Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 101
Vi
iniian
99
Sigursveinn H. Jóhannesson
Verzlunarinnar Veiðimaðurinn við
Lækjartorg.
Með honum í voru í stjórninni
Hörður Jóhannesson ritari og Ágúst
Hákonsson gjaldkeri.
Stofnendur voru 16. Albert Er-
lingsson mun hafa beitt sér fyrir
stofnun félagsins.
Lengst allra hefur Lárus Bjarn-
freðsson verið formaður félagsins.
Félagssvæði er Reykjavík, Kópa-
vogur og Seltjarnarneshreppur.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands 14. febrúar árið 1947.
Þess er helzt að minnast úr sögu
félagsins í sem allra fæstum orð-
um, að það fær fyrstu raunveru-
legu viðurkenningu sem stéttar-
félag með samningum við atvinnu-
rekendur árið 1933. Það gengur í
heildarsamtök verkalýðsins árið
1947. Tekur þátt í mörgum harð-
vítugum verkföllum.
Minnisstæðust eru átökin frá
1952, ’55 og ’61. Félagið lendir eitt í
höggi við Vinnuveitendasambandið
1963, áður en nokkurt annað iðn-
sveinafélag hafði náð samningum
á því ári, og kemur út úr þeim á-
tökum með fullum sigri.
Siðast en ekki sízt má svo nefna
einn allra minnisstæðasta atburð-
inn í sögu félagsins, er það flytur
í eigið húsnæði að Laugavegi 18 í
Reykjavík árið 1962.
Félagsmenn eru nú rúmlega 100
að tölu.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Sigursveinn H. Jóhannesson,
formaður, Jón D. Jónsson, Rúnar
Ágústsson, Símon Konráðsson og
Kristján Magnússon.
Verkalýðsfélag Skeggjastaða-
hrepps, Bakkafirði
Félagið er stofnað 23. nóv. 1921.
Það gekk í Alþýðusamband ís-
lands 21. apríl árið 1947.
Félagatala er um 25.
Núverandi formaður er Jón H.
Marinósson.
Sveinafélag járniðnaðarmanna,
Akureyri
Erfitt hefur reynzt að hafa upp
á öruggum upplýsingum um fyrstu
ár félagsins, þar sem gjörðarbækur
fram til ársins 1952 virðast glat-
aðar.
Félagið mun vera stofnað árið
1940 að Hótel Akureyri.
Fyrsti formaður þess var Stein-
grímur Sigurðsson járnsmiður. En
aðrir í stjórn voru í ritarasæti Al-
bert Sölvason ketil- og plötusmiður
og sæti gjaldkera Eggert Stefáns-
son vélvirki.
Auk fyrrnefndra manna voru
stofnendur og aðalhvatamenn að
stofnun félagsins Alfreð Möller
rennismiður, Steingrímur Guð-
mundsson vélsmiður, Hallur Helga-
son ketil- og plötusmiður og Stefán
Halldórsson vélsmiður, og er hann
enn í félaginu (1966).
Stefán Snæbjörnsson vélvirki
hefur allra manna lengst verið
formaður félagsins, eða um 12 ára
skeið.
Félagssvæðið er lögsagnarum-
dæmi Akureyrar og nágrenni.
Það var á árinu 1947, að félag—
ið gekk í Alþýðusamband íslands.
Steingrimur Sigurðsson
Halldór Arason
Þann 20. nóvember 1963 lagði
félagið fram 50 þúsund krónur til
bættrar menntunar járniðnaðar-
manna og er upphæð þessari ætl-
að að ganga til Forskóla í járn-
iðnaði á Akureyri.
Kjarabarátta félagsins hefur ver-
ið með líku sniði og hjá öðrum
stéttarfélögum, og hafa viðsemj-
endur þess lengstum verið hver
einstaklingur eða atvinnurekandi
í járniðnaði. En á árinu 1964 stofn-
uðu atvinnurekendur með sér fé-
lag, Meistarafélag járniðnaðar-
manna, sem síðan hefur verið eini
viðsemjandinn.
Félagsmenn eru nú 74.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Halldór Arason, form., Hreinn
Ófeigsson, Árni Bjarman, Hall-
grímur Baldvinsson og Gestur
Hjaltason.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Mlðneshrepps
Félagið er stofnað 2. janúar 1949
í samkomuhúsinu í Sandgerði.
Fyrsti formaður var Karl Bjarna-
son og með honum í stjórn Margeir
Sigurðsson ritari, Elías Guðmunds-
son gjaldkeri, Valdimar Valdimars-
son og Magnús Hannesson með-
stjórnendur.
Þótt Verkalýðs- og sjómanna-
félag Miðneshrepps sé stofnað i árs-
byrjun 1942, er rétt að upplýsa, að
verkalýðsfélög höfðu áður starfað
á félagssvæðinu.
Hinn 10. október 1929 var stofn-
að verkalýðsfélag, er nefnt var
Verkalýðsfélag Sandgerðis. Félag