Vinnan - 01.05.1966, Síða 109
Helga Þórarinsdóttir
að þeirri samvinnu verði haldið á-
fram.
Félagskonur eru nú rúmlega 60.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Helga Þórarinsdóttir, form., Ósk
Pétursdóttir, Gunnur Sigþórsdótt-
ir, Kristín Haraldsdóttir og Stella
Þorláksdóttir.
Járniðnaðarmannafélag Árnessýslu
Félagið var stofnað 29. maí 1956
á Selfossi.
Fyrsti formaður þess var Kristj-
án S. Guðmundsson. Aðrir í stjórn
voru: Erlingur Eyjólfsson ritari og
Stefán Jónsson gjaldkeri.
Þeir, sem beittu sér fyrir stofn-
un félagsins, voru járniðnaðar-
sveinar hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Lengst hefur gegnt formanns-
Kristján S. Guðmundsson
---------- i/inncin ------------
störfum Kristján S. Guðmundsson.
Félagssvæðið er samkvæmt fé-
lagslögum Árnessýsla.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 17. október 1956.
Áður en formlega var gengið frá
félagsstofnun höfðu járniðnaðar-
sveinar í þjónustu Kaupfélags Ár-
nesinga haft með sér óformlegt
félagssamband um tveggja ára
skeið. Síðan var það þessi hópur,
sem með góðri aðstoð Snorra Jóns-
sonar og Hafsteins Guðmundsson-
ar, þáverandi formanns og vara-
formaður járniðnaðarmannafé-
lags Reykjavíkur, stofnaði Járn-
iðnaðarmannafélag Árnessýslu, svo
sem fyrr segir.
Meginstarf félagsins hefur að
sjálfsögðu helgazt baráttunni fyrir
bættum kaup- og kjarasamning-
um járniðnaðarsveina í Árnessýslu.
Félagið gerðist strax eitt af
stofnfélögum Málm- og skipa-
smíðasmiðasambands íslands, og
hefur átt aðild að samninganefnd
sambandsins ávallt síðan.
Félagsmenn eru 25.
Núverandi stjórn skipa:
Guðmundur Halldórsson form.,
Ásgeir Hafliðason, Skúli Magnússon
og Samúel Baldursson.
Verkalýðsfélag Presthílahrepps
Félagið er stofnað 18. maí árið
1957 í Núpasveitarskóla.
Fyrsti formaður þess var Ármann
Þorgrímsson, en með honum í
stjórn voru Árni Sigurðsson, Heim-
ir Þ. Gíslason og Hálfdán Þor-
grímsson.
Guðmundur Halldórsson
Ármann Þorgri'msson
Ármann Þorgrímsson beitti sér
fyrir stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður
Halldór Gunnarsson.
Samkvæmt ákvæðum félagslaga
er félagssvæðið Presthólahreppur.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 13. febrúar árið 1958.
Félagsmenn eru nú um 30 tals-
ins.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Halldór Gunnarsson, form., Haf-
liði Jónsson, Friðrik Jónsson, Skúli
Þór Jónsson, Kristbjörn Benja-
mínsson, Björn Jónsson og Jónas
Þorgrímsson.
Félag Járniðnaðarmanna, fsafirði
Félagið er stofnað 31. des. 1944
af átta járniðnaðarmönnum hér á
ísafirði. „Tilgangur félagsins er að
sameina alla starfandi járniðnað-
armenn á ísafirði og nágrenni, til
þess, með öflugu samstarfi, að beita
sér fyrir bættum vinnuskilyrðum,
hækkun kaupgjalds, styttum vinnu-
tíma og auknum réttindum," seg-
ir í lögum félagsins.
Fyrsta stjórn:
Benóný Baldvinsson, form., Ingi-
mundur Guðmundsson, Guðfinnur
Sigmundsson, Guðbrandur Krist-
insson og Sigurleifur Jóhannsson.
Fyrstu kaupgj aldssamningarnir
eru gerðir við Vélsmiðjuna Þór h.f.,
ísafirði, í febrúar 1945. Félagið hef-
ur ávallt síðan farið með samn-
ingagerðir fyrir járniðnaðarmenn á
ísafirði, fyrst við atvinnurekendur
hvern fyrir sig, en við Vinnuveit-
endafélag Vestfjarða síðan það
var stofnað.