Vinnan - 01.05.1966, Page 88
86
u
innan
Þórður Jónsson
þýðusambandið er afgreidd 9. októ-
ber 1941.
Eftirminnilegast úr sögu félags-
ins er barátta þess fyrir fyrsta
kauptaxtanum og því að fá félagið
viðurkennt sem samningsaðila.
Strax á fyrsta starfsári félags-
ins kom til harðra átaka milli fé-
lagsins og atvinnurekenda á staðn-
um, einkum þó kaupfélagsstjórans
fyrir hönd kaupfélagsins, en hann
var þá Halldór Ásgrímsson.
Hann var strax algjörlega á móti
taxtanum og neitaði að viðurkenna
félagið sem samningsaðila.
Stöðugt þóf var um taxtann frá
því hann var lagður fram í des-
ember 1941, þangað til í október
1942, en þá fékkst hann loks undir-
ritaður af báðum aðilum.
Á þessu tímabiii tók Jón Björns-
son Svalbarði við kaupfélaginu, og
tókst félaginu strax að semja við
hann og hefur svo ávallt verið síð-
an. En um Halldór verður það því
miður að segjast, að hann svndi fé-
laginu strax í upphafi mikla and-
stöðu og reyndi með öliu móti að
koma því fyrir kattarnef.
Félagsmenn munu nú vera um 70
talsins.
Núverandi stjórn skipa þessir
menn:
Jón Björnsson form., Einar
Sveinsson, Halldór Guðfinnsson og
Ingi Jónsson.
Verkalýðsfélag Austur-Eyjafjalla
Félagið er stofnað 26. október
árið 1941 í ungmennafélagshúsinu
„Dagsbrún.“
Jón Björnsson
Stofnendur félagsins voru 53.
Fyrsti formaður félagsins var
Eyjólfur Þorsteinsson, Hrútafelli.
Aðrir í stjórninni voru: Guð-
mundur Guðjónsson Ytri-Skógum
gjaldkeri og Björn Gissurarson
Drangshlíð ritari.
Þessir menn hafa gegnt for-
mannsstörfum í félaginu: Eyjólfur
Þorsteinsson 2 ár. Þorsteinn Jóns-
son Drangshlíðardal 1 ár, Sigurjón
Sigurgeirsson Hlíð 13 ár, Sigurjón
Guðmundsson Hólakoti 3 ár.
Félagssvæðið er Eyjafjallahrepp-
ur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
1. janúar 1942.
Félagsmannatala Verkalýðsfélags
Austur-Eyjafjalla er nú um 30.
Eyjólfur Þorsteinsson
Stjórn félagsins skipa nú:
Magnús Tómasson Skarðshlíð,
formaður, Finnur Tryggvason
Raufarfelli, ritari, Magnús Bárð-
arson Steinum, gjaldkeri.
Verkalýðsfélagið Jökull,
Hornafirði
Það er stofnað 3. janúar 1942 í
barnaskólahúsinu á Höfn.
Fyrsti formaður var Benedikt
Þorsteinsson, og voru í stjórn með
honum Aðalsteinn Aðalsteinsson
ritari og Óskar Guðnason gjaldkeri.
Stofnendur Jökuls voru 39.
Benedikt Þorsteinsson var hvata-
maður að stofnun Verkalýðsfélags-
ins Jökuls og hefur verið formað-
ur ávallt frá stofnun félagsins.
En það er forsaga þessa máls,
að árið 1929 var fyrst stofnað
verkamannafélag í Höfn. Stofn-
andi var Jens Figved, síðar kaup-
félagsstjóri. Óvíst er um fyrstu
stjórn þess. En félag þetta hét ýms-
um nöfnum, t. d. Atvinnufélag
Hafnarkaupstúns, Atvinnufélag
Hafnarverkalýðs og síðast Verka-
mannafélag Hafnar. Seinustu
stjórn þess skipuðu Benedikt
Steinsen formaður, Björn Guð-
mundsson ritari, Ragnar Snjólfs-
son gjaldkeri og meðstjórnandi
Benedikt Þorsteinsson.
Atvinnurekendur tóku þátt í
störfum þessa félags, og voru
menn óánægðir með það. Var það
því lagt niður, en Jökull stofnaður,
eins og fyrr segir.
Félagssvæðið var fyrst Nesja-
hreppur, en Hafnarhreppur var
Magnús Tómasson