Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 37

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 37
35 extremitetin, og í'ylgdi paresur upp að mitti með retentio urinæ, sein stóð fullan % mánuð. Þegar þetta er ritað — um miðjan maí — hefi ég fengið svo mikinn mátt, að ég get gengið um 1 kilometer, með því að nota staf og fá ofurlítinn stuðning. Ég geri mér góðar vonir um, að ganglimirnir verði nokkuð góðir. Hægar gengur með hand- leginn, en þó virðist hann vera á sæmilegum batavegi. Svarfdæla. Fyrsti sjúklingurinn veiktist í júní, 21 árs sjómaður á Dalvík; hafði farið lasinn í róður og kom aftur fárveikur; var fluttur til Akureyrarspítala og dó þar. Næst veiktist 14 ára drengur í Götu á Árskógsströnd í ág’úst; hafði fengið bulbærlamanir og var banvænn, er læknir kom til hans, og dó fáum stundum síðar. Fáum dögum seinna veiktist 2 ára gömul stúika á sama heimili með há- um hita, svitasteypum og sleni. Batnaði eftir fáa daga, og greinilegar lamanir komu ekki í Ijós. Alcureyrar. Mænusótt kom hingað í febrúar. Alls 9 sjúklingar. Af þeim dó einn (maður um tvítugt, sem fluttur var dauðvona til sjúkra- hússins úr Svarfdælahéraði). Hinum batnaði, ef til vill alveg, en 5 hafa enn meiri eða minni lamanir. Einn þeirra var utan héraðs (úr Hólmavíkurhéraði). Seyðisfj. I október og nóvember komu hér fyrir 4 tilfelli af polio- myelitis anterior acuta eins og skollinn úr sauðarleggnum og án þess að nokkurt samband væri þeirra á milli. Þrennt var börn á aldrin- um frá 2—9 ára, sem fengu nokkrar lamanir, en virðast alveg ætla að ná sér aftur. Það fjórða var karlaður um þrítugt, sem fékk talsverðar lamanir í hæði extrem. inf., eftir að hafa legið nokkurn tíma febril með höfuðverk og þrálátan bakverk. Norðfj. Þrjú tilfelli skráð, 2 í ágúst, hið þriðja í okt. Tveir fyrri sjúklingarnir komu hvorn daginn eftir annan, 15. ágúst 4 ára gömul telpa, en 16. ág. 27 ára gamall karlmaður. Þegar farið var að spyrj- ast fyrir um væntanleg upptök eða aðflutningsmáta veikinnar, segist manninum svo frá: 13. ág. kom Lagarfoss, en með honum frá Reyð- arfirði bóndi ofan af Fljótsdalshéraði. Hittust þeir á skipi og urðu sam- ferða inn götuna að miðjum bæ ,,og kvöddust með handabandi", en rétt áður en þeir skildu, varð fyrir gestinum telpa og datt á g'ötuna. Hjálpaði hann henni á fætur og klappaði á kollinn á henni. Þetta var telpan, sem veiktist. Bóndinn kvað hafa legið í lungnabólgu nokkru áður og síðan í „ókenndum sjúkdómi“. Spurðist ég fyrir um sjúkdóminn hjá lækni hans, er hann sagði aðeins typiska pneu- monia crouposa. Er hér líklega aðeins um einkennilegan coincidens að ræða. Mýrdals. Tvö börn eru slcráð með mænusótt. Annað fékk aðeins lítilsháttar lamanir og’ náði sér að fullu; hitt lamaðist allmikið. Lík- legt er, að nokkur abortiv tilfelli hafi komið fyrir á sama heimili og þessi tvö. Rangár. í byrjun ágúst sýktust 3 systkini á afdalabæ í Landsveit af mænusótt. Urðu þau öll mikið veik; hár hiti, uppköst og mikið svefnmók, ásamt paresis á útlimum. Batnaði öllum tiltölulega fljótt., en eitt þeirra er stinghalt ennþá með mikla vöðvarýrnun á vinstra fæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.