Vinnan - 01.05.1966, Page 131
Væntanleg er fyrir jólin bók sem nefnist
ÁR OG DAGA
eftir
GUNNAR M. MAGNÚSS
Verður það yfirlitsrit, í líku sniði og Öldin okkar, um þróun al-
þýðusamtaka á íslandi: stiklað á helztu atburðum frá því braut-
ryðjendastarfið hófst, verklýðsfélög og sjómannasamtök urðu til
laust fyrir síðustu aldamót, og fram á þennan dag, rakin réttinda-
baráttan frá fyrsta áfanga og þar til unnust æ stærri sigrar með
eflingu samtakanna og myndun Alpýðusambands íslands, en rit-
ið er helgað fimmtíu ára afmæli þess.
Frá þeim þáttaskilum er síðan rakinn hinn nýi áfangi er alþýð-
an eignazt málgögn og málsvara út á við, stofnar pólitíska flokka,
fær fulltrúa í bæjarstjórnum og á Alþingi, beitir sér fyrir trygg-
ingarlöggjöf og hverskonar framfaramálum, þar til verkalýðs-
hreyfingin í heild er orðin það sterka þjóðfélagsafl, sem hún er
í dag.
Bókin verður prýdd fjölmörgum myndum úr sögu þessa tíma-
bils, af forystumönnum og atburðum eftir því sem föng eru á.
Hún verður 350—400 síður að stærð.
Þetta rit rifjar upp merkilega sögu. Það á ekki aðeins erindi til
þeirra, sem í baráttunni hafa staðið um land allt, heldur til allra
íslendinga, því að saga verkalýðshreyfingarinnar er um leið fram-
farasaga þjóðarinnar á þessari öld.
ÁR OG DAGAR verður eftirspurð bók. Gerið pantanir í tæka
tíð.
Bókaútgáfan HEIMSKRINGLA
Laugavegi 18. Reykjavík. Sími: 22973.