Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 87
85
talserður daunn um bæinn. Að öðru leyti sést ekki, að heilsutjón hafi
af heim hlotizt. Að vísu verður aldrei komizt hjá því, að eitthvað renni
frá þeim í sjóinn og botnfellist þá nokkuð í fjörunum, þar sem minnst-
ur er straumur, og vildnar þar, en með lágsævi leggur ódaun af þessu,
flugur setjast þarna að, og verður því oft á sumrum flugufár á suður-
hluta Siglufjarðareyrar, og hreiðist vitanlega þaðan um marga hluta
bæjarins. Slíkt hið sama á sér stað frá uppistöðupollum og mýrlendi
á norðanverðri eyrinni, og kemur þaðan einnig upp fluguvargur.
Svarfdæln. Húsagerð með minnsta móti; nokkur hús reist í Ólafs-
f jarðarkauptúni og' Hrisey, 2 í Dalvík, ekkert í sveitum. Ein ný raf-
veita á Karlsá á Upsaströnd til ljósa, suðu og hitunar. Auk hennar eru
3 vatnsaflsstöðvar í héraðinu. Miðstöðvarhitunartækjum hefir fjölgað
talsvert þetta ár; veit ég' um 10, er sett voru niður á árinu auk hitun-
artækja í hús, sem reist voru. Vatnsveitum í hús og bæi fjölgar stöðugt,
en vatnssalernum f jölgar hægt. Munu aðeins vera á 5 heimilum.
Höfðahverfis. Þrjú hús hafa verið reist á árinu, 1 úr steini en 2 úr
timbri, öll hituð með ofnum. Vatnsveita er á 14 býlum af 17 hér í
Gyenivík. Frárennsli sömuleiðis.
Reykdæla. Húsakynni batna árlega.
SeyðisjJ. Miðstöðvarhitun verður hér algengari með ári hverju.
Þrifnaður yfirleitt góður.
Norðfj. Húsnæðisskortur sem áður. Mörg leiguhús léleg, og sum alveg
ófær til íbúðar. Umgengni í slæmu lagi. Gott vatn vantar tilfinnanlega
viða og öllum þrifnaði ábótavant. Salerni vantar víðast hvar.
Reyðarfj. Húsakynni eins og áður; ekkert nýtt hús byggt á árinu.
Þrifnaður sæmilegur.
Berufj. Á síðustu árum hafa verið reist 2 hús í Álftafirði og 1 í Beru-
neshreppi, öll úr steinsteypu. Stöku menn hafa sett miðstöðvarofna í
hús sín og bæi og þá út frá eldavél.
Mýrdals. Ekkert íbúðarhús reist á árinu.
Vestmannaeyja. Fáein íbúðarhús hafa verið fullgerð í sumar, sem
byrjað var á árinu áður. Verstu kjallaraíbúðir hafa verið lagðar niður,
og hefir heilbrigðisnefnd lagt svo fyrir, en hægara er um að tala en i
að komast fyrir heilbrigðisnefnd, því að þeir eru til, sem ekki eiga
völ á öðru en verstu íbúðuin, og biðja þá um þær. Oft er það gamalt
fólk, sem vill komast hjá bæjarframfæri. Ég veit til þess, að sumir
taka ekkert fyrir þessar íbúðir og leigja þær af góðvild og samúð við
fátæklinga, en ekki til að hafa neitt upp úr þeim. Það er viðkvæmt mál
fátæklingum, og illa séð af þeim og öðrum, ef heilbrigðisnefnd gengur
hart fram í því að koma þeim á bæinn. Það er engrar verulegrar bótar
að vænta í þessum efnum, fyrr en bæirnir hafa elliheimili, sem menn
gætu leitað til, þegar vinnukraftar og efni eru þrotin, án þess að missa
nokkurs í. Þrifnaður eykst hér með ári hverju, bæði á einstökum heim-
ilum og almennt. Stórfelldasta þrifnaðarráðstöfun af liálfu almenn-
ings er sjóveitan. Holræsi hafa í haust verið lögð í Skólaveginn, upp
að barnaskólanum. Hefi ég góða von um, að vatnsalerni og böð kom-
ist í skólann fyrir næsta haust. Bæjarbúar hafa nú miklu meiri áhuga
á holræsum, siðan þeir hafa séð þann þrifnað, sem leiðir af að hafa
þau, auk þægindanna. Þurkasamt var i vor, og þraut vatn í sumum