Vinnan - 01.05.1966, Síða 96
Með honum í fyrstu stjórninni
voru Sigurjón Vilhjálmsson, Jón
Sigurðsson, Guðni Eyjólfsson og
Magnús Ögmundsson.
Það var starfsfólk Raftækja-
verksmiðjunnar Rafha, sem beitti
sér fyrir stofnun félagsins.
Lengst allra hefur verið formað-
ur félagsins Magnús Guðjónsson.
Samkvæmt ákvæðum félagslaga
er lögsagnarumdæmi Hafnarfjarð-
ar og Garðahreppur félagssvæði
„Iðju“ í Hafnarfirði.
Strax á stofnfundi var samþykkt
að sækja um inngöngu í Alþýðu-
samband íslands.
Félagsmenn eru nú um sextíu.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Magnús Guðjónsson, formaður,
Sveinbjörn Pálmason, Jóhann Páls-
son, Þóroddur Gissurarson, Klara
Þórðardóttir.
Verkalýðsfélagið Flóki, Haganesvík
Félagið er stofnað 5. júní 1943 að
Ketilási í Fljótum.
Fyrsti formaður þess var Sæ-
mundur Hermannsson frá Mói.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru Sæmundur Hermanns-
son og Sigurjón Gíslason og nokkr-
ir aðrir áhugamenn í héraði.
Lengst hefur verið formaður Har-
aldur Hermannsson.
Félagssvæðið nær samkvæmt lög-
um félagsins yfir Holts-, Haganes-
og Fellshreppa.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið árið 1943.
Tildrög til stofnunar félagsins
Sæmundur Hermannsson
---------- i/innan -------------
voru einkum þau, að þegar Skeiðs-
fossvirkjunin var byggð, var ekkert
verkalýðsfélag til á þessu svæði, og
nutu því verkamenn hér ekki sömu
réttinda og félagsbundnir menn frá
öðrum stöðum. Af því tilefni var
Verkamannafélagið Flóki stofnað.
Eftir það hafa verkamenn í Fljót-
um notið svipaðra réttinda og
aðrir verkamenn hafa notið al-
mennt í landinu.
Árið 1961 óskuðu nokkrar verka-
konur á félagssvæðinu inngöngu í
félagið. Var það samþykkt á fé-
lagsfundi, og nafninu þá jafn-
framt breytt í Verkalýðsfélagið
Flóki.
Félagsmannatala Flóka er nú
nær 50.
Sigmundur Jónsson
Núverandi stjórnarmenn eru:
Sigmundur Jónsson form., Þór-
arinn Guðvarðsson, Haraldur Her-
mannsson, Jón K. Ólafsson og Guð-
mundur Pálsson.
Vélstjórafélagið Gerpir,
Neskaupstað
Félagið er stofnað 2. október ár-
ið 1942 í góðtemplarahúsinu, Nes-
kaupstað.
Fyrsti formaður þess var Sig-
finnur Karlsson.
Með honum voru í stjórninni:
Eiríkur Ásmundsson gjaldkeri og
Bjarni Runólfsson ritari.
í varastjórn voru: Bjarni Þórð-
arson varaform., Hermann Krist-
insson og Sigurður Gunnarsson.
Frumkvæði að félagsstofnun áttu
Sigfínnur Karlsson
Sigfinnur Karlsson, Bjarni Þórð-
arson og Eiríkur Ásmundsson.
Lengst hefur Sigfinnur Karls-
son verið formaður félagsins, eða í
12 ár. Hann fluttist þá í Verkalýðs-
félag Norðfirðinga.
Félagssvæðið er Neskaupstaður.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið á Alþýðusambandsþingi haustið
1942.
í nóvember 1942, rétt eftir stofn-
un félagsins, hóf það samningaum-
leitanir fyrir vélstjóra á fiskibát-
um. Samningarnir strönduðu og
kom þá héraðssáttasemjarinn, Karl
Finnbogason, skólastjóri á Seyðis-
firði, í málið.
Kröfur félagsins voru þær, að
fyrsti vélstjóri fengi iy4 hlut, og
annar vélstjóri 1 y8 hlut.
Þann 6. janúar 1943 náðist sam-
komulag fyrir milligöngu sátta-
semjara.
Félagið hefur samið fyrir alla
vélstjóra í Neskaupstað, síðan það
var stofnað, og hefur það verið að-
alstarf þess fram á þennan dag.
Að öðru leyti hefur félagið átt ým-
iskonar samstarf við önnur stéttar-
félög hér og í Alþýðusambandi
Austurlands.
Oft hafa orðið hér átök um
samninga við útvegsmenn, sérstak-
lega á siglingabátunum á stríðsár-
unum, en það verður ekki rakið
nánar að sinni.
Félagsmenn eru nú rúmlega 30.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Stefán Pétursson formaður, Ólafur
Eiríksson, Hj örtur Arnfinnsson,
Sigfús Jónsson, Guðmundur Helga-
son og Vilhjálmur Sigurðsson.