Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 73
71
inn (bóndi 61 árs) féll úr háum stiga í heyhlöðu og fékk kompress-
ionsfraktur efstu hálsliða. Dó eftir fáar klukkustundir úr öndunar-
lömun (blæðing í öndunarcentrið). — Lærhálsbrotið var á manni 72
ára, sem féll ofan af háum húsvegg. Fékk kveflungnabólgu eftir 3 daga
og dó. Ekkert af hinum slysunum hafði alvarlegar afleiðingar.
Rorgnrnes. Ekkert stórslys hefir komið fyrir í héraði mínu. Slysin
flest smá, svo sem smáskurðir, corp. alien. í auga eða holdi, mar og'
tognun. — Geta skal þó þess, að 3 stálpuð börn skáru sig á ljá að mun,
þar af eitt ellefu ára stúlka (utan héraðs, 60 km. hér frá). Magállinn
skorinn sundur, ca. 5 cm. langt sár; barnið hafði tekið um kviðinn og
hlaupið heim, langt utan af túni, og lagt sig upp í rúm. Ógleði, upp-
köst, lítið blæði. Mikið af mjógirninu var komið iit í rúmið, þegar ég
kom, eftir ca. 3% tíma. Rúmið óhreint og fötin. Mikil fátækt. Ljós-
móðir hélt görnunum saman í rúminu, þegar ég kom. Innýflin skoluð
með saltvatni; dálítið erfitt að koma þeim inn, því að þau voru orð-
in þrútin; tókst þó brátt, án jæss að stækka þyrfti skurðinn. Svo saum-
að. Lítil jodoformgazemesja. Enginn hiti. Greri fljótt og vel. — Örfá
beinbrot komu fyrir og' minni háttar liðhlaup. Barn þriggja ára varð
með tvo fingur undir þungum hlera; af öðrum fór.allt holdið framan
af fremsta köggli — tók af um fremsta lið — en beinið var nakið eftir
og' liðurinn ekki opinn. Eg’ þvoði upp holdið, sem lafði á skinnflipa,
þræddi það svo upp á beinið og setti spelkur og umbúðir utan um.
Þetta blánaði dálítið fyrstu daga en greri síðan ágætlega við, svo að
mjög lítið bar á þessu.
Ólafsvíkur. 4 menn drukknuðu í fiskiróðri á Hellissandi. Af bein-
brotum voru algengust fract. radii. Fract. cruris 2, femoris 1, ulnæ 1.
Dula. Fract. tibiæ 1, colli femoris 1, Collesi 2, cruris 1. Distorsiones 4,
Contusiones 2. Combustio 1. Vulnus incis. 1, contus. 1.
Reykhóla. Fract. metacarpor. 1. Combustio 1.
Patreksfj. Helztu slys: Skurðsár 15, lemstur og mör 15, liðhlaup 2,
beinbrot 4, brunar 4, corpora alien. 2.
Flateyrar. Beinbrot: Fract. CoIIesi 2, epicondyli humeri 2, cruris 1,
claviculæ 1, costæ 1, digitorum pedis (vegna skotsárs) 1.
Hóls. Sár, er sauma varð 23. Fract. radii 1, costæ 2, claviculæ 2.
Luxatio 1. Ambustiones grd. III 2.
Nauteyrar. Fract, antibrachii 1. Vulnera incisa 4. Combustiones 3.
Contusiones 4.
Hesteyrar. Contusiones 4 (af þeim voru 2 togarahásetar með mikla
contus. thoracis og fract. costæ). Vuln. contusa 2, incisa 3, puncta 2.
Combustiones 4. Distorsio 1. Fract. costæ 3.
Reykjarfj. Engar slysfarir.
Hólmavikur. Aðkomubílstjóri ók út í klettaklungur. Féll í rot og
meiddist allmikið í andliti. Varð jafngóður. Beinbrot hlutu 6 menn:
Fract. cubiti 2, cruris 2, claviculæ 1 og radii 1.
Miðfj. Beinbrot 3: Fract. costæ 2 og radii 1. Liðhlaup 3: Luxatio
humeri 1, antibrachii poster. 2, (báðar í íslenzkri glímu). Distorsiones
og' contusiones 12. Vulnera 10.
Blönduós. Fract. radii loco typ. 2, humeri 3, crur. 1, malleol.
extern. 1, extern. & intern. (með subluxatio) 1, phalang. & metacarp. 1.