Vinnan - 01.05.1966, Side 104
102
Bersþór Albertsson
Björgrin Þórðarson
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins auk þeirra, sem þegar eru
nefndir, voru: Hallgrímur Björns-
son, Ólafur Haraldsson, Sveinn
Jónsson, Sævar Jónsson, Guðmund-
ur Ólafsson, Ólafur S. Ólafsson,
Bjarni V. Björnsson, Sveinbjörn
Enoksson, Halldór Jóhannesson,
Ólafur Vilhjálmsson, Ingvi Jó-
hannesson.
Stofnendur voru alls 17.
Lengst hafa verið formenn Berg-
þór Albertsson og Jóhann Gestsson,
fimm ár hvor.
Félagssvæðið er lögsagnarum-
dæmi Hafnarfj. og Garðahreppur.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands árið 1950.
Neisti hefur í samstarfi við önn-
ur bílstjórafélög staðið vörð um
réttindi félagsmanna og sífellt
----------- Uinnan ---------------
reynt að bæta starfsaðstöðu þeirra
og launakj ör.
Félagsmenn eru nú um 40.
Núverandi stjórn skipa:
Björgvin Þórðarson, form., Jó-
hann Bergþórsson og Valgarð Sig-
marsson.
Verkalýðsfélag Nesjahrepps,
Austur Skaftafellssýslu
Félagið er stofnað 28. desember
árið 1950.
Þá hét það Bifreiðastjórafélag
Nesjahrepps. Síðan var nafninu
breytt í núverandi form.
Verkalýðsfélag Nesjahrepps gekk
í Alþýðusamband íslands 26. febrú-
ar árið 1951.
BifreiSastjárafélagið Fylkir,
Keflavík
Bifreiðastjórafélagið Fylkir er
stofnað 2. nóvember árið 1951.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands 21. janúar árið 1952.
Félagatala er nú um 65.
Núverandi formaður er Júlíus
Daníelsson.
vvrk?|vðsfélafrið Samherjar
Félae:ið er stofnað 15. desember
árið 1951 í samkomuhúsinu við
Hrífunes í Vestur-Skaftafehssýslu.
Fyrst.i formaður þess var Árni Þ.
Jónsson.
Aðrir í stjórn með honum voru
Böðvar Jónsson, ritari, Tómas
Gíslason. gialdkeri, og meðstjórn-
endur Sveinn R. Gunnarsson og
Árni Jóhannesson.
Stofnendur voru 55 að tölu, og
munu þeir Sigurgeir .Tóhannesson,
Böðvar Jónsson og Árni Þ. Jóns-
son hafa haft aðal forgöngu að fé-
lagsstofnun.
Lengst hefur verið formaður fé-
lae-sins Árni Þ. Jónsson.
Félagssvæðið er samkvæmt á-
kvæðum félagslaga Álftavers-
hreDDur, Skaftártunguhreppur og
Leiðva llarhreppur.
í AlbÝðusambandið gekk félag-
ið 19. fehrúar árið 1952.
Unphaflega var félagið í senn
verkalýðs- og bifreiðastiórnfélag.
Það var sérstakleaa til þess
stofnað að sporna við ð<mugi utan-
aðkomandi manna og bíla, begar
um vega- og brúarvinnu var að
ræða — það er, ætlunin var að
tryggia heimafólki forgangsrétt að
slíkri vinnu. Þá var nefnilega margt
Árni Þ. Jónsson
af ungu fólki heima í byggðarlag-
inu og þurfti á vinnunni að halda.
Víst hefur á ýmsu gengið hjá fé-
laginu, en verður ekki hér rakið.
Vísast til bréfaviðskipta félags-
ins við Alþýðusambandið.
Félagsmenn eru nú nær 50.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Árni Þ. Jónsson, form., Sveinn
Gunnarsson, Böðvar Jónsson, Mar-
teinn Jóhannsson og Hilmar Gunn-
arsson.
VerkalýSsfélag Beruneshrepps,
SuSur-Múlasýslu
Félagið er stofnað 24. júní árið
1951.
Það gekk í Alþýðusamband ís-
lands 5. nóvember árið 1952.
Félagsmenn eru um 20.
Formaður er Hermann Guð-
mundsson.
Verkakvennafélagið Sigurvon,
Ölafsfirði
Félagið var stofnað 18. maí 1951.
Fyrsti formaður þess var Hulda
Kristjánsdóttir, og með henni í
stjórn voru Helga Eðvaldsdóttir og
Ingibjörg Jóhannesdóttir.
Áður voru konur sér-deild inn-
an Verkalýðs- og sjómannafélags
Ólafsfjarðar.
Lengst hefur verið formaður
Verkakvennafélagsins Sigurvonar
Líney Jónasdóttir.
Félagssvæðið er Ólafsfjarðar-
kaupstaður.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1952.