Jóhannesson, Björn
Þorleifsson, Steingrím Jónsson,
Elínu R. Jónsdóttur, Jóhannes
Pálsson, Sigurbjörn Kristjánsson,
Engilbert Óskarsson, Albert Har-
aldsson, Þormóð Óskarsson, Ólaf
Guðmundsson, Hjört Klemenzson,
Kristmund Jakobsson.
En þess verður einnig að geta,
að Erling Ellingsen verkfræðingur
frá Reykjavík hvatti eindregið til
stofnunar verkalýðsfélags og flutti
framsöguræðuna á stofnfundinum.
Lengst hefur Pálmi Sigurðsson
verið formaður félagsins, eða í 10
ár.
Félagssvæðið er Höfðahreppur.
Félagið gekk í Alþýðusambandið
2. júlí 1934.
Út hefur komið saga félagsins
og vísast til hennar.
Aðeins skal minnt á umbrot þau,
sem hér urðu skömmu eftir alda-
mótin varðandi stofnun verkalýðs-
Páll Jóhannesson