Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 85
83
D. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefir gefið eftirfarandi skýrslu um störf henn-
ar á árinu 1932:
Jákvæð Neikvæð Samtals
Hrákarannsóknir (Tb) 96 477 573
Taugaveiki: Widalspróf 131) 41 54
Ræktun úr blóði 2 16 18
— — saur 8 101 109
— — þvagi 6 98 104
Lekandi 64 307 371
Syphi 1 is : Sigmapróf 48 248 296
Kahnspróf á blóði 93 249 342
á mænuvökva 3 4 7
Rarnaveiki 1(?) 24 25
Ýmsar rannsóknir (histol. etc.). . 392
Rannsóknir alls 2291
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Á árinu hafa aðeins verið byggð 3 ný hús hér í kaup-
túninu, öll steinsteypuhús með ölluin nýtízku þægindum. í sveitum
hefir einnig lítið verið byggt. Þrifnaður utan húss og innan víðast
góður. Vatnsskortur varð hér nokkur í sumar um tíma, en þó ekki
eins bagalegur og oft áður. Vatnsleiðsla í kauptúnið miðar hægt á-
fram.
Borgarjj. Nokkur íbúðarhús reist á árinu, þ. á. m. 2 vönduð stein-
steypuhús, hituð með hverahita, með baði, skolpveitu og vatnssalerni.
Rafstöð gerð á einum hæ, til ljósa, hita og suðu.
Borgarnes. Sífellt þokast í það horf, að húsakynni stækki og líkist
meira húsum í kaupstöðum.
Ólafsvíkur. Lítið byggt af nýjum húsum. Flest nýbyggð hús eru
með nútímaþægindum. Þrifnaður fer batnandi með hverju ári.
Neyzluvatn er víðast gott, en vatnsleiðsla óvíða. Salerni eru óvíða í
sveitum og ekki í nærri öllum hvisum í kauptúnunum. Slík salernis-
ekla er til heilsuspillis og vanvirðu, og ber því brýna nauðsyn til að
skylda menn með lögum til salernisgerðar.
Dala. Má heita, að stöðvast hafi algjörlega allar umbætur á híbýlum
manna, og engar nýbyggingar reistar á árinu.
Beykhóla. Lítið gert að húsabótum, enda húsakynni allslæm víða.
Flateyjar. Þrifnaður í Flatey virðist mér ekki lakari en í meðal-
lagi, en fráræslan er slæm. Óhreinindum er hellt fram á klappir við
sjó fram, án þess að gæta þess um leið, að svo sé frá þessu gengið,
að sjórinn geti flutt það burt með flæðinu. í þeim hluta Flateyjar-
þorps, sem fjær er sjó, vilja sorphaugar inyndast nálægt húsunum á
1) Þar af 3 + paratyphus B.