Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 105
Hulda Kristjánsdóttir
Líney Jónasdóttir
Félagið hefur reynt að vaka yfir
því, að kaup og kjör kvenna í Ólafs-
firði væru ekki lakari en í ná-
grenninu, og hefur það tekizt.
Að ýmsum framfaramálum bæj-
arins hefur félagið stutt í sam-
starfi við önnur félagssamtök.
Félagskonur eru nú um 70.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessar konur:
Líney Jónasdóttir form., Anna
Friðriksdóttir, Fjóla Víglundsdótt-
ir, Sigríður Kristinsdóttir.
Verkalýðsfélagið „Egiir,
Mýrasýslu
Félagið var var stofnað 17. maí
árið 1953.
Fyrsti formaður félagsins var
Árni Guðmundsson Gufuá.
U
innan
103
Ásamt honum voru í fyrstu fé-
lagsstjórn: Eggert Ólafsson, Kví-
um, ritari og Einar Sigurðsson, Mið-
garði, gjaldkeri.
Félagssvæðið er Mýrasýsla öll að
Borgarnesi undanskildu.
Áður en „Egill“ var stofnaður,
höfðu verið starfandi tvö verkalýðs-
félög á svæðinu: Verkalýðsfélag
Hvítársíðu og Hálsasveitar og
Verkalýðsfélag Norðdælinga. —
Þessi félög voru bæði lögð niður
við stofnun hins nýja félags, og
gengu félagsmenn þeirra beggja í
„Egil“.
í Alþýðusambandið gekk félagið
19. maí 1953.
Félagsmenn eru 12.
Núverandi stjórn „Egils“ skipa:
Snorri Þorsteinsson, Hvassafelli,
formaður, Daníel Eysteinsson,
Árni Guðmundsson
Snorri Þorsteinsson
Högnastöðum, ritari og Einar Sig-
urðsson, Miðgarði, gjaldkeri.
Verkakvennafélag Keflavíkur og
Njarðvíkur
Félagið er stofnað 10. júlí árið
1953 í Verkalýðshúsinu í Keflavík.
Fyrsti formaður þess var Vilborg
Auðunsdóttir.
Með henni voru í fyrstu stjórn:
Þuríður Halldórsdóttir varaform.,
Guðmunda Friðriksdóttir ritari,
Soffía Þorkelsdóttir gjaldkeri,
Hulda Brynjólfsdóttir fjármálarit-
ari.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru Vilborg Auðunsdóttir,
Dagbjört Ólafsdóttir, Hulda Brynj-
ólfsdóttir og nokkrar fleiri.
Lengst hefur verið formaður Vil-
borg Auðunsdóttir, eða óslitið frá
stofnun félagsins, að undanteknu
einu ári.
Félagssvæðið er Keflavík og
Njarðvíkur.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið á þingi A.S.Í. 1954.
Félagið hefur margoft orðið að
heyja verkföll til að knýja fram
leiðréttingu á kaupi og kjörum
verkakvenna eða til að vernda rétt
þeirra. Hefur félagið ýmist staðið
eitt í þessari baráttu eða verið í
samstarfi við önnur stéttarfélög.
Minnisstæð er fyrsta vinnustöðv-
unin, sem hófst 18. ágúst og stóð
yfir til 3 september. Félagið fór
eitt af stað, en litlu síðar kom
Akranesfélagið með og hófst þá
samstarf. Hlutverk þessarar vinnu-
stöðvunar var tilraun til að höggva
á þennan óleysanlega gordionshnút
kvennakaupsins. Það tókst að litlu
leyti. Niðurstaðan varð 13 aura
hækkun á almenna kaupinu og
karlmannskaup við blautfiskvinnu.
Haustið 1958, þann 2. okt. voru
undirritaðir kjarasamningar verka-
kvenna hjá sáttasemjara ríkisins
um 6% grunnkaupshækkun tíma-
kaups og 9i/2% hækkun ákvæðis-
vinnu við síldarsöltun. Boðuð
vinnustöðvun stóð í það sinn ekki
nema frá morgni annars október
til hádegis, en þá samþykkti fé-
lagsfundur samninginn eins og
samninganefnd hafði undirritað
hann.
Þetta haust knúði félagið fram
verulega lagfæringu á síldarsamn-
ingum suð-vestanlands. Samning-
arnir voru frá 1955, og hafði óhlýð-
inn formaður í Keflavík neitað að