Vinnan - 01.05.1966, Page 98
96
Vi
inncin
Kristján Hannesson
Þann 18. október það ár er for-
maður félagsins Jóhann L. Einars-
son kosinn fulltrúi á 13. þing Al-
þýðusambands íslands, sem hefjast
á í Reykjavík hinn 29. okt.
Verkalýðsfélag Tálknafjarðar vex
upp með Tunguþorpinu, og félags-
fólkið er allt þátttakandi í því upp-
byggingarstarfi undir aðalforustu
Alberts Guðmundssonar. Þar kem-
ur annar félagsskapur fólksins
einnig mjög við sögu, n. fl. Kaup-
félagið.
Á tímabili fer félagið nokkuð
eigin leiðir í kaupgjalds- og kjara-
málum, en hin síðari ár hefur það
tekið upp nánara samstarf við önn-
ur verkalýðsfélög á Vestfjörðum og
við Alþýðusamband Vestfjarða.
Félagsmenn eru nú nær 50.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Kristján Hannesson varaform.,
(Gegnir formannsstörfum, þar eð
formaður, • Einar Brandsson, er
fluttur af félagssvæðinu.).
Aðrir í stjórn eru: Páll Guðlaugs-
son, Björgvin Sigurbjörnsson, Guð-
mundur S. Guðmundsson, Gunn-
björn Ólafsson.
Verkalýffs og sjómannafélag
Stöffvarfjarffar
Félagið er stofnað 24. ágúst árið
1944 í barnaskólahúsinu á Stöðv-
arfirði.
Fyrsti formaður þess var Kristinn
B. Helgason og með honum í
stjórn Kristján E. Jónsson og Jón
V. Kristjánsson.
Forgöngu að stofnun félagsins
hafði einkum Jóhannes Stefáns-
son, Neskaupstað, en hann var þá
erindreki Alþýðusambands Aust-
fjarða. Á stofnfundinum mætti
einnig Lúðvík Jósepsson og flutti
erindi um atvinnumál.
Stofnendur voru 24.
Lengst hefur verið formaður
Guðmundur Björnsson.
Félagssvæðið er Stöðvarhreppur.
í Alþýðusamband íslands gekk
félagið strax 1944. Sú ákvörðun var
tekin á stofnfundi.
Kristinn B. Helgason
Guðmundur Björnsson
Félagið hefur látið flest umbóta-
mál hreppsfélagsins til sín taka og
stundum átt frumkvæði að fram-
kvæmdum í atvinnumálum Stöðv-
arhrepps.
Félagsmenn eru nú um 60.
Núverandi stjórn skipa þessir
menn:
Guðmundur Björnsson, formað-
ur, Örn Friðgeirsson, Þorsteinn
Kristjánsson og Magnús Gíslason.
Verkamannafélagið Farsæll,
Hofsósi
Félagið var stofnað 31. janúar
1934 í ungmennafélagshúsinu
Skjaldborg á Hofsósi.
Fyrsti formaður þess var Pétur
Jónsson, Þangstöðum Hofsósi.
Með honum voru í fyrstu stjórn-
inni Kristján Ágústsson gjaldkeri
og Björn Björnsson ritari.
Stofnendur félagsins voru: Ás-
geir Blöndal Siglufirði, Pétur Lax-
dal Sauðárkróki sendir af Alþýðu-
sambandi Norðurlands, og heima-
menn: Pétur Jónsson, Kristján
Ágústsson, Björn Björnsson, Guðni
Þórarinsson, Páll Þorkelsson,
Helgi Sigmundsson, Friðvin Björns-
son, Kristján Guðmundsson, Þor-
gils Þórðarson, Jón Ágústsson,
Gísli Benjamínsson, Þorsteinn
Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Erlend-
ur Kristinsson, Þorgrímur Her-
mannsson, Jóhann Skúlason, Gísli
Gíslason, Baldvin Ágústsson, Ing-
ólfur Sigmarsson, Steinn Sigvalda-
son, Matthías Rögnvaldsson, Bjarni
Sigmundsson, Friðjón Jónsson,
Ingólfur Þorleifsson, Sigvaldi
Steinsson, Einar Björnsson, Björn
Jónsson, Jón Tómasson, Sigmund-
ur Sigmundsson og Anton Þorleifs-
son.
Lengst hafa verið formenn fé-
lagsins þeir Kristján Ágústsson,
Jóhann Eiríksson og Björn Þor-
grímsson sín 6 árin hver.
Félagssvæðið er Hofsós og Hofs-
hreppur.
Félagið gekk í Alþýðusamband-
ið 22. nóvember árið 1944.
í félaginu hafa jafnan verið
landverkamenn, sjómenn og smá-
bændur.
Það hefur alla tíð verið aðal bar-
áttumál félagsins að reyna að
stytta atvinnuleysistíma hvers árs,
sem oft er 5—7 mánuðir.
Það gengur eins og rauður þráð-
ur gegnum alla sögu félagsins, að
hér þurfi að koma örugg bátahöfn,