Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Blaðsíða 143
141
9. Til almcnnrar heilsuverndar telst það, að leiðbeina fólki um
reglusemi og heilbrigða iifnaðarhætti í hvívetna, fræða það um skað-
semi áfengis, tóbaks og annara nautna og eiturlyfja, kenna því að
nota sér til heilsuþrifa vatn, Ijós og loft, herja á hvers konar ó-
þrifnað utan húss og innan, hafa nákvæmt eftirlit með húsakynn-
um almennings og afskipti til umbóta, og, síðast en ekki sízt, að leið-
heina uin skynsamlegt mataræði. Fleygir þekkingu á þeim efnum
fram með hverju ári, og er ekki vafi á því, að vér syndgum mjög á
móti henni i mörgum greinum, bæði hver einstakur og þjóðin í heild
sinni, oss til stórkostlegrar heilsuspillingar og vanþrifa. Er ekki
vansalaust að segja frá því, að vér einir allra menningarþjóða höf-
um ekkert eftirlit, sem heitið getur, með matvælum, og veit enginn
hvað hér er á hoðstóluin af sviknum og meira og minna skemmdum
og jafnvel hættulegum fæðutegundum. Má raunar fullyrða, með til-
liti til erlendrar reynslu, að að því hljóta að vera talsverð brögð. Er
þetta eitt út af fyrir sig ærið verkefni.
Eg vona, að hinu háttvirta bæjarráði sé ijóst af þessu lauslega yf-
irliti, að slíka heilsuverndarstöð muni ekki skorta viðfangsefni. Er
þó margt ótalið, ekki síður þýðingarmikið en það, sem á hefir verið
drejiið. Þannig' hefi ég ekki nefnt nauðsynlegt heilbrigðiseftirlit með
iþróttastarfseminni í bænum, þannig' að hún þjóni heilbrigðinni en
vinni aldrei á móti henni. En það meðalhóf er stundum vandratað.
Einnig má nefna leiðbeiningar til kvenna um nauðsynlega takmörk-
nn barneigna (sem raunar má telja til mæðra- og barnaverndar),
varnir gegn taugaveiklunum og geðsjúkdómum, að ógleymdri við-
leitni til kgnbóta, ef j)ess mætti vænta, að unnt væri að setja um slíkt
skynsamleg lög og reglur, þar sem sneitt væri hjá hleypidómum en
gadt fyllstu mannúðar. Og þó að enn fleira mætti nefna, má gera ráð
fyrir, að er slík stöð væri tekin ti! starfa við sæmileg skilyrði, kæmi
hún sífellt auga á ný og ný viðfangsefni, ekki síður þýðingarmikil en
þau, sem nú liggja í augum uj)j)i.
Þess er skylt að geta, að hér í Reykjavík er þegar vísir til heilsu-
verndarstarfsemi í þá átt, sem hér hefir verið rætt um, þar sem er
hjúkrunarfélagið Líkn. Það er starfsemi, sem komið hefir verið á fyrir
óeigingjarna tilstuðlan áhugafólks. Auk almennrar hjúkrunarstarf-
semi gel'ur félagið sig við mæðra og ungbarnavernd og berklavörn-
um. Það hefir þeg'ar sýnt sig, að í þessum greinum, og j)ó að fleiri
væru, er verkefni hér i bænum óþrjótandi, einnig, að þurfandi al-
menningur kann áreiðanlega að meta starfsemina og notfæra sér hana.
Getur félagið hvergi nærri fullnægt eftirspurninni sem skyldi, enda
býr j)að við skorinn skammt og bág skilyrði á allan hátt. Það nýtur
12000 króna styrks úr bæjarsjóði og' heí’ir 4000 króna ríkissjóðsstyrk.
LTr öðru hefir það ekki að sj)ila. Húsnæðið er nokkur smá herbergi í
kjallara og áhöld engin sem heitir. Er hér auðvitað aðeins um svip
einn að ræða af því, sem fyrir mér vakir um heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Það er raunar fróðlegt að hera saman, hvernig hér er
skij)t á milli hinna tveggja þátta heilbrigðisstarfseminnar, sem ég
gat um, lækningastarfseminnar annarsvegar og' heisluverndarinnar
hins vegar. Hjúkrunarféla gið Líkn, sem rekur j)á einu heinu heilsu-