Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 30
28
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafíöldi 1923—1932:
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl............ 5 4 132 449 52 18 29 102 368 24
Sjúkdómsgreining rauðra hunda mun ætíð vera ágizkanakennd,
og ekki sízt, þegar skarlatssótt er á ferð. Þannig hyggur héraðslæknir-
inn á Seyðisfirði, að hin 11 tilfelli, scm hann hefir talið fram, hafi
í raun og veru verið létt skarlatssótt.
Læknar láta þessa getið:
Kvik. Aðeins 1 sjúklingur talinn fram.
Segðisfí. í ágúst eru skráð 11 tilfelli af ruheolæ; gekk ég síðar úr
skugga um, að flest af þeim muni hafa verið scarlatina.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
S júklingafíöldi 1923—1932:
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl............ 163 26 7 10 5 14 10 204 336 624
Dánir ........... 4 „ „ „ „ „ „ 3 6 17
Skarlatssóttin er einn alvarlegasti faraldur ársins, því að þó að ekki
séu ýkja mörg tilfelli talin fram, dóu 17 úr þessari sótt. Hún gekk
um Norðurland, í og út frá aðalkaupstöðunum þar, Akureyri og Siglu-
firði. Einnig í Vestmannaeyjum og þeim sveitum, sem mestar hafa sam-
göngur við Vestmannaeyjar. Skarlatssótt hefir verið landlæg síðan
faraldur gekk hér um aldamótin, sem eflaust hefir þá borizt frá út-
löndum. Hefir hún gengið í öldum, stundum virzt vera að því komin
að deyja út, en þó ávallt minnt á sig einhversstaðar. 1920 rís skarlats-
sóttaralda allhátt eftir langan aðdraganda, en fellur ört, og 1924—5
er hún nærri horfin. Má hún heita ligg'ja niðri þangað til á miðju ári
1930. Þá rís ný alda, sem hefir stigið allhratt og virðist enn eiga eftir
að ná hámarki. Veikin hefir aðallega haldið sig við Norðurland, þangað
til hún náði sér niðri í Vestmannaeyjum á þessu ári. Reykjavík hefir
enn að mestu leyti sloppið, svo furðulegt sem það má heita. Þó að
þetta margir hafi dáið, er veikin almennt talin mjög væg, svo að sótt-
vörnum reynist erfitt að beita.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Enginn faraldur, en taldir fram 6 sjúklingar. Einn dó. Líkt
og í fyrra.
Miðfí. Kom hér upp í héraðinu í árslok, en enginn sjúklingur er
skráður. Mjög væg.
Sauðárkróks. Var að slæðast um héraðið öðru hvoru frá marzmán-
uði. Yfirleitt væg, svo að læknis var ekki ætíð vitjað. En það var einmitt
þetta, sem olli útbreiðslunni. Eg vissi aldrei til þess, að veikin breiddist
lit frá þeim, sem lælcnir fékk vitneskju um og viðhöfðu varasemi um
samgöngur, þó að ekki væri um fullkomna einangrun að ræða.