Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 102
innan
Karl Bjarnason
þetta var stofnað fyrir forgöngu
Siguringa Hjörleifssonar kennara
og var fyrsti formaður þess félags
Guðjón Jónsson. Það starfaði fram-
undir árslok 1936. Er seinasta fund-
argerð þess frá 19. október 1936. —
Ekki er vitað, hvort það gekk í
Alþýðusambandið.
Frá þeim tíma og fram til 18.
nóvember 1940 var ekkert verka-
lýðsfélag starfandi í Sandgerði, en
þann dag var ákveðið, að félags-
svæði Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Gerðahrepps skyldi ná yfir
Gerða- og Miðneshrepp, og nefnd-
ist félagið eftir það Verkalýðs- og
sjómannafélag Gerða- og Miðnes-
hrepps. — Jón Sigurðsson erind-
reki Alþýðusambandsins var
mættur á fundinum, og mun hafa
stuðlað að þessari breytingu.
Fyrsti formaður þessa sameig-
inlega félags var Ríkharður Sum-
arliðason. Þetta sameiginlega félag
starfaði fram til ársloka 1948.
Á félagsfundi 12. des. 1948 kom
fram tillaga um að skipta félaginu,
og fór fram allsherjaratkvæða-
greiðsla um hana. Tillagan var
samþykkt. Samkvæmt því boðaði
stjórn Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Gerða- og Miðneshrepps til
fundar í samkomuhúsinu í Sand-
gerði 2. jan. 1949, og var Verkalýðs-
og sjómannafélag Miðneshrepps þá
formlega stofnað, eins og fyrr segir.
Lengst hefur verið formaður
Maron Björnsson.
Félagssvæðið er Miðneshreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
3. janúar 1949.
Einn merkasti atburður í sögu
Maron Björnsson
félagsins er málaferlin við útgerð-
armenn í Sandgerði 1962. Þau
snerust um sildveiðikjörin og færðu
dómsniðurstöður sjómönnum á
síldveiðibátum frá Sandgerði ca. 3
milljónir króna. Málaferli þessi
vöktu á sínum tíma mikla athygli
víða um land og höfðu áhrif á end-
anlegt uppgjör við sjómenn á ýms-
um stöðum sbr. skýrslu A.S.Í. 1962.
Félagsmenn eru nú um 200.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Maron Björnsson, form., Bjarni
G. Sigurðsson, Þór Helgason og
Hjalti Jónsson.
Iðnsveinaféiag Keflavíkur
Félagið er stofnað 20. desember
árið 1942 að Heiðarvegi 17, heim-
ili Helga Kristjánssonar, Keflavík.
Bjarni Guðmundsson
Fyrsti formaður þess var Bjarni
Guðmundsson trésmiður.
í stjórninni með honum voru:
Jón Pálsson gjaldkeri og Jón Jóns-
son ritari.
Auk þeirra þriggja, sem nú hafa
verið nefndir, voru þessir meðal
forgöngumanna og stofnenda fé-
lagsins: Guðjón Klemenzson tré-
smiður, Pétur Damm, trésmiður,
Helgi Kristjánsson járnsmiður,
Magnús Björnsson járnsmiður og
Björn Magnússon járnsmiður.
í fyrstu nefndist félagið Járn- og
trésmiðafélag Keflavíkur. Nafninu
var breytt í núverandi form 24.
nóvember 1947.
Lengst hefur verið formaður
Magnús Þorvaldsson húsasmiður,
eða í 6 ár.
Félagssvæðið er Keflavíkurbær
og Njarðvíkurhreppur.
Samþykkt var á félagsfundi 28.
janúar 1949 að sækja um inntöku
í Alþýðusambandið, og var já-
kvætt svar A.S.Í. tilkynnt á aðal-
fundi 6. marz sama ár.
Framangreindir stofnendur munu
flestir hafa verið í Iðnaðarmanna-
félagi Keflavíkur. Innan þess hafði
margoft verið rætt um, að bæta
þyrfti kaup og kjör félagsmanna,
ekki sízt með tilliti til þess, að kjör
iðnaðarmanna í Keflavík og ná-
grenni voru snöggt um lakari en í
Reykjavík.
Hugmynd þessi fékk algerlega
neikvæðar undirtektir hjá stjórn
Iðnaðarmannafélagsins.
Þetta gerðist á tímum gerðar-
dómslaganna, og taldi stjórn Iðn-
aðarmannafélagsins algerlega ó-
Oddbergur Eiríksson