Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 42
40
Fyrst eftir að Landspítalinn tók til starfa, gat hann veitt allmörgum
sjiiklingum viðtöku, en eftir að hann fylltist af öðrum sjúklingum,
hefir að mestu tekið fyrir það. Farsóttahús Reykjavíkur, sem áður
tók við stöku sjúklingum með veneriska sjúkdóma, er þeim nú alger-
lega lokað. Sama er að segja um Landakotsspítala.
Ég hefi reynslu fyrir því, að hér í Reykjavík er tiltölulega fámennur
hópúr af stúlkum, sem smita fjölda manna, vegna þess að þær nota
aldrei meðöl heirna hjá sér nema ineð höppuin og glöppum, og að
læknar hafa ekki tök á að einangra þær á sjúkrahúsi.
Þegar hægt verður að einangra þær stúlkur, sem nú hafa myndað
vísi að eiginlegri prostitution hér í bæ, tekst vafalaust að koma í veg
fyrir fjölda smitana, sem annars óhjákvæmilega mundu eiga sér stað.
Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram, að aðstaða lækna til varnar
gegn þessum sjúkdómum verður allt af mjög ill, meðan ekki er sjúkra-
húspláss fyrir hendi, auk þess sem lögum um varnir gegn kvnsjúkdóm-
um verður aldrei fram fylgt að gagni, meðan ekki er hægt að einangra
sjúklinga á sjúkrahúsi, því að i fæstum tilfellum getur komið til mála
að loka sjúkt fólk inni í þeim hegningarhúsum, sem hér er völ á, jafn-
vel þó að það hafi gerzt brotlegt við lögin um varnir gegn kynsjúk-
dómum.1)
Si/philis.
Fyrri part þessa árs kom upp syphilisfaraldur hér í Reykjavík.
Á undanförnum árum hefir syphilis aðeins komið fram sem dreifð
einstök tilfelli, og nálega allir sjúklingarnir smitaðir erlendis. Á þessu
ári mátti aftur á móti rekja smitunina frá einum sjúkling til annars
hér í bæ, þannig, að langmestur hluti þeirra sjúklinga, sem skrásettir
eru hjá mér með syphilis á þessu ári, reyndust smitaðir innanlands.
Eftir því sem tök voru á, reyndi ég að komast fyrir um uppruna veik-
innar og ná í þá, sem smitað höfðu, og síðustu mánuði ársins virðist
þessi faraldur stöðvaður aftur.
Á árinu hafa Jeitað til mín 33 sjúklingar með syphilis, þar af t5
konur og 18 karlmenn.
Eftir aldursflokkum skiptust sjúklingarnir þannig:
15—20 20—30 30—40 40—60
Syphilis M’ K- M- K' M- K' M' K'
prim. 1 4 2
secund. 1 1 7 9 2 1 1
tertiar. 2 1
congen. 1
Við meðferð syphilissjúklinga hefi ég fylgt sömu reglum sem not-
aðar eru á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, þ. e. notað kombi-
neraða bismuth og salvarsantherapi. Afdrif þessara sjúklinga hafa
orðið sem sér segir: Af 24 sjúklingum, sem luku alveg við með-
1) Úr þessum vandræSum er nú að rakna. Samið hefir verið við sjúkrahús utan
Reykjavíkur um vist kynsjúkdómasjúklinga samkv. ákvæðum 6. gr. kynsjúkdóma-
laganna, og nú (í árshyrjun 1934) er verið að ljúka við að reisa á kostnað Reykja-
víkurbæjar smáhýsi á Landspítalalóðinni, sem ætlað er fyrir kynsjúkdómadeild, er
rekin verður í sambandi við Landspítalann.