Vinnan - 01.05.1966, Síða 99

Vinnan - 01.05.1966, Síða 99
innan enda er það höfuðskilyrði þess, að atvinna geti blómgast hér, og að þeir, sem útgerð stunda, geti haft báta sína á staðnum. En fram til þessa hafa bátar ekki verið ör- uggir hér, nema svona 4 mánuði á ári. Það er því enn sem áður aðal- verkefni félagsins til atvinnuör- yggis, að knýja fram fullnægjandi úrbætur í hafnarmálum. Félagsmenn eru nú um 75. Núverandi félagsstjórn skipa: Þórður Kristjánsson form., Guð- mundur Kristjánsson, Hjalti Gísla- son, Jónas Hálfdánarson og Björg- vin Einarsson. Verkalýðsfélag Vatnsleysustrand- arhrepps Það er stofnað 29. desember 1944 í Kirkjuhvoli, samkomuhúsi Ung- mennafélagsins Þróttar á Vatns- leysuströnd. Fyrsti formaður þess var Guð- mundur Þórarinsson Skjaldarkoti. Ritari Stefán Hallsson, gjaldkeri Ólafur Petersen, vararitari Guð- mundur Sæmundsson og varagjald- keri Helgi Davíðsson. Guðmundur Þórarinsson beitti sér fyrir stofnun félagsins. Stofn- endur voru 43. Lengst hefur verið formaður Sveinn Pétursson, Barmi. Félagssvæðið er Vatnsleysu- strandarhreppur. Um inngöngu í Alþýðusamband- ið sótti félagið strax á stofnfundi. Yfirleytt má segja, að skilningur hafi verið góður hjá atvinnurek- endum á málefnum félagsins. Guðmundur Þórarinsson Þegar hafnargerðin í Vogum var á byrjunarstigi, var farið fram á, að verkamenn lánuðu hluta af kaupi sínu. Samþykkti félagið, að þeir verkamenn, sem ynnu við hafnargerðina, lánuðu 10% af kaupi sínu til 6 ára með 3% vöxt- um. — Boðaði stjórn Verkalýðsfé- lagsins hreppsnefndina á fund sinn og benti þar á, að gefin skyldu út skuldabréf með þessum kjörum vegna lánshluta vinnulaunanna. Var að þessu ráði horfið, og komst skriður á hafnargerðina. Við bætta hafnaraðstöðu efldist atvinnulífið og atvinnumöguleikar verkafólks bötnuðu. Félagsmenn eru nú nær 50. Núverandi stjórn félagsins skipa: Jón Bjarnason, form., Jón Guð- Jón Bjarnason brandsson, Steinar Rafnsson og Reynir Brynjólfsson. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga Félagið er stofnað 16. febrúar árið 1934 á Borðeyri. Fyrsti formaður þess var Björn Kristmundsson, Borðeyri, og í fyrstu stjórn með honum voru: Guðlaugur Jónsson, Borðeyri rit- ari, Helgi Þórðarson, Gilsstöðum, gjaldkeri, Jónas Benónýsson frá Laxárdal varaformaður, nú fulltrúi hjá Búnaðarbanka íslands í Reykjavík. Á honum hvíldu for- mannsstörfin vegna fjarveru for- manns, þegar mest á reyndi fyrsta árið. Stofnendur voru 12, búsettir á Borðeyri og í næsta nágrenni. Stofnfundinn sat erindreki Björn Kristmundsson Verkalýðssambands Norðurlands, Þóroddur Guðmundsson á Siglu- firði, og hefur hann sennilega haft forgöngu um stofnun félagsins. Lengst hefur verið formaður fé- lagsins Rögnvaldur Helgason, eða í 8 ár. Félagssvæðið er Bæjarhreppur og Staðarhreppur við Hrútafjörð. í Alþýðusambandið gekk félagið 1. apríl 1945. Átök urðu mikil og söguleg út af fyrstu kjarasamningum félagsins, en þeir urðu tilefni hinnar svo- nefndu Borðeyrardeilu. Gerð var ályktun um kauptaxta í skipavinnu og vegavinnu. Síðan er skipavinnu- taxtanum breytt í von um friðsam- lega samninga við Kaupfélagið. Á seinna fundi er rætt um að undir- búa vinnustöðvun við e. s. Brúar- foss, hafi samningar ekki tekizt. Af þeirri vinnustöðvun varð þó ekki. En 6. maí er haldinn fundur, þar eð samningar höfðu ekki tekizt. Það, sem á milli bar, var forgangs- réttur félagsmanna til vinnu, frem- ur en kaupið. Á þessum fundi mættu 14 af 22, sem þá voru i félaginu. Ályktun fundarins um kaupsamningana var svohljóðandi: „Fundurinn gefur stjórn Kaup- félags Hrútfirðinga kost á frið- samlegum samningum nú þegar að afloknum fundi, ennfremur, ef samningar ekki nást, ákveður fund- urinn verkfall við e. s. Lagarfoss". — Samþykkt í einu hljóði. — Sam- komulag náðist ekki. Lagarfoss kom 7. maí og lýsti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.