Vinnan - 01.05.1966, Síða 77
Margrét Auðunsdóttir
dóttir ritari og Marta Gísladóttir
gjaldkeri.
Aðalheiður Hólm hefur lengst
allra verið formaður félagsins eða
full 11 ár.
Samkvæmt ákvæðum félagslaga
nær félagssvæðið nú yfir lögsagn-
arumdæmi Reykjavíkur, Seltjarn-
arneshrepp, Kópavogskaupstað og
Mosfellssveit.
Á félagsfundi 5. júní 1935 var að
viðhafðri leynilegri atkvæða-
greiðslu samþykkt tillaga um að
sækja um upptöku í Alþýðusam-
band íslands.
Tillagan var samþykkt með 25
atkvæðum gegn einu. Einn seðill
var auður.
Þann 24. september 1936 kaus
félagið í fyrsta sinn fulltrúa á Al-
þýðusambandsþing.
í upphafi mun félagssvæðið hafa
getað náð yfir landið allt, og stóð
félagið m. a. að stofnun félags-
deildar á Akureyri.
Markmið félagsins hefur ávalt
verið að vinna að bættum kjörum
og aukinni menntun — ekki að-
eins stúlkna, sem vinna á sjúkra-
húsum, heldur einnig þeirra, sem
vistráðnar væru í heimilum.
Var að þessu síðarnefnda verk-
efni einkum unnið á fyrstu árum
félagsins, en nú má heita, að vist-
ráðnar stúlkur fyrirfinnist naum-
ast lengur.
Þá lét félagið á fyrstu árunum
einnig til sín taka ýmis bæjarmál
og jafnvel þjóðmál. T. d. var í
byrjun árs 1938 samþykkt að skora
á Kommúnistaflokk íslands og Al-
þýðuflokkinn að taka þegar upp
---------- vinnan ---------------
samninga um sameiningu flokk-
anna.
Raunar hefði félagið einnig átt
að fara með samningsaðild fyrir
stúlkur, sem vinna í skipum og við
veitingastörf í landi. Hefur það
verið vilji margra, en ekki hefur
þó tekizt samstaða um það. Fara
nú 3 félög með það hlutverk.
í Sókn eru nú hátt á tíunda
hundrað félagskonur.
Núverandi formaður Sóknar er
Margrét Auðunsdóttir, en í stjórn
með henni eru: Viktoría Guð-
mundsdóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Sigríður Friðriksdóttir og
Ása Björnsdóttir.
Verkalýðsfélag Árneshrepps
Félagið er stofnað 2. nóvember
árið 1935 að Árnesi.
Fyrsti formaður þess var Sigurð-
ur Pétursson, Reykjarfirði, nú út-
gerðarmaður í Reykjavík. Með Sig-
urði voru í fyrstu stjórninni Guð-
mundur Ágústsson, Djúpavík rit-
ari og Ófeigur Pétursson frá
Ófeigsfirði gjaldkeri.
Auk fyrsta formanns beittu
verkamenn í Árneshreppi sér fyr-
ir stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Sörli Hjálmarsson verka-
maður, nú fluttur til Reykjavíkur.
Félagssvæðið er samkvæmt á-
kvæðum félagslaga Árneshreppur.
Verkalýðsfélag Árneshrepps gekk
í Alþýðusamband íslands 10. febr.
árið 1963.
Félagsmenn eru nú um 30 að
tölu.
Sigurður Pétursson
Þorsteinn Guðmundsson
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Þorsteinn Guðmundsson, Finn-
bogastöðum, Guðmundur Jóns-
son, Hjalti Guðmundsson og Guð-
mundur Þorsteinsson.
Verkalýffs- og sjámannafélag
Keflavíkur
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur var stofnað 28. desem-
ber 1932. Félagið var stofnað í húsi
Ungmennafélags Keflavíkur. Það
hét „Skjöldur" og brann 30. des.
1935.
Guðni Guðleifsson var fyrsti for-
maður félagsins. Var hann síðan
formaður til aðalfundar 1935. Hann
var síðar í stjórn félagsins og ritari
um árabil. Aðrir í fyrstu stjórn fé-
lagsins voru þessir: Danival Dani-
valsson ritari, Guðmundur J.
Magnússon gjaldkeri og meðstjórn-
endur Guðmundur Pálsson og Ar-
inbjörn Þorvarðarson. Tveir þessara
manna, Danival og Arinbjörn eru
nú fallnir frá. Tveir eru enn þá
félagar, Guðni og Guðmundur J.
Magnússon. — Guðmundur Pálsson
er nú búsettur í Hafnarfirði.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru nokkrir af félögum
hins fyrsta verkalýðsfélags í Kefla-
vík, er þá fyrir tæpu ári hafði orðið
að hætta störfum. Fremstir í þeim
hópi voru þessir menn: Guðmund-
ur Pálsson, sem var málshefjandi
á stofnfundinum, Danival Dani-
valsson og Þorbergur P. Sigurjóns-
son, nú kaupmaður í Reykjavík.
Ragnar Guðleifsson hefur lengst