Vinnan - 01.05.1966, Page 107
u
innan
105
verzlanaeigendur í Arnessýslu, sem
um leið var viðurkenning atvinnu-
rekenda á félaginu sem samnings-
aðila.
Fyrstu samningar félagsins voru
undirritaðir rúmu ári eftir stofn-
un félagsins eða í júlí 1955.
Félagið var aðili að allsherjar-
verkfalli verzlunarmanna, sem stóð
í fjóra daga í desember 1963.
Félagið gekk í Landsamband ís-
lenzkra verzlunarmanna vorið 1965.
Núverandi formaður félagsins er
Óskar Jónsson.
Verkalýösfélag Breiðdælinga
Félagið er stofnað í október ár-
ið 1953 í verbúð á Breiðdalsvík,
sem nú er búið að rífa.
Fyrsti formaður félagsins var
Guðmundur Sigurðsson Arnarhvoli.
Aðrir í fyrstu stjórn félagsins
voru:
Gjaldkeri: Bárður Gunnarsson
nú búsettur á Akureyri. Ritari:
Gísli Guðnason, Selnesi. Varafor-
maður: Erlendur Björgvinsson nú
bóndi í Fellsási.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru Bárður Gunnarsson og
Guðmundur Sigurðsson ásamt
Gísla Guðnasyni Selnesi.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Erlendur Björgvinsson.
Samkvæmt lögum félagsins er
félagssvæðið Breiðdalshreppur.
Því' miður hefur fyrsta fundar-
gerðabók félagsins glatazt og er því
ekki hægt að rekja sögu félagsins
framanaf.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
samþykkti beiðni félagsins um upp-
Guðmundur Sigurðsson
Guðjón Sveinsson
töku í Alþýðusambandið á fundi þ.
5. marz 1956.
Félagsmenn eru nær 40 að tölu.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Guðjón Sveinsson, form., Sigfús
Þorgrímsson, Bragi Björgvinsson og
Sigmar Pétursson.
Verkamannafélagið Grettir,
Reykhólum
Félagið er stofnað 15. júlí árið
1956.
Það var samþykkt í Alþýðusam-
bandið 28. ágúst sama ár.
Félagatala er 15—20.
Trésmiðafélag Reykjavíkur
Trésmiðafélag Reykjavíkur er
stofnað í Iðnaðarmannahúsinu í
Reykjavík 10. des. 1899. Fyrsti for-
maður þess var Sveinn Sveinsson,
og aðrir í stjórn með honum Hjört-
ur Hjartarson, skrifari og Einar J.
Pálsson, féhirðir. Aðalhvatamenn
að stofnun félagsins voru, auk
þeirra sem skipuðu fyrstu stjórn
þess, þeir Helgi Thordarsen, Magn-
ús Árnason, Magnús Ólafsson, Sig-
urður Árnason og Þorkell Gíslason,
en stofnendur voru alls 51. —
Lengst hefur Tómas Vigfússon ver-
ið formaður félagsins, eða í 7 ár
samfleytt.
Félagssvæði Trésmiðafélagsins er
Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnar-
nes, Álftanes, Garða- og Mosfells-
sveitarhreppar.
Þótt Trésmiðafélagið sé eitt elzta
félagið í Alþýðusambandinu, verð-
ur það ekki hreint launþegafélag
fyrr en 1954. Til þess tíma voru
atvinnurekendur í trésmiðastétt
einnig meðlimir þess. Sá atburð-
ur, að félagið verður hreint laun-
þegafélag og skipar sér í sveit með
öðrum stéttarfélögum, verður því
að teljast merkasti áfanginn í sögu
þess. Að þeirri skipulagsbreytingu
undangenginni, sækir félagið um
inngöngu í Alþýðusamband íslands,
og sitja fulltrúar félagsins fyrst
Alþýðusambandsþing 1956. •
Fyrsta kjarasamning gerir félag-
ið við Vinnuveitendasamband ís-
lands 1949, en þar til hafði það
fetað í slóð ýmissa stéttarfélaga og
auglýst kauptaxta. Árið 1955 tekur
félagið í fyrsta sinn þátt í sameig-
inlegum aðgerðum verkalýðshreyf-
ingarinnar, og semur þá, ásamt
öðrum sveinafélögum, m.a. um 1%
greiðslu atvinnurekenda í styrkt-
arsjóð. Árið 1958 er samið um stofn-
un lífeyrissjóðs húsasmiða, þann-
ig að launþegar greiða til hans 4%
af dagvinnutímakaupi og atvinnu-
rekendur á sama hátt 6%. Kom sú
6% greiðsla atvinnurekenda í stað
sömu grunnkaupshækkunar, er
önnur félög sömdu þá um.
Fyrirrennari lífeyrissjóðs húsa-
smiða var lífeyrissjóður trésmiða,
sem stofnaður var innan félagsins
1957, eingöngu með eigin fram-
lagi launþega. Er verkalýðshreyf-
ingin samdi við atvinnurekendur að
afloknu desember-verkfallinu 1963,
barðist félagið áfram, eitt sér, í
verkfalli, vegna kröfu atvinnurek-
enda um gerðardóm í ákvæðis-
vinnu. Lauk þeim átökum með
samningum án gerðardóms. Var sú
Sveinn Sveinsson