Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 69
67
Sauðárkróks. Placenta praevia. Á 7. mánuði féklc kona blæðingar.
Tók fyrir þær. Eftir 8 mánuði fékk konan ákafa blæðingu snögglega.
Var fæðingarvegur þá svo víkkaður, að þrengja mátti hendi upp í ut-
erus. Var þá í skyndi í léttri chloroformdeyfingu gerð vending. Fóstr-
ið, sem var í þverlegu, dregið fram á fæti, og fylgjan losuð á eftir. Rétt
áður hafði verið innsprautað í konuna 1 cbc. pituitrin. Blóðmissir varð
nokkur en ekki geysilegur, enda var konan anæmisk áður. Fannst lífs-
mark með barninu, og tókst að lífga það, eftir alllangar tilraunir. Kon-
unni gefin saltvatnsinfusion. Konunni heilsaðist vei í fyrstu, en á 3.
sólarhring fór að bera á meningitis symptomum, og dó konan á 10.
degi frá fæðingu úr meningitis tuberc. Hafði áður haft tbc. pulm.
Hofsós. Læknir viðstaddur aðeins 3 fæðingar á árinu. Ekkert sér-
stakt um þær að segja.
Siglufí. Af 12 fósturlátum eru taldar 3 fóstureyðingar: Toxæmia,
nephritis (27 ára gift kona), sama tilefni (32 ára gift kona), toxæmia,
pyelitis (35 ára gift kona).
Svarfdæla. í tvö skipti af þremur gáfu fósturlátin tilefni til læknis-
aðgerða.
Höfðahverfis. Fimm sinnum vitjað til sængurkvenna. Tvær þurftu
verulega hjálp. 1. Tvíburafæðing. Pituitrin. 2. Eklampsi. Krampar
hættu, eftir að barninu hafði verið náð með töng, þá dáið; en konan dó
í coma eftir 10—12 stundir.
Reykdæla. Læknis vitjað 4 sinnum á árinu; engar sérstakar orsakir
né aðgerðir.
Húsavíkur. Spontan fósturlát hafa orðið 6 á árinu, allt hjá giftum
konum, aðallega seinni hluta ársins, ágúst til desember, 2—5 mánaða
að aldri, 4 kompl. og 2 inkompl., og annað þeirra septiskur abort, sem
þó endaði vel. Auk þess hefir komið fyrir tvisvar „truende Abort“,
báðir við placenta praevia, í annað skiptið totalis, en hitt marginal
með insertio velamentosa. Báðum tókst að bjarga með rúmlegu og
medicamenta. Abortus provocatus gerður einu sinni vegna hyperemesis
hjá berklaveikri konu, á öðrum mánuði. Eitthvað mun um takmörkun
barneigna, en ekki í stórum stíl. Menn nota bæði smokka og hettur
(occlusiv pessaria). Hvorugt vill mönnum lánast til fulls, — þó nota
rnargir spetontöflur — en ég held, að það sé mest fyrir það, að rangt
sé að farið. Auk þessa hafa nokkrar konur fengið svæsna hyperemesis,
en hefir lagazt við luminal.
Þistilfí. Barn með hydrocephalus fæddist andvana, og hafði belgur-
inn sprungið í fæðingunni, svo að allt féll saman og leit út eins og vant-
aði allt heilabúið.1)
Öxarfí. Kona hefir alið 3 börn. í öll skiptin verið lin sótt og í öll
skiptin framhöfuðstaða. Hún er í mikilli fjarlægð, og hefir jafnan ver-
ið orðin mjög aðþrengd, er ég hefi komið. Krakkana hefi ég alla orðið
1) I athugasemd á fæðingaaðgeröarskýrslu úr Akureyrarhéraði er Jiess getið, að
fæðst hafi þar vanskapnaður, er aldrei lifir lengi, svo nefndur anencephalus, og að
læknirinn, sem var viðstaddur fæðinguna hafi þegar stytt barninu aldur með mor-
fini, rétt eins og það væri viðurkennd skylda, eða a. m. k. réttur læknis að stytta
þeim aldur, er hann sér fyrir, að ekki eiga langt eftir. Landlæknir hefir krafizt um
þetta nánari greinargerðar af lækninum, sem hlut á að máli.