Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 7
I. ÁrferOi og almenn afkoma.
Tíðarfurið var yfirleitt hagstætt á árinu 1932. Loftvægið á öllu land-
inu ATar 1.0 mm. yfir meðallag. Meðalhiti ársins var 1.5° yfir meðallag.
Sjávarhitinn var 0.8° yfir meðallag, frá 1.1° við Papey og Grindavík
til 0.4° við Raufarhöfn. Úrkoman var 9% yfir meðallag á öílu landinu,
tiltölulega mest á Vesturlandi og vestan til á Norðurlandi, en venju
fremur lítil sunnanlands og austan. Veturinn (des.—mars) var um-
hleypingasamur fyrri hlutann (des.—jan.), en seinni hlutinn (febr.
niarz) var einmuna góður. Hiti 3.1° yfir meðallag og úrkoma 11%
yfir meðallag. Snjólag fremur lítið, en hagi í góðu meðallagi. Vorið
(apríl—mai) var kalt framan af, en síðari hluta maí-mánaðar var hlý
og góð tíð, en víða of þurt fyrir gróðurinn. Hiti 0.4° yfir meðallag,
úrkoman 20% fyrir neðan meðallag. Vorgróður byrjaði 25 dögum síð-
ar en 5 ára meðaltal. Snmarið (júní—sept.) má yfirleitt kallast gott.
Hiti 0.7° yfir meðalag, úrkoma 20% umfram meðallag. Sólskin í
Reykjavík var 14 stundum skemur en meðaltal 9 undanfarinna sumra.
Óþurl car voru norðanlands í júlí og sunnanlands og vestan i ágúst, og
hröktust hey nokkuð sumstaðar, en víða varð þó nýting góð. Gras-
vöxtur góður og mikill heyfengur. Haustið (okt.—nóv.) var lengst af
gott. Hiti 0.5° yfir meðallag, úrkoma 16% yfir meðalag. Snjólag og
hagi í meðallagi.1)
Árið var einmuna hagstætt um tíðarfar og aflabrögð, en viðskipta-
kreppan harðnaði enn og þrengdi að atvinnuvegum landsmanna. Sér-
staklega var árið erfitt landbúnaðinum, sökum áframhaldandi verð-
falls landbúnaðarafurða. Fyrir sjávarútveginn var árið ekki eins erf-
itt og ekki stórum lakara en árið fyrir. Fiskverðið mun að vísu ekki
hafa verið hærra að meðaltali svo að neinu næmi, en salan gekk greið-
ar og jafnar. Atvinnuleysi verkafólks var meira en nokkurntíma áður.
Kauþgjald hélzt svipað. Verðlag á nauðsynjum lækkaði lítið, og var vísi-
tala Hagstofunnar um verðlag i Reykjavík á árinu 231 en 233 árið
fyrir. Afkoma almennings hefir því yfirleitt verið mjög bágborin á
þessu ári, en þó ber læknum saman um, að ekki hal'i þess gætt í al-
mennri heilbrigði.
Læknar láta þessa getið:2)
Hafnarfj. Erfiðleikar en enginn sultur eða aeyð.
1) Yfirlitið yfir tíðarfariS er frá Veðurstofunni.
2) Ársskýrslur (aðalskýrslur) vantar úr þessum héruðum: Rvík (nema stutt
upphaf um farsóttir), Stykkishólms (að mestu leyti), Húsavíkur, Hróarstungu og
Hornaf, j.