Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 57
55
Hofsós. Morbus Basedowi. 19 ára gamall piltur, sem hafði verið slæm-
ur og máttfarinn að minnsta kosti 1 ár. Hann hafði áberandi exopt-
halmus, struma og palpitat. cordis (púls í ró 165). Ekki var leitað
læknis fyrr en sjúklingurinn var langt leiddur, og dó hann mánuði síðar.
9. Oxyuriasis.
Hafnarfj. Oxyuriasis er algengur kvilli.
Skipaskaga. Af njálg eru skráð 18 tilfelli, þar af 4 fullorðnir, en
hin börn, 5—15 ára.
Regkjarfj. Nokkuð ber á oxyuris í héraðinu, einkum hjá börnum;
örfá tilfelli meðal fullorðins fólks. Sumstaðar hefir það áreiðanlega
staðið börnum fyrir þrifum, og hefir þeim farið fram eftir lækningu.
Regðarfj. Njálgur virðist hér mjög tiður og veldur mér oft erfiðleik-
um, hvað stúlkubörn snertir.
10. Panaritia.
Skipaskaga. Fingurmein voru ekki eins tíð í ár og í fyrra.
Borgarnes. Igerðir voru með fæsta og smæsta móti.
Ólafsvikur. Fingurmein og aðrar ígerðir voru yfirleitt sjaldgæfari
en undanfarandi ár.
Öxarfj. í Heilbrigðisskýrslunum frá 1930 er það haft eftir héraðs-
lækninum í Miðfjarðarhéraði, að honum finnist panaritia cutanea ill
viðureignar, sökum þess, að þau vilji breiðast út og myndast skorpur
með graftarpollum undir. Þetta sama varð ég var við, meðan ég notaði
þurrar umbúðir. Síðar tók ég upp þá aðferð við panarit. cutan. (eða
réttara panaritium subepidermoidale) að klippa húðina ofan af allri
blöðrunni og leggja svo við gaze, undið upp úr sol. subacetat. aluminici.
aqu. dest. aa. part., og leggja svo guttaperkapappír yfir. Með þessari að-
ferð bötnuðu þessi panarit. æfinlega á örfáum dögum.
Regðarfj. Panaritia eru hér fátíð, helzt í sláturtíðinni.
11. Phlegmone colli profunda.
Öxarfj. Nokkrum sinnum hefi ég orðið hér að fást við ígerðir djúpt í
hálsi. Bækur, sem ég hefi séð, helga þessum flokki fá orð. Sumar taka
út úr einstakar undirdeildir, eins og angina Ludovici, sem þeim ber þó
ekki saman um, hvar hefjist, en eftir hyrjunarstað er skipt. Mér sýn-
ist það litlu skipta um svæðið framan á hálsi ofan til aftur að angulus
mandibulæ. Fyrst og fremst er það torfundið, kliniskt, nema í byrjun, í
hvaða fasciuhólfi byrjað hafi, og auk þess standa fasc. a. m. k. ekki fyrir
drepi. Mergurinn málsins er, að þetta er stórhættulegur sjúkdómur, í
fyrsta lagi yegna sepsishættu, í öðru lagi vegna hættu á, að bólgan
hlaupi niður í mediastinum, og í þriðja lagi vegna köfnunarhættu.
Speciell einkenni þessarar phlegmone eru hækkaður munnbotn og
ödema laryngis. Héraðslæknir getur síðan um 3 tilfelli, og endaði eitt
með dauða, en tvö björguðust.
12. Polioencephalitis hæmorrhagica superior.
Rvík. 1 sjúklingur, karlm. á fertugsaldri.
13. Rachitis:
Skipaskaga. 1 tilfelli af rachitis hefir komið fyrir mig á árinu.
Dala. 3 börn hefi ég séð á árinu með rachitis, 2 sveinbörn á 1. og 2.
ári og 1 meybarn á 2. ári. Var á háu stigi í 2 þeirra, og 2 batnaði fljót-
lega við viðeigandi meðferð. Það 3. sá ég fvrst rétt fyrir áramótin.