Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 74
inncin
Jón H. Pálsson
Sennilega verður þeim mönnum,
sem bezt muna stofnun félagsins
og þekkja sögu þess, minnisstæðust
baráttan fyrir tilveru þess. Svo
hörð var þá andstaða atvinnurek-
enda gegn slíkum félagsskap.
Með samningum 1934 náði félag-
ið fullri viðurkenningu. Margoft
hefur ýmsum framfaramálum verið
fyrst hreyft á fundum félagsins, og
þykja sum þeirra nú svo sjálfsögð
að enginn lætur sér annað til hug-
ar koma, en að það hafi alltaf ver-
ið sjálfsagðir hlutir. Má hér til
nefna hafnarmálið, vatnsveitu- og
holræsalögn um kauptúnið, sjúkra-
samlagið o. fl. Ótvírætt má full-
yrða, að með starfsemi félagsins
hefur margur náð auknum þroska
og orðið betri borgari síns sveitar-
félags og samfélags.
Félagsmenn eru nú um 140.
Núverandi stjórn skipa:
Jón Pálsson formaður, Rúnar
Þorleifsson, Stefán Björnsson,
Ragnar Jónsson, Eiríkur Líndal,
Rósa Kristinsdóttir og Þórlaug
Kristinsdóttir.
Bílstjórafélag Akureyrar
Félagið er stofnað 1. janúar 1935
í húsinu Skjaldborg á Akureyri.
Fyrsti formaður þess var Þor-
valdur Jónsson og með honum í
stjórn Svavar Jóhannsson ritari,
Júlíus Bogason gjaldkeri og með-
stjórnendur Snæbjörn Þorleifsson
og Steingrímur Kristjánsson.
í varastjórninni voru:
Gísli Ólafsson, Reimar Þórðarson
og Jón Ólafsson.
Þessi framkvæmd lýsir betur en
langt mál samhug og stórhug þeirra
fáu einstaklinga, sem fyrir tveimur
áratugum lögðu þarna hönd á
plóginn.
Þá má geta þess, að þegar félagið
var stofnað, var vinnutími ótak-
markaður, þ. e. menn fengu ekkert
meira fyrir eftirvinnu og nætur-
vinnu, en fyrir dagvinnu.
Félagsmenn eru nú rúmlega 130.
Núverandi stjórn skipa:
Baldur Svanlaugsson, formaður,
Páll Magnússon, Baldvin Helgason,
Sverrir Jónsson, Bjarni Jónsson.
Félag blikksmiða
Félagið er stofnað 12. júní árið
1935 í Iðnskólanum við Lækjar-
götu.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Reimar Þórðarson.
Lengst hefur Hafsteinn Halldórs-
son verið formaður félagsins.
Félagssvæðið er í lögum félags-
ins ákveðið Akureyrarkaupstaður.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 26. apríl 1935, eða þá var það
samþykkt á félagsfundi.
Þegar litið er yfir sögu félagsins
verða efst á blaði kaupin á Tjarn-
argerði í Eyjafirði (23. des. 1945)
og það, sem þeim fylgdi, gróð-
ursetning trjáplantna og síðast en
ekki sízt bygging sumarbústaðar.
(Orlofsheimilis).
Öll var þessi vinna framkvæmd
af sjálfboðaliðum endurgjaldslaust.
— í þessum sumarbústað geta
dvalið þrjár fjölskyldur samtímis. Baldur Svanlaugsson
Þorvaldur Jónsson
Tjarnargerði, sumarbústaður Bílstjórafélags Akureyrar.