Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 32
30
Vestmannaeyjum. Heimilið var strax einangrað, en vegna óvarkárni
harst sóttinn á annað heimili nærri, en þar með var útbreiðslu veik-
innar lokið.
Mýrdals. Eins og 2 undanfarin ár barst skarlatssótt inn í hérað-
ið frá Vestmannaeyjum. Tvö heimili sýktust; voru þau einangruð og
veikin stöðvuð. Væg. Miðaldra maður fór til Vestmannaeyja snögga
ferð. Veiktist hann þar af skarlatssótt, er varð honum að bana. Árið
áður gekk skarlatssótt á heimili hans, og slanp hann við hana í það
sinn.
Vestmannaei/ja. Veikin magnaðist með aðkomumönnum, sem sýkt-
ust eftir hingaðkomu í janúar, og' aftur í marz og apríl með vermönn-
um, sem hingað komu í febrúar og svo veiktust síðar á vetrinum. Þó
að veikin væri eins og 2 undanfarin ár mjög væg i ýmsum, svo þeir
höfðu fótavist, var hún afarþung og banvæn á sumum, sem þó höfðu
smitazt að því er virtist af þeim, sem veikina höfðu væga. Var veikin
þyngst nú síðan hún fór að ganga 1930, og' dóu 5 úr henni (sepsis og
endocarditis). Auk þess fengu ýmsir drepbólgur í báðar tonsillur,
eitlabólgur í háls, svo að skera þurfti í ígerðir, eyrnabólgur, svo að
opna þurfti (antrum), hjartabólgu, en örfáir nýrnabólgu. Jafnhliða
þessum þungu tilfellum voru margir með veikina svo væga, að þeir
trúðu varla, að um hana væri að ræða. Sjúklingar, sem leituðu lækna,
voru einangraðir, eftir því sem við varð komið. Með vertíðarmönn-
um, sem fara í maí, hverfur veikin að mestu, en smáeftirhreytur þang-
að til í júlí. Eitt tilfelli i desember.
Rangár. Skarlatssótt barst hingað í maí með sjómönnum, sem komu
frá Vestmannaeyjum. Breiddist töluvert iit, sérstaklega um austur-
hluta héraðsins. Flest voru það börn og ungling'ar, sem sýktust, en þó
nokkrir fullorðnir. Yfirleitt væg. Engpr alvarlegar komplikationir
eða eftirköst.
Eyrarbakka. Skarlatssóttina varð ég fyrst var við snemma í júní
hér á Eyrarbakka. Veiktust mörg' systkini í sama húsinu þá um sama
leyti. Elzti bróðirinn hafði verið í Vestmannaeyjum á vetrarvertíð-
inni og kom heim í lokin. Önnur sýkingarleið ekki líklegri. Veikin
barst eftir þetta í 4 hús á Eyrarbakka, en hvarf svo og kom ekki fram
framar á árinu. Til Stokkseyrar hefir sóttin borizt um svipað leyti og
til Eyrarbakka, þó að ekki vitnaðist, einnig með sjómönnum frá Vest-
mannaeyjum, og þar hefir hún verið að ganga í allt sumar og haust.
Hún kom og í vor allvíða í Gaulverjabæjarhrepp, einnig með sjómönn-
um frá Vestmannaeyjum. Síðar á sumrinu kom hún að Selfossi, en
líklega frá Reykjavík. Mjög væg á allflestum.
Grímsnes. G.erði vart við sig á 2 bæjum í héraðinuj í júni á þeim
fyrri — veiktist þar einn maður — og í ágúst á þeim síðari, og veikt-
ust þar 3 menn. Báðir bæirnir voru einangraðir í 40 daga, og breidd-
ist veikin ekkert út frá þeim.
Keflavíkur. Skarlatssótt barst á eitt heimili, að líkindum frá Reykja-
vík. Fimm veiktust, og var veikin væg. Heimilið einangrað og barst
veikin ekki út.