Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 54
52
ca. intestini 3, ca. renis 1, ca. ovarii 3, ca. uteri 5, ca. vesicæ 1. Sa.
maxillæ 1, sa. hepatis 1, sa. cruris 1, sa. gl. ingvinal. 1. Struma
malign. 4.
í skýrslum sjúkrahúsanna er getið um 122 sjúkl. með krabba-
rnein og önnur illkynjuð æxli (þar með talin öll heilaæxli).
Læknar láta að öðru leyti þessa getið:
Hafnarfj. Tíð, — virðast ágerast.
Skipaskaga. Krabbamein kom fyrir 2svar á árinu. Annað var c.
oesophagi, en hitt c. ventriculi. Báðir sjúklingarnir dóu.
Borgarfj. 3 nýir sjúklingar, konur með cancer mammæ. Á byrjun-
arstigi í þeim öllum. Einn sjúklingur dó úr cancer hepatis.
Borgarnes. Krabbamein koma fyrir við og við, en á þessu ári er eng-
inn talinn með vissu.
Regkhóla. 3 sjúklingar, kona 80 ára með c. coli (dó á árinu), bóndi
56 ára með c. ventriculi (dó á árinu), kona rúmlega fertug. Fékk hin
síðastnefnda snemma á árinu tumor abdominis; við operation í Reykja-
vík kom í Ijós, að um cancer var að ræða.
Patreksfj. Einn sjúklingur —• 67 ára kona — var skrásettur á ár-
inu með cancer ventriculi inoperabilis.
Flateyrar. Eitt tilfelli af cancer ventriculi í gamalli konu.
Nanteyrar. 62 ára bóndi dó úr cancer pancreatis.
Hesteyrar. 2 sjúklingar skráðir, báðir óskurðtækir.
Reykjarfj. Hefi ekki séð neinn sjúkling með illkynja æxli.
Hólmavíkur. 2 sjúklingar miðaldra með cancer ventriculi. Reyndist
annar inoperabilis; hinn að vísu skorinn en lézt af skurðinum. Kona
með sarkmein í gland. inguinal. beggja megin.
Miðfj. Einn sjúklingur á árinu.
Blönduós. Mjög mikið hefir borið á krabbameinum hér í héraðinu
síðastliðið ár. Hefi skrásett 5 á mánaðarskrár, en veit um 11 sjúldinga.
Ennfremur hefir unglingur héðan dáið syðra (í Rvík); mun þar hafa
verið um sarcoma að ræða. Hefi auk þess grun um, að 2 gamalmenni
gangi með ca. ventriculi. Ein kona skrásett með lymphogranuloma-
tosis. Eru því líkur til, að 15 sjúklinga mætti skrásetja með maligna
tumores í þessu litla og fámenna héraði síðastliðið ár. Meinin skiptast
þannig: 1 ca.pulm., 4 ca. oesophagi, 3 ca. ventriculi, 2 ca. portion. uteri,
1 hypernephrom. Mér virðist, að ca. oesophagi sé óvenjulega tíður hér
á landi og að mun tíðari en erlendis.
Sauðárkróks. Krabbameina hefir orðið minna vart en síðastliðið ár.
Einn nýr sjúklingur skráður.
Hofsós. 2 nýir sjúklingar hafa verið skrásettir á árinu, hvorttveggja
gamlir menn með cancer ventriculi. Auk þess hefði, ef til vill, verið
rétt að telja 3. sjúklinginn, en það var 81 árs gömul kona, sem er
talin dáin úr hjartabilun, en mun líka hafa haft cancer ventriculi.
Höfðahverfis. Einn sjúklingur dó úr cancer ventriculi.
Vofnafj. 1 sjúklingur með cancer hepatis.
Norðfj. Óvanalega margir krabbameinssjúklingar, samtals 5.
Reyðarfj. Ein kona, 70 ára, skráð á þessu ári.
Síðu. 1 sjúklingur skráður með cancer ventriculi.
Vestmannaeyja. 2 sjúklingar skráðir á árinu, kona með cancer