Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 53
51
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingctfföldi 1923—1932.
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl............ 366 350 408 336 329 345 279 109 102 164
Læknar láta þessa getið:
Hafnarff. Sést mjög sjaldan.
Borgarff. Kláða hefi ég ekki séð síðan 1929.
Borgarnes. Kláði blossar upp stöku sinnum, helzt í einum hreppi
héraðsins.
Svarfdæla. Kláðasjúklingar haía verið meira en hálfu fleiri þetta
ár en árið áður.
Vopnaff. Kláða hefi ég ekki orðið var nokkur undanfarin ár, þar til
nú, að hann harst inn í héraðið með stúlkum tveim, sem komu af skóla
á Akureyri. Þær gengu með kláðann fram undir haust og leituðu þá
fyrst læknis, er böndin bárust að þeim um smitun. Kláðinn lcomst á 5
heimili í sveitinni, auk heimilis stúlknanna í kauptúninu.
Keflavíkur. Kláða hefi ég ekki orðið var í héraðinu, enda hafði fyrir-
rennari minn gengið ötullega fram í því að útrýma honum; hafði ver-
ið töluvert af honum áður.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
Sjúklingafföldi 1923—1932.
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl 73 84 125 108 114 131 85 92 66 71
Dánir 95 107 129 126 124 131 145 106 120 133
Enn sem fyrri falla mjög margir krabbameinssjúklingar af mánað-
arskrám, sem þar eiga auðsjáanlega að vera.
í ár hefir héraðslæknum í fyrsta sinni verið gert að skrá í árslok
alla sjúklinga með ilíkynjuð æxli, sem þeim er kunnugt um, hverjum
í sínu héraði. Hafa slíkar skýrslur borizt úr öllum héruðum nema
Rvík. Á þann hátt hafa komið í leitirnar samtals 121 sjúkl., og eru
þar með taldir allir þeir, sem kunnugt er um, að hafi haft illkynjuð
æxli, þó að þeir hafi fengið lækningu og teljist albata. En slíkir sjúkl.
eru næsta fáir. Getið er um örfáar konur, sem lifað hafa allengi eftir
að brjóst hefir verið skorið af þeim vegna krabbameins, þar á meðal
ein fram undir 30 ár. Af þessum rúml. 120 sjúkl. var hér um bil jafnt
af báðum kynjum. Langflestir voru sjúkl. á fremur háum aldri, um
helmingurinn milli 50 og 70 ára og stórum fleiri yfir sjötugt en undir
fimmtugu. Getið er aðeins um 2 sjúklinga á fertugsaldri og um 1
barn á 3. ári.
Eftir líffærum skiptast meinin þannig niður:
Ca. palpebræ 1, ca. labii 5, ca. colli 1, ca. duct. submaxillar. 1,
ca. mammæ 13, c.a. oesophagi 8, ca. laryngis 1, ca. pulm. 1, ca. abdo-
minis 2, ca. ventriculi 55, ca. hepatis 8, ca. pancreatis 8, ca. coli 3,