Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 16
14
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Aldei neinn sérlegur faraldur.
Hafnarfi. Mjög tíð.
Skipaskaga.. Stungið sér niður alla mánuði ársins nema í febrúar og
júní. Yfirleitt væg.
Borgarfj. Eitt barn ársgamalt fékk pseudocroup með allmiklum
stridor. Sýklaræktun (DB) neikvæð. Fékk ekki serum.
Ólafsvíkur. Óvenjulega sjaldgæf.
Patreksf). Kom fyrir alla mánuði ársins, nema maí, júní og desem-
ber. Þau tilfelli, sem ég sá, voru fremur þung', sótthiti hár, og tonsill-
ur talsvert bólgnar með dílum.
Þingegrar. Nokkurnveginn jafndreifð yfir alla mánuði ársins. Flest
voru tilfellin töluvert þung, þau, er ég sá. 3 fengu absc. peritonsill.,
sem þurfti að opna. í þyngstu tiífellunum var gefið serum antidiph-
teric. Stundum virtist það verka einkennilega fljótt, og að jafnaði
stytti það sjúkdómstímann að mun.
Hestegrar. Stakk sér niður öðru hvoru fyrri hluta ársins og hagaði
sér svipað og sú, sem gekk hér síðari hluta árs 1931.
Hólmavíkur. Væg og fylgikvillalaus.
Miðfj. Orðið talsvert vart á árinu, einkum síðustu mánuði ársins.
Nokkrir fengu angina abscedans.
Sauðárkróks. Hefir stungið sér niður flesta mánuði ársins.
Hofsós. Hefir stungið sér niður allt árið. Flest tilfellin í ágúst. Und-
anfari mænusóttar.
Siglufj. Landlæg allt árið.
Svarfdæla. Langtíðust i júní og júlí. Á sama tíma var skarlatssótt i
héraðinu, og er mögulegt, að veiki sumra þessara sjúklinga hafi verið
scarlatina sine exanthemate.
Norðfj. Á hálsbólgu ber allt árið, en mest seinni part sumars og haust.
Regðarfj. Aldrei faraldur.
Mýrdals. Var bæði tíðari og illkynjaðri en venjulega, eftir að kom
fram í maímánuð. Gekk hún sem farsótt fram á haust. Mátti framan
af greinilega rekja feril hennar til manns, sem kom frá Reykjavik,
veikur af hálsbólgu.
Vestmannaegja. Mest bar á henni í apríl og maí. í þó nokkrum fylgdi
henni hár sótthiti í nokkra daga; á einstaka þurfti að opna abscessa.
Eg tel vafalítið, að sumt, sem talið er hálsbólga í apríl, hafi verið væg,
útþotalítil eða útþotalaus skarlatssótt.
Rangár. Óvenjulítið um hálsbólgu.
Egrarbakka. Bar langtum meira á þessari veiki en sjúkraskráin sýn-
ir. Má vera, að sum tilfellin hafi verið væg skarlatssótt.
Keflavíkur. Meiri og minni allt árið. Á engan hátt óvanaleg.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1923—1932:
1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932
Sjúkl............. 4460 3930 4921 4799 5274 6342 6720 10255 8549 9568
Dánir ........... 9 2 3 9 3 3 5 5 „ 2