Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 64
1969
— 62 —
á mann um 1,2% og þjóðartekjur um 2,2%. Heildarverðmæti sjávar-
afurða, á föstu verðlagi, jókst um 16,5% frá fyrra ári, og réð þar
mestu mikil aukning á framleiðslu frystiafurða. Landbúnaðarfram-
leiðsla minnkaði um 2,5% að magni, einkum vegna óhagstæðrar sumar-
veðráttu á Suður- og Vesturlandi. Iðnaðarframleiðsla jókst um 8,5%
að magni, en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð dróst verulega
saman, eða um 16%. I öðrum greinum, aðallega ýmsum þjónustu-
greinum, varð nokkur aukning. Innflutningur vöru og þjónustu minnk-
aði um 12,3% að magni, en útflutningur jókst um 11,5%, og var við-
skiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæður á árinu um 391 millj. kr., en
var á árinu 1968 óhagstæður um 2615 millj. kr. Á árinu batnaði gjald-
eyrisstaða bankanna um 1685 millj. kr., vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 21,7 % frá fyrra ári, tímakaup verkafólks og iðnaðarmanna
um 14,5%, og kaupmáttur tímakaups lækkaði því um 5,9%. Kaup-
máttur ráðstöfunartekna kvæntra verka-, sjó-, og iðnaðarmanna minnk-
aði um 6,2% miðað við vísitölu vöru og þjónustu. Einkaneyzla, að
meðtöldum kaupum varanlegra muna, svo sem bifreiða, og að meðtal-
inni heilbrigðisþjónustu við einstaklinga, minnkaði að magni um 6,4%,
eða um 7,1% á mann. Samneyzla, þ. e. stjórnsýsla, réttargæzla, mennt-
un, almenn heilsugæzla ogönnur þjónusta hins opinbera, jókst um 2,2%.
Fjármunamyndun í heild dróst saman um 24,1% frá árinu áður. Þannig
minnkaði fjárfesting atvinnuveganna um 23,7%, og var nær alls stað-
ar um samdrátt að ræða nema í iðnaði, en aukningin þar var ein-
göngu vegna framkvæmda við álverið í Straumsvík. íbúðabyggingar
drógust saman um 22% og framkvæmdir við byggingar og mannvirki
hins opinbera um 25%. Til byggingar sjúkrahúsa og sjúkraskýla var
varið 175 millj. kr., eða um 6% lægri fjárhæð en árið áður. Rýrnunkaup-
máttar og minnkun einkaneyzlu á árinu er að verulegu leyti vegna
áhrifa hinna óhagstæðu ytri skilyrða áranna 1967 og 1968, sem komu
ekki fram með fullum þunga fyrr en eftir gengisbreytinguna í nóvem-
ber 1968. Áhrif framleiðsluaukningar á fjármunamyndun voru lítil
sem engin á árinu vegna mikillar fjárfestingar á fyrri árum.1)
II. Framlag ríkis til heilbrigðismála.
Landlæknisembættið og héraðslæknar . kr. 20.197.000
Heilbrigðisstofnanir og læknisbústaðir................. — 194.789.000
Sjúkratryggingar ..................................... — 669.126.000
Ýmislegt .............................................. — 48.350.000
Samtals kr. 932.462.000
1) Frá Efnahagsstofnuninni.