Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 58
56
Flatei/rar. Beinkröm hreint ekki sjaldgæf í ungum börnum.
Atcureyrar. 18 ára stúlka leitaði læknis (Valdimars Steffensens)
með rachitis tarda.
Vestmannaeyja. Ég hefi séð 2 tilfelli af rachitis á árinu.
14. Sclerosis disseminata:
Akureyrar. Mín hafa leitað á árinu 2 konur og 1 karlm. öll með
sclerosis disseminata og öll tír Múlasýslum (Valdimar Steffensen),
15. Splenomegalie:
Reyðarfj. Splenomegalie (Niemann-Pick) hefi ég fært sem dauða-
orsök 14 mánaða gamals barns. Er mín var vitjað til barnsins í fyrsta
sinn, var það hitaveikt, lystarlaust og mjög kachektiskt útlits; hafði
verið veikt nokkra undanfarna daga. Við rannsókn fann ég ekki ann-
að en nokkra lifrarstækkun og mikla miltisstækkun. Blóðmynd nor-
mal. Næstu daga var hitinn intermitterandi, algjört næringarleysi,
milti stækkaði óðum, lifur einnig en minna. Dó eftir 17 daga. Obduk-
tion varð ekki við komið.
16. Thymus-Hyperplasie:
Reyðarfj. Thymus-Hyperplasie hefi ég fært sem dauðaorsök 9 ára
pilts á Búðareyri. Sá drenginn ekki fyr en rétt eftir andlátið, sem bar
þannig að, að drengurinn kom frá leikurn, kvartaði um mæði og and-
þrengsli, fékk siðan krampaflog og var örendur eftir nokkrar mín-
útur. Hafði ætíð verið rnæðinn, en ágerzt, og fengið lík krampaflog
2svar áður. Krufði ég líkið og fann æxli, á stærð við barnshöfuð, milli
lungnanna, þétt viðkomu, slétt að utan og þrýsti það að gollurshúsi og
þind.
D. Kvillar skólabarna.
Skýrslur og skólaskoðanir hafa borizt úr 42 læknishéruðuin og ná
til 6397 barna. Héraðslæknar í eftirtöldum 6 héruðum hafa engar
skýrslur sent: Rvík, Stykkishólms, ísafj., Reykdæla, Hornafj. og
Rangár.
Af þessurn 6397 börnum voru samkv. skýrslunum 9 börn berkla-
veik svo að þeim var bönnuð skólavist, þ. e. 1,4%0. Önnur 111, þ. e.
11 A%o voru að vísu talin berklaveik en ekki á því stigi, að þeim væri
meinuð skólavist. Lús og nit fannst í ca. 17% alira barnanna, og meiri
og minni tannskemmdir höfðu rúml. 77%. Kláði fannst á 5 börnum
í tveimur héruðum (í Svarfdæla og Vestmannaeyja) og geitur í einu
barni (Reyðarfj.) Við skólaskoðunina voru og nokkur börn lasin af
algengustu farsóttum: Kvefsótt, kverkabólgu, iðrakvefsótt, hlaupabólu
o. s. frv.
Pirquetrannsókn fór fram á fleiri og færri skólabörnum í 14 lækn-
ishéruðum sbr. töfiu IX og umsagnir héraðslækna um berklaveiki í
III, B, 2.
Um heilsufar skólabarna láta læknar að öðru leyti þessa g'etið:
Hafnarfj. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, kirtlabólgur og
eitlar á hálsi, blóðleysi.
Skipaskaga. Algengasti kvilli var eins og fyr tannskemmdir.
Heilsufar skólabarna óvenju gott.