Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 70
68
að taka með töng. Holdbrúarrifur hefiv hún fengið miklar, sem illa
hafa gróið. Til konu kom és 12 tímum eftir að fyrra barnið fæddist,
og var hún sóttlaus alla þá stund. Börnin voru tveir sveinar, 17 og 18
merkur. Fylgjan hin langstærsta, sem ég hefi séð, og vóg 7 merkur,
blóðlifralaus. Auk þess var vatn í meira lagi. Konan er tæplega meðal-
kvenmaður, hnellin. Henni og börnunum heilsaðist í bezta lagi. Ljós-
ur geta aldrei fósturláta í skýrslum, og ég man ekki til, að ég' hati
nema þrisvar þurft að skifta mér af þeirn með öðru en leiðbeiningum.
Eru þau samt algeng hér. Abortus provocatus hefir eigi verið gerður
af mér né öðrum hér, svo að ég viti. En nokkrum sinnurn hefi ég verið
beðinn þeirrar aðgerðar á síðustu árum. Kvennaklámbækur og erlend
tízka hafa vitanlega náð hingað sem annarsstaðar í landið. Það, sem
fordæmt er um sinn, cr sjálfsagt að stuttu liðnu, svo næmir og hrað-
fleygir eru hinir andlegu faraldrar. Ýmsuin konum hér er nauðsyn á
takmörkun barneigna, sumum á að hætta þeim með öllu. Ég' hefi orðið
við bænum slíks fólks um að útvega því verjur og leiðbeina því eftir
getu, en margir eru þeir ekki orðnir enn, sem hafa notið mín að í
þessu. Mættu mín vegna vera fleiri, ef að gagni kemur. Hins vegar held
ég, að þarna sé tvíeggjað vopn á ferð, og að svo megi fara, að mörg
hjón, einkum ung, búi samlífi sínu banadrykk með verjunotkunum.
Náttúrunnar lögmál láta ekki að sér hæða, en þau vilja líf og dauða,
miskunnarlaust.
Vopncifj. Læknir hjálpaði 2 konum á árinu. Var önnur þeirra primi-
para 27 ára, með fremur þrönga grind. Gekk fæðingin mjög lítið þrátt
fyrir góðar hríðir. Læknir tók barnið með töngum og saumaði rupt.
perinei. í hitt skiptið var læknis vitjað til að deyfa konuna. Varð að
taka lausa fylg'ju með hendi, af því að ekki tókst að þrýsta henni út.
Ljósmæður geta ekki um fósturlát. Héraðslækni er kunnugt um 3 fóst-
urlát á árinu, án þess að hann eða Ijósmæður héraðsins væru þar við-
stödd. Yfirleitt má seg'ja, að fólk úti um sveitir telji fósturlát hin mestu
óhöpp, og því engin líkindi til, að þau séu af manna völdum ger. Um
takmörkun barneigna er sama að seg'ja. Fólki er yfirleitt illa við allt
slíkt og hefir litla tilhneigingu til að íeita sér upplýsinga um varnir á
því sviði.
Hróarstungu. Fósturlát veit ég ekkert á árinu. Einu sinni var farið
fram á það við inig að gera abortus provocatus, en þar eð indicationes
voru engar fyrir hendi, var því neitað. Takmörkun barneigna held
ég þekkist varla í héraðinu.
Fljótsdals. Læknis vitjað 4 sinnum til kvenna í barnsnauð. Eitt
skiptið vegna fastrar fylg'ju, og varð að sækja hana með hendi. Ann-
að skiptið vegna lélegra hríða. Þegar útvíkkun var komin, var g'efið
pituitrin; skömmu seinna bar á greinilegri fósturasfyksi; þar sem hún
ágerðist og barnið var ekki tangartækt, var í snatri gerð vending og'
fóstrið dregið fram, og tókst fyrst eftir nær klukkutíma tilraun að
fá sæmilegt líf í barnið. Skömmu eftir að fylgjan losnaði, slappaðist
uterus, og fór að blæða gríðarlega. Útvortis uterusmassage, secale og
pituitrin dugði ekki neitt. Konunni var þá gefið chloroform og uterus
masseraður innan með krepptum hnefa, og tókst þá loks að fá sæmi-