Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 89
87
vörur, að þær eru meira og minna sviftar fjörvi (vitamina), og enn-
fremur þeim söltum, sem nauðsynlcg eru líkamanum. Þannig er það
um hveitið (hvítt hveiti), póleruð hrísgrjón, sagógrjón, perlugrjón o. s.
frv. Völsuð hafragrjón eru oft orðin gömul og skemmd, er þau komast
í hendur neytendanna, og því óhæfileg til neyzlu. Við höfum ekki hug-
mynd um, hve rúgmjölið er orðið gamalt, er þess er neytt. En það er
vitanlegt, að við langa geymslu dvínar og deyr fjörvi í möluðum korn-
tegundum (B-fjörvi). Á þessu verður ekki ráðin bót, fyrr en lagaákvæði
verða sett um það, að flytja ekkert af möiuðum eða hýðissviftum korn-
tegundum inn í landið. Með tiltölulega litlum aukakostnaði má mala
allt korn, sem inn er flutt, í landinu sjálfu, þar sem nú er að verða
kostur rafafls í flestum kaupstöðum. Yrði með því móti unnt að fá ný-
malaðar og óskemmdar kornvörur til neyzlu í stað svikinna og gam-
alla, sem spilla heilsu manna og orsaka meltingarkvilla. En meltingar-
kvillar og afleiðingar þeirra eru algengastir allra kvilla. Ég er sann-
færður um, að slíkar ráðstafanir mundu hafa heilsubætandi áhrif á
þjóðina í heild sinni.
Hofsós. Fólk er nú tekið að nota meira klæðnað úr innlendu efni,
ullinni, bæði nærfatnað og* utanyfirfatnað.
Höfðahverfis. Yfir sumarið er hér nóg nýmeti, en misbrestur er á því
að vetri til. í Grenivíkurþorpi er 121 maður um 21 kú. Auk þess er
mjólk fengin að úr sveitinni.
Reykdæla. Þrifnaður í góðu lagi; lítið um lús; enginn kláði.
Þistilfj. Fatnaður fólks hefir mjög gengið úr sér þetta ár. Innflutn-
ingur vefnaðarvöru enginn, og of lítið gert að því að nota innlent efni.
Vopnafj. Langflestir ganga nú í heimaunnum, prjónuðum ullarnær-
fötum. Nokkuð hefir verið ofið bæði úr ull og tvisti. Gúmmískór eru nú
mest heimagerðir í héraðinu og búnir til úr gúmmíslöngum, sem menn
panta frá Reykjavík. í sveitinni ganga menn nú meira á sauðskinns og
leðurskóm.
Reyðarfj. Fólk er vel búið; í góðum hlífarfötum við vinnu.
Vestmannaeyja. Sem dæmi upp á skammsýni manna og skeytingar-
leysi með að birgja sig upp að sjávarafla, má geta þess, að því sem
næst ekkert er hert hér af fiski, og' kaupa eyjarskeggjar gríðarmikið
af hertum steinbít af Vestfjörðum og hertum þorski og ýsu bæði af
Vestur- og Norðurlandi. Þykist ég sannfærður um, að þær miklu tann-
skemmdir, sem hér eru í skólabörnum, eigi rætur að rekja meðal ann-
ars til skorts á þeim næringarefnum, sem holl eru og gætu verið við
hendina, ef áhugi og' þekking væru fyrir hendi.
Eyrarbakka. Ræktun ýmiskonar káltegunda og nokkurra þeirra til
matar vex nú óðum og breiðist út meðal almennings. Er þorskalýsi
mjög mikið notað af alþýðu til matar.
Grímsnes. Viðurværi almennings má teljast gott. Ýmiskonar kál-
tegundir eru ræktaðar, en nokkuð skortir á, að almenningur kunni
að matreiða þær.