Vinnan - 01.05.1966, Síða 99
innan
enda er það höfuðskilyrði þess, að
atvinna geti blómgast hér, og að
þeir, sem útgerð stunda, geti haft
báta sína á staðnum. En fram til
þessa hafa bátar ekki verið ör-
uggir hér, nema svona 4 mánuði á
ári. Það er því enn sem áður aðal-
verkefni félagsins til atvinnuör-
yggis, að knýja fram fullnægjandi
úrbætur í hafnarmálum.
Félagsmenn eru nú um 75.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Þórður Kristjánsson form., Guð-
mundur Kristjánsson, Hjalti Gísla-
son, Jónas Hálfdánarson og Björg-
vin Einarsson.
Verkalýðsfélag Vatnsleysustrand-
arhrepps
Það er stofnað 29. desember 1944
í Kirkjuhvoli, samkomuhúsi Ung-
mennafélagsins Þróttar á Vatns-
leysuströnd.
Fyrsti formaður þess var Guð-
mundur Þórarinsson Skjaldarkoti.
Ritari Stefán Hallsson, gjaldkeri
Ólafur Petersen, vararitari Guð-
mundur Sæmundsson og varagjald-
keri Helgi Davíðsson.
Guðmundur Þórarinsson beitti
sér fyrir stofnun félagsins. Stofn-
endur voru 43.
Lengst hefur verið formaður
Sveinn Pétursson, Barmi.
Félagssvæðið er Vatnsleysu-
strandarhreppur.
Um inngöngu í Alþýðusamband-
ið sótti félagið strax á stofnfundi.
Yfirleytt má segja, að skilningur
hafi verið góður hjá atvinnurek-
endum á málefnum félagsins.
Guðmundur Þórarinsson
Þegar hafnargerðin í Vogum var
á byrjunarstigi, var farið fram á,
að verkamenn lánuðu hluta af
kaupi sínu. Samþykkti félagið, að
þeir verkamenn, sem ynnu við
hafnargerðina, lánuðu 10% af
kaupi sínu til 6 ára með 3% vöxt-
um. — Boðaði stjórn Verkalýðsfé-
lagsins hreppsnefndina á fund sinn
og benti þar á, að gefin skyldu út
skuldabréf með þessum kjörum
vegna lánshluta vinnulaunanna.
Var að þessu ráði horfið, og komst
skriður á hafnargerðina. Við bætta
hafnaraðstöðu efldist atvinnulífið
og atvinnumöguleikar verkafólks
bötnuðu.
Félagsmenn eru nú nær 50.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Jón Bjarnason, form., Jón Guð-
Jón Bjarnason
brandsson, Steinar Rafnsson og
Reynir Brynjólfsson.
Verkalýðsfélag Hrútfirðinga
Félagið er stofnað 16. febrúar
árið 1934 á Borðeyri.
Fyrsti formaður þess var Björn
Kristmundsson, Borðeyri, og í
fyrstu stjórn með honum voru:
Guðlaugur Jónsson, Borðeyri rit-
ari, Helgi Þórðarson, Gilsstöðum,
gjaldkeri, Jónas Benónýsson frá
Laxárdal varaformaður, nú fulltrúi
hjá Búnaðarbanka íslands í
Reykjavík. Á honum hvíldu for-
mannsstörfin vegna fjarveru for-
manns, þegar mest á reyndi fyrsta
árið.
Stofnendur voru 12, búsettir á
Borðeyri og í næsta nágrenni.
Stofnfundinn sat erindreki
Björn Kristmundsson
Verkalýðssambands Norðurlands,
Þóroddur Guðmundsson á Siglu-
firði, og hefur hann sennilega haft
forgöngu um stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Rögnvaldur Helgason, eða
í 8 ár.
Félagssvæðið er Bæjarhreppur
og Staðarhreppur við Hrútafjörð.
í Alþýðusambandið gekk félagið
1. apríl 1945.
Átök urðu mikil og söguleg út af
fyrstu kjarasamningum félagsins,
en þeir urðu tilefni hinnar svo-
nefndu Borðeyrardeilu. Gerð var
ályktun um kauptaxta í skipavinnu
og vegavinnu. Síðan er skipavinnu-
taxtanum breytt í von um friðsam-
lega samninga við Kaupfélagið. Á
seinna fundi er rætt um að undir-
búa vinnustöðvun við e. s. Brúar-
foss, hafi samningar ekki tekizt.
Af þeirri vinnustöðvun varð þó
ekki.
En 6. maí er haldinn fundur, þar
eð samningar höfðu ekki tekizt.
Það, sem á milli bar, var forgangs-
réttur félagsmanna til vinnu, frem-
ur en kaupið.
Á þessum fundi mættu 14 af
22, sem þá voru i félaginu. Ályktun
fundarins um kaupsamningana var
svohljóðandi:
„Fundurinn gefur stjórn Kaup-
félags Hrútfirðinga kost á frið-
samlegum samningum nú þegar að
afloknum fundi, ennfremur, ef
samningar ekki nást, ákveður fund-
urinn verkfall við e. s. Lagarfoss".
— Samþykkt í einu hljóði. — Sam-
komulag náðist ekki.
Lagarfoss kom 7. maí og lýsti