Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 95
Hilmar Guðlaugsson
Félagsmenn eru nú um 270.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Hilmar Guðlaugsson, formaður,
Einar Jónsson, Jörundur Guðlaugs-
son og Jón V. Tryggvason.
VerkakvennafélagiS Aldan,
SauSárkróki
Félagið er stofnað 9. jan. 1930 í
Verkamannahúsinu á Sauðárkróki.
Fyrsti formaður þess var Ástríður
Stefánsdóttir. í stjórn með henni
voru Sigríður Njálsdóttir ritari,
Pálína Bergsdóttir gjaldkeri, Sig-
urrós J. Sigurðardóttir varaformað-
ur.
Nokkrum dögum fyrir stofnfund
hittust nokkkrar áhugakonur á
Ástríður Stefánsdóttir
---------- l/innan ---------------
heimili frú Pálínu Bergsdóttur til
að ræða nauðsyn á stofnun verka-
kvennafélags. Á þeim fundi mættu
einnig Pétur Laxdal og Kristján
Sveinsson, sem báðir voru þá í
Verkamannafélaginu Fram. Eru
þeir óefað aðal hvatamenn að
stofnun félagsins.
Stofnendur urðu 21 kona. Þegar
þetta er ritað, er aðeins ein kona
af stofnendunum eftir, sem virkur
félagi. Það er Pálína Bergsdóttir.
Lengst hefur verið formaður
Hólmfríður Jónasdóttir (15 ár), en
í stjórn full 20 ár.
Félagssvæðið er Sauðárkrókur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
13. febrúar 1943.
Aðalstörf félagsins hafa að
sjálfsögðu snúizt um að bæta kjör
vinnandi kvenna. Var það einkum
erfitt, meðan atvinnuleysi herjaði.
Á ýmsu hefur gengið. Þann 19.
júní 1931 voru konurnar t. d.
neyddar til að lækka þágildandi
taxta félagsins úr kr. 0,75 í dagv.
í 0,70, eftirv, úr 0,90 í 0,85 og helgi-
dagav. úr 1.20 í 0,95 til að gera
Eggert Jónssyni útg.m. kleift að
láta verka hér saltfisk. — En kon-
urnar settu fram nokkur skilyrði
gegn lækkun taxtans. Voru þau
þessi: Að verkuð yrðu minnst 2000
skpd. Að félagar Öldunnar sætu
fyrir vinnu. Að konur við fiskþvott
hafi skýli og þeim séu lögð til
áhöld.
Séu þessi ákvæði brotin, gildi
hinn almenni taxti félagsins fyrir
alla vinnuna.
Þessu líkt hefur ekki gerzt oftar,
enda félagið tekið af skarið og ekki
látið bjóða sér slíkt.
Þó var þeim konum, sem mest
beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauð-
árkróki sumarið 1934, neitað um
vinnu á staðnum.
Nú hin síðari ár hafa samningar
gengið friðsamlega, enda höfum
við átt góðan bakhjarl, þar sem
eru stóru félögin í Reykjavík, Hafn-
arfirði, Akureyri og Siglufirði. Þau
hafa staðið í fylkingarbrjósti fyrir
okkur, smærri félögin, svo að segja
má, að við höfum oft þegið kjara-
bæturnar svo til fyrirhafnarlítið úr
höndum þeirra. Fyrir það eiga þau
skilið þökk og heiður allra sannra
verkalýðsfélaga. Sama er að segja
um samvinnuna við Verkamanna-
félagið Fram. Með Öldunni og
Fram hafa verið ágæt samskipti.
Félagar úr Fram voru hjálparhella
okkar til að stíga fyrsta skrefið,
93
Hólmfríður Jónasdóttir
saman sitjum við við samninga-
borð og eigum samstarf um ýmis
mál.
Félagskonur í Öldunni eru nú
um 170.
Núverandi stjórn skipa þessar
konur:
Hólmfríður Jónasdóttir, form.,
Finney Reginbaldursdóttir, Hulda
Sigurbjörnsdóttir, Aðalheiður
Árnadóttir og Þórey Guðmunds-
dóttir.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
Hafnarfirði
Félagið er stofnað 9. september
árið 1943 í Rafha í Hafnarfirði.
Fyrsti formaður þess var Magn-
ús Guðjónsson.
Magnús Guðjónsson