Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 46
44
Aldur: Þingeyrar- skóli Haukadals- skóli Núpsskóli Lamba- hlaðsskóli Keldudals-1 skóli Samtals %
+ - + - + : + + ■*■ + - +
9 ára 2 3 » 1 » » » í » , 5 29
10 — 2 7 í 2 » 2 » 4 2 1 5 16 24
11 — » 7 í 3 í » » 4 1 2 3 16 16
12 — 1 10 í 1 » 1 » 5 1 1 3 18 14
13 — 1 12 » 3 » 2 » 3 1 » 2 20 9
14 — » » » » » 1 » 1 » » » 2 »
Alls 6 39 3 10 í 6 » 18 5 4 15 77 —
% + 13 23 14 — 56 16
hita og kvef. Við nánari athugun reyndist hún berklaveik. Voru
greinileg ör eftir berkla í hægra lunga og eftirstöðvar eftir brjóst-
himnubólgu vinstra megin. Konan var þegar flutt á sjúkrahús og hefir
tekið þar hröðum bata. Aður hafði hún verið heilsuveil, en aldrei látið
athuga sig. Má, eftir öllum líkum að dæma, álykta, að hún hafi veikzt
eftir tvítugsaldur. Er nú 50 ára, fædd og uppalin í Mýrahreppi, á þeim
bæ, er Alviðra heitir. 2 börn systur hennar, sein þar dvelur, hafa
veikzt af berklum. 2) Drengur, 9 ára gamall. Hefir fyrir 4 árum dval-
ið á sjúkrahúsi, vegna adenit. tuberc. Á heimilinu reyndist enginn
smitaður, enda dvelur hann hjá vandalausu fólki. Móðirin dvaldi hér
á sjúkrahúsinu fyrir 12 árum síðan með tb. pulm., en batnaði og
var hraust, er hún fluttist úr héraðinu fyrir 5 árum. Fædd og upp-
alin í Keldudal. 3) Drengur, 10 ára. Dvaldi á Vífilsstöðum fyrir 4 ár-
um. Hafði þá tb. pulm. & adenit. Hefir verið hraustur síðan. Á heim-
ilinu reyndist móðirin, móðursystir og' systir P -+. Önnur móðursystir
og afi drengsins reyndust P -4-. Aðrir eigi á heimilinu. Fjölskylda
þessi fluttist hingað frá Keldudal fyrir nokkrum árum. Maður um
tvítugsaldur, frændi þessa drengs, hefir í mörg ár haft pleurit. tb. og
dvalið á sjúkrahúsum öðru hvoru. Er Uppalinn á sama heimilinu.
Við eftirgrennslan kemur í ljós, að amma drengsins hefir verið veik-
felld og hafði lengi hósta og uppgang, en var aldrei athuguð. Dáin
fyrir mörgum árum. Mun þar sennileg'a uppspretta berklaveikinnar í
þessari fjölskyldu. 4) Telpa, 10 ára. Dvaldi hér á sjúkrahúsinu sið-
astliðið sumar vegna tb. pulm. Tók góðum bata og er nú feit, og,
að því er virðist, hraust. Foreldrar hafa alla tíð verið hraustir. Fað-
irinn og 13 ára systir P 4-. Móðirin P -f-. 3 bræður eiga þar heimili
og hafa alla tíð verið hraustir, en til þeirra náðist ekki. 1 systir dó
fyrir 6 árum úr tb. pulm. á heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Hin syst-
kinin, 12 talsins, hafa verið og eru hraust. 5) Telpa, 13 ára. Fékk gonit.
tb. 5 ára gömul og' hefir síðan öðru hvoru dvalið á ýmsum sjúkra-
húsum. Móðirin reyndist P -þ en hefir verið hraust. Faðir og 3 bræð-
ur reyndust P 4-. Aðrir ekki á heimilinu. í sambandi við þetta heim-
ili voru föðurafi og amma athuguð. Höfðu þau áður dvalið á sama
heimilinu. Afi telpunnar hefir lengi gengið með bronch. chronic., en