Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 28
26
Berufj. Kom í maí með „Lagarfossi“.
Mýrdnls. Skráðir 4 sjúklingar í apríl. Kona kom frá Reykjavík og
lagðist með háum hita daginn eftir heimkomuna. Næstu daga veikt-
ust svo 3 aðrir á heimilinu á sama hátt. Ekki vissi ég til, að hún kæmi
nema á þetta eina heimili; að vísu var hér kvefslæðingur um sömu
mundir, og má vel vera, að eitthvað af því hafi verið inflúenza.
Rnngár. 9 tilfelli skrásett. Diagnose vafasöm.
Grímsnes. 2 tilfelli skrásett. Var sóttur til barns, 2 ára, sem hafði
veikzt nokkuð snögglega með hita um 39 stig og óþægindum í hálsin-
um. Skófir voru engar á tonsillum, en Ijósleitir dilar á dreif. Var ekki
óhræddur um difteritis, tók því præparat og sendi samstundis til Dun-
gals og fékk það svar næsta dag, að præparatið hefði verið hxeinkul-
tur af inflúenzubacillum.
Keflavíkur. Inflúenza talin í febrúarmánuði, frekar væg, en kvefsótt
gekk þá líka og eins næstu inánuðina á eftir, og í lok ársins sáust
nokkur tilfelli, er líktust inflúenzu.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III Og IV, 10.
S júklingafjöldi 1923- -1932:
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúld »* 3802 1643 685 1 2293 3026 „ 31 132
Dánir 12 13 9 2 13 1
Mislingafaraldur hófst í Akureyrarhéraði í nóvember fyrra ár og
gekk fram yfir áramótin. Hann barst í næstu héruð þ. e. Höfðahverfis
og Sauðárkrókshérað, en merkilega lítið verður úr, því að hann er
með öllu útdauður í marz. Er ónæmið enn almennt eftir faraldrana
1924—26 og 1928—29. Úr mislingum er enginn talinn dáinn.
Læknar láta þessa getið:
Akureijrnr. Mislingar héldu áfram að ganga frá fyrra ári en voru
vægir.
Snuðárkróks. Mislingar bárust hingað frá Akureyri i byrjun ársins.
Sýktust 37 manneskjur, en engin dó.
Höfðnhverfis. Bárust hingað frá Akureyri í febrúar en voru út-
dauðir í marz.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafjöldi 1923- 1932 :
19215 1924 1925 1929 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl............. „ „ 1 „ 1 „ 998 18ó8 325 4
Hettusótt, sem gengið hafði um landið síðan 1929, var með öllu talin
útdauð í ágúst 1931. Þessi 4 tilfelli, sem talin eru í ár, eru annað-
hvort einhverjar eftirhreytur, eða útlendingar; a. m. k. eru þau öll i
héruðum, þar sem mikið er um skipakomur (Vestmannaeyja, Þing-
eyrar og Siglufjarðarhéruð).