Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 37
35
extremitetin, og í'ylgdi paresur upp að mitti með retentio urinæ, sein
stóð fullan % mánuð. Þegar þetta er ritað — um miðjan maí — hefi
ég fengið svo mikinn mátt, að ég get gengið um 1 kilometer, með
því að nota staf og fá ofurlítinn stuðning. Ég geri mér góðar vonir
um, að ganglimirnir verði nokkuð góðir. Hægar gengur með hand-
leginn, en þó virðist hann vera á sæmilegum batavegi.
Svarfdæla. Fyrsti sjúklingurinn veiktist í júní, 21 árs sjómaður
á Dalvík; hafði farið lasinn í róður og kom aftur fárveikur; var
fluttur til Akureyrarspítala og dó þar. Næst veiktist 14 ára drengur
í Götu á Árskógsströnd í ág’úst; hafði fengið bulbærlamanir og var
banvænn, er læknir kom til hans, og dó fáum stundum síðar. Fáum
dögum seinna veiktist 2 ára gömul stúika á sama heimili með há-
um hita, svitasteypum og sleni. Batnaði eftir fáa daga, og greinilegar
lamanir komu ekki í Ijós.
Alcureyrar. Mænusótt kom hingað í febrúar. Alls 9 sjúklingar. Af
þeim dó einn (maður um tvítugt, sem fluttur var dauðvona til sjúkra-
hússins úr Svarfdælahéraði). Hinum batnaði, ef til vill alveg, en 5
hafa enn meiri eða minni lamanir. Einn þeirra var utan héraðs (úr
Hólmavíkurhéraði).
Seyðisfj. I október og nóvember komu hér fyrir 4 tilfelli af polio-
myelitis anterior acuta eins og skollinn úr sauðarleggnum og án þess
að nokkurt samband væri þeirra á milli. Þrennt var börn á aldrin-
um frá 2—9 ára, sem fengu nokkrar lamanir, en virðast alveg
ætla að ná sér aftur. Það fjórða var karlaður um þrítugt, sem fékk
talsverðar lamanir í hæði extrem. inf., eftir að hafa legið nokkurn
tíma febril með höfuðverk og þrálátan bakverk.
Norðfj. Þrjú tilfelli skráð, 2 í ágúst, hið þriðja í okt. Tveir fyrri
sjúklingarnir komu hvorn daginn eftir annan, 15. ágúst 4 ára gömul
telpa, en 16. ág. 27 ára gamall karlmaður. Þegar farið var að spyrj-
ast fyrir um væntanleg upptök eða aðflutningsmáta veikinnar, segist
manninum svo frá: 13. ág. kom Lagarfoss, en með honum frá Reyð-
arfirði bóndi ofan af Fljótsdalshéraði. Hittust þeir á skipi og urðu sam-
ferða inn götuna að miðjum bæ ,,og kvöddust með handabandi", en
rétt áður en þeir skildu, varð fyrir gestinum telpa og datt á g'ötuna.
Hjálpaði hann henni á fætur og klappaði á kollinn á henni. Þetta
var telpan, sem veiktist. Bóndinn kvað hafa legið í lungnabólgu
nokkru áður og síðan í „ókenndum sjúkdómi“. Spurðist ég fyrir um
sjúkdóminn hjá lækni hans, er hann sagði aðeins typiska pneu-
monia crouposa. Er hér líklega aðeins um einkennilegan coincidens
að ræða.
Mýrdals. Tvö börn eru slcráð með mænusótt. Annað fékk aðeins
lítilsháttar lamanir og’ náði sér að fullu; hitt lamaðist allmikið. Lík-
legt er, að nokkur abortiv tilfelli hafi komið fyrir á sama heimili og
þessi tvö.
Rangár. í byrjun ágúst sýktust 3 systkini á afdalabæ í Landsveit
af mænusótt. Urðu þau öll mikið veik; hár hiti, uppköst og mikið
svefnmók, ásamt paresis á útlimum. Batnaði öllum tiltölulega fljótt.,
en eitt þeirra er stinghalt ennþá með mikla vöðvarýrnun á vinstra
fæti.