Vinnan - 01.05.1966, Side 116
1 I *T
winnan
þegafélag byggingamanna á ísa-
firði og Byggingamannafélagið Ár-
vakur, Húsavík.
Starfssvæði sambandsins er
landið allt.
Um hlutverk sambandsins og
markmið segir svo í lögum þess:
„Sambandið er samtök launþega
í byggingariðnaði og húsgagna-
gerð. Hlutverk sambandsins er að
hafa forystu í stéttarbaráttu og
hverskonar félagsstarfsemi með-
lima sinna, með það takmark í
huga að vinna að bættum kjörum
og öllu því, sem verða má til hags-
bóta fyrir meðlimi sambandsins.
Sambandið beiti sér m. a. fyrir
stofnun stéttarfélaga í starfsgrein-
inni, og að þau verði aðilar að
sambandinu.
Sambandið fari með samninga-
gerð við atvinnurekendur, ef félög-
in óska þess og fela því umboð til
þess.
Þá skal sambandið ennfremur
kanna möguleika á stofnun sam-
eiginlegra styrktarsjóða.
Rétt til inngöngu í sambandið
hafa þau sveinafélög í starfsgrein-
inni, er nú starfa, svo og félög eða
félagadeildir ófaglærðra verka-
manna, er stofnuð kunna að verða
í starfsgreininni. Við stofnun
starfsgreinafélaga skal að því
stefnt að ekki sé nema eitt félag í
sömu sýslu eða bæjarfélagi.“
Málm- og skipasmiðasamband
íslands
Málm- og skipasmiðasamband ís-
lands var stofnað 30. maí 1964.
Stofnþingið stóð yfir dagana 30.
og 31. maí og var haldið í sam-
komusal, á efstu hæð, í húsi Dags-
brúnar og Sjómannafélagsins við
Lindargötu í Reykjavík.
Fyrsti formaður sambandsins var
kjörinn Snorri Jónsson.
Aðrir í fyrstu stjórn sambandsins
voru: Guðjón Jónsson, varafor-
maður, Sigurgestur Guðjónsson,
ritari, Kristinn Hermannsson, vara-
ritari, Helgi Arnlaugsson, gjald-
keri.
Meðstjórnendur voru kjörnir:
Hannes Alfonsson, Tryggvi Bene-
diktsson, Hreinn Ófeigsson, Har-
aldur Sigurðsson, Halldór Arason,
Guðmundur Halldórsson, Árni
Magnússon, Garðar Gíslason,
Björn Kristinsson og Ásgeir Haf-
liðason.
Sambandið var stofnað að frum-
Snorri Jónsson
kvæði Félags járniðnaðarmanna,
Félags bifvélavirkja, Félags blikk-
smiða og' Félags skipasmiða í
Reykjavík. Auk þessara félaga
voru stofnfélög sambandsins:
Sveinafélag járniðnaðarmanna á
Akureyri, Sveinafélag járniðnaðar-
manna í Vestmannaeyjum og Jám-
iðnaðarmannafélag Árnessýslu, Sel-
fossi.
Stofnþingið sátu 37 fulltrúar frá
fyrrnefndum sjö félögum, en sam-
anlagður félagsmannafjöldi þeirra
er um eitt þúsund.
Sambandið er heildarsamtök
málm- og skipasmiða, þ. e. bif-
vélavirkja, blikksmiða, eirsmiða,
eldsmiða, málmsteypumanna,
plötu- og ketilsmiða, rennismiða,
skipasmiða, og vélvirkja. — Til-
gangur þess er m. a. að sameina
alla launþega í málm- og skipa-
smíðaiðnaði innan vébanda sinna,
í þeim tilgangi að vinna að bætt-
um kjörum og að gangast fyrir
stofnun stéttarfélaga launþega í
málm- og skipasmíðaiðnaði og að-
ild þeirra að sambandinu.
Sambandsfélögin stóðu öll að
sameiginlegri samningagerð um
kaup og kjör við atvinnurekendur
á árunum 1964 og 1965 og við síðari
samningagerðina náðist sá mark-
verði árangur, að vinnuvikan var
stytt í fimm daga (þ. e. laugardags-
frí allt árið).
Síðan sambandið var stofnað,
hefur það átt meiri og minni hlut
að stofnun málm- og skipasmiða-
félaga í Neskaupstað, á Reyðar-
firði, Seyðisfirði og Húsavík, og
auk þess veitti það aðstoð við
stofnun Iðnsveinafélags Skaga-
fjarðar á Sauðárkróki.
Þá hefur sambandið og látið sig
varða mál eins og iðnfræðsluna,
tæknimenntun og hagræðingar-
mál. Sambandið stóð t. d. að því á
síðasta ári að hingað til lands kom
norskur hagræðingarráðunautur
til að rannsaka rekstur málmiðn-
aðarfyrirtækja, m. a. með tilliti til
setningar nýrra launakerfa.
Efnisyfirlit
Afmælisávarp frá forseta íslands...................................1
Eggert G. Þorsteinsson: íslenzkri alþýðu árnað heilla...........2
Hannibal Valdimarsson: Hugleiðing um verkalýðssamtök í 80 ár . 3
Ottó N. Þorláksson: Ykkar er aflið..............................8
Jón Baldvinsson: Vökulögin borin fram til sigurs................9
Stefán Jóh. Stefánsson: Þakkir og árnaðaróskir....................10
Sigurjón Á. Ölafsson: Þingræða gegn gerðardómi....................11
Guðgeir Jónsson: Þolið eigi rangindi..............................12
Hermann Guðmundsson: Samheldnin er fyrir öllu.....................13
Kelgi Hannesson: Munum að ekki var urðin sú greið.................14
Skúli Þórðarson: Alþýðusambandið fimmtugt.........................16
Hannibal Valdimarsson: Vinarminni.................................32
Ölfusborgir.......................................................33
Annáll sambandsfélaga ............................................37
I Landsfélög ..................................37
II Staðbundin félög.............................45
III Landssambönd...............................110
IV Fjórðungssambönd............................112
V Landssambönd án skipulagstengsla við A.S.Í. 113
Árnaðaróskir frá sambandsfélögum.................................115
Kápu gerði Gísli B. Björnsson