Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 115
u
innan
113
V. LAN DSSAMBÖN D ÁN
SKIPULAGSTENGSLA VIÐ A.S.Í.
Verkamannasamband fslands
Með bréfi dags. 15. marz 1964
boðuðu Verkamannafélagið Dags-
brún í Reykjavík, Verkamannafé-
lagið Hlíf í Hafnarfirði og Verka-
lýðsfélagið Eining á Akureyri til
stofnþings Verkamannasambands
íslands. Stofnþingið var haldið í
hinu nýja félagsheimili Dagsbrún-
ar og Sjómannafélags Reykjavík-
ur að Lindargötu 9 í Reykjavík 9.
og 10. maí 1964.
Samkvæmt 2. gr. laga Verka-
mannasambandsins hafa rétt til
inngöngu í það öll þau verkalýðs-
félög, sem eru innan Alþýðusam-
bands íslands og að öllu leyti eða
að meginstofni eru skipuð fólki úr
eftirtöldum starfsgreinum:
a) Vöruflutningum á landi.
b) Móttöku, vinnslu og afhend-
ingu sjávarafurða.
c) Vega- og brúargerð, vita- og
hafnarbyggingum.
d) Verkafólksvinnu hjá ríki og
sveitarfélögum.
e) Öðrum störfum, sem nú falla
almennt undir starfssvið verka-
manna- og verkakvennafélaganna.
Á stofnþingi gengu í Verka-
mannasambandið 23 verkamanna-
og verkakvennafélög og á 2. þingi
sambandsins 13. og 14. nóv. 1965,
bættust við 11 félög, þannig að
stofnfélög sambandsins eru 34.
Nú eru í sambandinu 36 verka-
lýðsfélög með um 12550 félagsmenn.
Fyrsta stjórn Verkamannasam-
bands íslands skipuðu:
Form.: Eðvarð Sigurðsson, Dags-
brún, Reykjavík, varaform.: Björn
Jónsson, Einingu, Akureyri, ritari:
Hermann Guðmundsson, Hlíf,
Hafnarfirði, gjaldkeri: Björgvin
Sigurðsson, Bjarma, Stokkseyri. —
Meðstjórnendur: Guðmunda Gunn-
arsdóttir, Snót, Vestmannaeyjum,
Óskar Garíbaldason, Þrótti, Siglu-
firði, Sigfinnur Karlsson, Verka-
lýðsfél. Norðfirðinga.
Núverandi stjórn sambandsins
er óbreytt að öðru leyti en því að
bætzt hafa í hana: Jóna Guð-
jónsdóttir, Framsókn, Reykjavík,
Björgvin Sighvatsson, Baldri, ísa-
firði, Guðm. Kristinn Ólafsson,
Verkalýðsfél. Akraness, Ragnar
Guðleifsson, Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur.
Framkvæmdastjóri sambandsins
hefur verið frá 1. sept. 1964: Þórir
Daníelsson.
Samband byggingamanna
Sambandið var stofnað 30. maí
árið 1964 að Laufásvegi 8, Reykja-
vík.
Fyrsti formaður þess var kosinn
Bolli A. Ólafsson húsgagnasmiður.
Aðrir í fyrstu stjórn eru Jón
Snorri Þorleifsson húsasmiður,
Guðmundur Helgason húsasmiður,
Þorsteinn Þórðarson bólstrari og
Lárus Bjarnfreðsson málari.
Stofnendur sambandsins voru:
Trésmiðafélag Reykjavíkur, Mál-
arafélag Reykjavíkur, Sveinafélag
húsgagnasmiða, Sveinafélag hús-
gagnabólstrara og Félag bygging-
ariðnaðarmanna, Árnessýslu.
Síðar gengu í sambandið Laun-
IHW
Stjórn Verkamannasambandsins á fundi