Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 62
60
Neðan meðallags 13 eða 32,5%, að jafnaði 5 cm.
Heildarútkoma 4,80 cm. ofan meðallags.
Þyngd: Ofan meðallags 11 eða 27,5%, að jafnaði 4,2 kg.
f meðallagi 3 eða 7,5%.
Neðdn meðallags 2(5 cða (55,0%, að jafnaði 4 kg.
Heildarútlcoma 1,450 kg. neðan meðallags.
Allar tölur miðaðar við aldur.
Fáskrúffsfj. Aðalkvillar skólabarna eru tannskemmdirnar og lúsin.
Scoliosis (létta, er ekki þörfnuðst aðgerða) höfðu 9 börn. Nærsýn voru
4 börn, þar af 2 svo að gleraugu þurftu. (100 börn alls).
Mýrdals. Við skólaskoðun komu ekki í ljós neinir alvarlegir kvillar,
sem ekki var vitað um áður. Takmörkuð var skólaganga eins barns
vegna lungnaberkla.
Vestmannaeijja. Af 434 barnaskólabörnum höfðu: Meiri háttar bak-
slcekkju 11, minni háttar 24, hypertroph. tons & veget. adenoid.: Mikil
brögð að því í 13 börnum, en tonsillur í stærra lagi í 56, enuresis noct. 5,
strabismus converg'. 3, stral). diverg. I, nærsýni og astigm. 33, heyrn-
ardeyfa 15, anæmia 36, hálseitlar þrútnir og í stærra lagi 60.
Til berklaveikra barna eru aðeins talin þau, sem hafa haft veikina
áður í áberandi mynd (flest hiluseitla, hálseitla, nokkur brjósthimnu-
bólgu). Hafa sum þeirra verið á heilsuhæli eða spítala vegna þessa,
eða til lækninga í heimahúsum í Ijósum o. s. frv. Eru nú einkenna-
laus að öðru leyti en minna líkamsþoli til andlegrar og líkamlegrar
áreynslu. Þau eru öll Pirquet +. Dregið úr námsstundafjölda þeirra
flestra, einkum í skammdegi, og athygli kennara vakin á, að hafa gott
eftirlit með þeim, svo og foreldra. Ur mest áberandi kvillum barna
bætt eftir föngum. Tannlækningar vantar tilfinnanlega við skólann,
hefi áður reynt að koma þeim á, en ekki tekizt — þykir of kostnaðar-
samt. 2 kennarar barnaskólans hafa reynzt berklaveikir; hafði annar
þeirra tbc. í ársbyrjun og var þegar látinn hætta kennslu; fór á Víf-
ilsstaðahæli og kom þaðan eftir 4 mánaða dvöl; gegnir ekki kennslu-
störfum í vetur. Tb. ~ við síðustu rannsóknir. Hinn kennarinn hefir
pleurit, aldrei fundizt bakteríur í hráka; kennir í vetur eftir komu af
Vífilsstaðahæli í haust.
Rangár. Börnin vel útlítandi og yfirleitt hraust; engu barni synjað
um skólavist vegna berklaveiki.
Eyrarbakka. Anæmia 2, adenit. cervic. acut. 1, ambustio 1, contus-
iones var. 19, decubit. calcis 1, herp. lab. 4, hypertroph. tonsill. 8, hor-
deol. 1, litblinda algerð á rauðan og grænan lit 4, myopia 3, megurð í
meira lagi 2, paralysis sequ. poliomyelitis ac. 1, psoriasis 1, scoliosis
juvenil. 2, strophulus 4, urticaria 1, vegetationes 1, verrucae 12, vuln.
cont. 12, vuln. incis. 1.
Keflavíkur. Af 263 börnum, sem skoðuð voru, voru 190 með tann-
skemmdir. Adenitar eru algengir, og hygg ég það vera mikið tann-
skemmdum að kenna. 11 börn voru scrofulös og 7 með blepharit. chr.,
5 með scoliosis. Talsvert kveður enn að nit og lús. 4 börnum var vís-
að burt i bili, vegna gruns um berkla i lungurn.