Vinnan - 01.05.1966, Page 103
u
innan
101
tímabært að ræða um kauphækk-
anir.
Vegna þessarar afstöðu stjórnar
Iðnaðarmannafélagsins, gengu
nokkrir menn úr því og stofnuðu
stéttarfélag, er þeir nefndu: Járn-
og trésmiðafélag Keflavíkur, eins
og fyrr segir.
Fyrsta verkefni þessa nýja fé-
lags var svo það að hefja baráttu
fyrir bættum kjörum félagsmanna,
og tókst að ná árangri í því efni
með öflugum stuðningi Alþýðu-
sambands íslands.
Telja má raunar, að ofangreind-
ur sigur sé einna markverðastur í
sögu félagsins, þvi að með þessu
var félagið viðurkennt sem samn-
ingsaðili, og samræming fékkst á
kjörum okkar miðað við Reykjavík.
í félaginu eru nú um 60 félags-
menn.
Núverandi stjórn skipa: Odd-
bergur Eiríksson, form., Herbert
Árnason, Sveinn Sæmundsson og
Þórhallur Guðjónsson.
Ökuþór, Selfossi
Félagið er stofnað þriðjudaginn
20. febrúar árið 1945 í Selfossbíó.
Fyrsti formaður þess var Stein-
dór Sigursteinsson.
Með honum í fyrstu stjórn voru:
Karl Eiríksson ritari og Jón Ing-
varsson gjaldkeri.
Helztu forgangsmenn að stofnun
félagsins voru þeir Jón Ingvars-
son, Karl Eiríksson og Brynjólfur
Valdimarsson.
Lengst hefur Brynjólfur Valdi-
marsson verið formaður félagsins.
Steindór Sigursteinsson
Jón Bjarnason
Samkvæmt lögum félagsins er
félagssvæðið Selfosshreppur.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands árið 1950.
Félagsmenn eru nú um 50.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Ólafur Nikulásson, form., Jón
Franklínsson, Jón Halldórsson og
Kjartan Ögmundsson.
Verkalýðsfélagið Hörður, Hvalfirði
Félagið er stofnað 15. maí árið
1949 að Miðsandi í Hvalfirði.
Fyrsti formaður þess var Jón
Bjarnason.
í fyrstu stjórninni með honum
voru Halldór Sigurðsson ritari og
Guðbrandur Thorlacius gjaldkeri.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
Ólafur Nikulásson
Stefán G. Stefánsson
lagsins voru Jón Bjarnason og
Gísli Brynjólfsson.
Lengst hefur verið félagsformað-
ur Guðmundur Ólafsson.
Félagssvæðið er samkvæmt á-
kvæðum félagslaga Strandar-
hreppur.
Hörður gekk í Alþýðusambandið
árið 1950.
Aðalstarfsemin, sem fram fer á
félagssvæðinu, er í sambandi við
starfrækslu olíustöðvarinnar og
vegna reksturs hvalstöðvarinnar.
Kaupgjaltí á félagssvæði Harðar er
mjög í samræmi við við kaupið á
Akranesi og í Reykjavík.
Félagsmenn eru nú um 25.
Núverandi stjórn skipa:
Stefán G. Stefánsson, form.,
Helgi Sigurðsson, Guðmundur Ól-
afsson og Árni Ólafsson.
Verkamannafélag Rangæinga
Það er stofnað 8. júní árið 1950.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands 20. nóvember árið 1950.
Félagsmannatala er um 30.
Núverandi formaður er Jóhann
Björnsson.
Bifreiðastjórafélagið Neisti,
Hafnarfirði
Félagið var stofnað miðvikudag-
inn 21. ágúst 1946 í Hafnarfirði.
Fyrsti formaður þess var Berg-
þór K. M. Albertsson. Aðrir í stjórn-
inni voru: Magnús Guðmundsson
ritari og Garðar Benediktsson
gjaldkeri. í varastjórn voru Kristj-
án Jónsson, Stefán Þorleifsson og
Árni Benjamínsson.