Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 72
70
umfram allt að breyta, því að þau leyfa ekki verkið, enda þótt skyn-
samlegt tilefni sé fyrir hendi. Ég álít mjög varhugavert að slaka mjög
á klónni í þessum efnum. Social indication mun jafnhæpið að lög-
leiða hér og í öðrum löndum, þar sem mjög er við henni spyrnt af
læknum, sem máíið þekkja til hlítar og mesta ábj'rgð bera. Frekar
fynndist mér eiga við að gera úttaugaðar barnsmæður, sem ekki eru
komnar úr barneign, óhæfar til barneigna en að framkalla abortus
hjá þeim.
Rangár. Var 6 sinnum vitjað til kvenna í barnsnauð. Sóttleysi oft-
ast tilefnið. 1 tangarfæðing: sóttleysi og fæðing orðin mjög langdreg-
in. Framdráttur og vending einu sinni. Allar konurnar og börnin lifðu.
Egrarbakka. Vitjað tvisvar á þessu ári veg'na fósturláts til sömu
konunnar, ca. % ár á milli. í fyrra sinnið tæmt legið með fingrinum,
ekki svæft. í síðara skipti losaðist eggið án aðgerðar. Góð heilsa. Engar
vitanlegar orsakir.
Grímsnes. Hefi 4 sinnum á árihu hjálpað við fæðingar. í ársskýrsl-
um yfirsetukvenna er hvergi minnst. á abort. Ég' hefi aðeins einu sinni
verið kallaður vegna aborts, sem fram fór án nokkurra komplikationa.
Um abortus provocatus hefir ekki verið að ræða á þessu tímabili (júní
—des.), sem ég hefi verið í héraðinu.
Keflavíkur. Læknis vitjað 6 sinnum, í 3 tilfellum aðeins til deyfing-
ar, einu sinni til að herða á sóttinni og 2 til að losa fylgju.
V. Slysfarir.
Af slysförum hafa látizt á árinu 57, þar af 4 sjálfsmorð (1931: 63
og 6, 1930: 94 og 7, 1929: 69 og 7).
Um slys láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. Drengur á 10. ári var á reiðhjóli og reiddi lítinn bróð-
ur sinn, 3ja ára g'amlan, fyrir framan sig; slöngvaðist hann af hjól-
inu og lenti utan á bifreið, sem var stöðvuð eða í þann veginn að stöðv-
ast, og' mun hafa lent með höfuðið á annað afturhjól bifreiðarinnar.
Drengurinn lézt samstundis: Fract. baseos. cranii. — Verkamaður
rakst á bifreið, sem var að snúa við fyrir götuhorn, og varð vinstri
fótur fyrir afturhjóli bifreiðarinnar. Hann hlaut af beinbrot: Fract.
cruris. —• 9 ára gamall drengur hékk aftan á bifreið, sem var á fullri
ferð, en féll af þegar bifreiðin sneri fyrir götuhorn. Hann hlaut af við-
beinsbrot. — Gömul kona á áttræðisaldri datt niður stiga úr efstu
tröppu. Hún hlaut af viðbeinsbrot. — Flokksstjóri, sem stóð fyrir grjót-
sprengingu, varð fyrir því, að grjótflís kastaðist framan á hægri síðu
hans og braut 3 rif alveg' þvert yfir. Þessi beinbrot hafa auk þess kom-
ið fyrir á árinu: Fract. radii 1, costæ 6, fibulæ 1, claviculæ 2. Enn-
fremur þessi vulnera: incis. 2, cæs. 5, dilacerat. 3, contusa 13.
Contusiones 8.
Borgarfj. Slys alls, stór og smá, 59. Fract. columnæ cervicalis 1,
colli femoris 1, claviculæ 1, humeri supracondylica 1, fibulæ 1. Lux.
humeri 1. Ambustiones 6. Vulnera 20. Önnur meiðsli (distorsiones,
contusiones etc.) 29. Fyrst talda slysið atvikaðist þannig, að maður-