Vinnan - 01.05.1966, Síða 92
90
Vi
innan
Eiríksína Ásgrímsdóttir
í stjórn, Ríkey Eiríksdóttir varafor-
maður, Dóra Jónsdóttir ritari
Helga Guðmundsdóttir gjaldkeri og
Sigurbjörg Hólm fjármálaritari.
Tildrög að stofnun félagsins voru
þau, að sameinuð voru tvö verka-
kvennafélög á Siglufirði: Verka-
kvennafélagið Ósk, stofnað 1926 og
Verkakvennafélag Siglufjarðar,
stofnað 1931. í átta ár voru verka-
kvennasamtökin á Siglufirði klof-
in, og þarf engum getum að því að
leiða, hversu skaðlegt það hefur
verið hagsmunum verkakvenna í
þessum litla bæ.
Árið 1938 var hafinn undirbún-
ingur að því að sameina félögin,
og átti Verkamannafélagið Þrótt-
ur þar góðan hlut að máli. Þegar
þetta gerðist, var formaður Óskar
Ríkey Eiríksdóttir, en Verka-
kvennafélags Siglufjarðar Eiríks-
ína Ásgrímsdóttir.
Verkakvennafélagið Ósk var því
brautryðjandinn í skipulögðu
starfi verkakvenna á Siglufirði.
Stofnendur Verkakvennafélags-
ins Brynju voru 225.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Ásta Ólafsdóttir, 1947— 57.
Félagssvæðið er Siglufjarðar-
kaupstaður.
í Alþýðusambandið gekk Brynja
18. febrúar 1942.
Úr sögu félagsins er að sjálf-
sögðu margs að minnast. Félagið
hefur frá upphafi verið forustu-
félag hvað snertir samninga um
kaup og kjör síldarstúlkna, og var
það oft allhörð og erfið barátta.
Þá hefur jafnrétti kvenna og
Guðrún Albertsdóttir
karla jafnan verið á oddinum í fé-
lagsstarfinu, og árið 1961 gerðu
Brynja og Þróttur sameiginlegan
samning við atvinnurekendur og
náðist þá fullt jafnrétti að einum
kaupgjaldslið undanteknum (pökk-
un og snyrting í frystihúsum).
En jafnhliða kjarabaráttunni
hefur félagið unnið að margskonar
mannúðar- og menningarmálum.
Á 25 ára afmæli félagsins 1934
gaf félagið t. d. 50.000 krónur til
elliheimilisbyggingar á Siglufirði
til minningar um látnar forvígis-
konur verkalýðshreyfingarinnar á
Siglufirði.
Félagskonur eru nú rúmlega 200.
Núverandi stjórn Brynju skipa:
Guðrún Albertsdóttir formaður,
Helga Jónsdóttir, Ólína Hjálmars-
Nikólína Jónsdóttir
dóttir, Guðrún Sigurhjartar og Þór-
unn Guðmundsdóttir.
Verkalýðsfélag Svalharðsstrandar
Félagið er stofnað 23. okt. 1942.
Það gekk í Alþýðusamband ís-
lands 17. nóvember árið 1942.
Félagsmenn eru um 20.
Núverandi formaður er Jóhann
Kristjánsson.
Verkakvennafélagið Framtíðin,
Eskifirði
Félagið er stofnað 14. marz árið
1918 að Brautarholti á Eskifirði.
Fyrsti formaður þess var Nikó-
lína Jónsdóttir. Með henni voru í
stjórninni Borghildur Einarsdóttir
varaformaður, Ragnheiður Björns-
dóttir ritari og Ingibjörg Stefáns-
dóttir gjaldkeri.
Fyrir stofnun félagsins beittu sér
nokkrar konur á Eskifirði, sem sáu
þörf fyrir samtök verkakvenna til
að standa vörð um hagsmuni
þeirra og launakjör.
Lengst hefur verið formaður
Ragnhildur Einarsdóttir Snædal,
eða frá 1926—1933 og síðan 1934
—1961, er hún lézt. Hún hafði fórn-
að félaginu miklu starfi.
Félagssvæðið er í lögum félags-
ins ákveðið Eskifjarðarhreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
17. nóvember 1942.
í marz 1926 gengu verkalýðs-
félögin á Eskifirði til sameigin-
legra kaupgjaldssamninga við at-
vinnurekendur á staðnum, sem á
þeim tíma voru kaupmennirnir.
Þórdís Einarsdóttir